Umfjöllun: Valsmenn einir á toppnum eftir sigur í Grindavík Ari Erlingsson skrifar 8. maí 2011 18:15 Grindvíkingar tóku á móti Valsmönnum í annarri umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Bæði lið höfðu unnið góða sigra í fyrstu umferð og því var búist við jöfnum baráttuleik í Grindavík. Valsmenn kunnu greinilega betur við sig í rokinu í Grindavík og knúðu fram 2-0 sigur þar sem bæði mörk leiksins komu með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og fyrstu 10-15 mínúturnar voru þeir til alls líklegir. Hinsvegar voru það Valsmenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Arnar Sveinn Geirsson með laglegri afgreiðslu eftir að hann slapp einn inn fyrir vörn Grindavíkur. Það sem eftir lifði seinni hálfleiks réðu Valsmenn gangi leiksins og nýttu þeir sér það óspart að vera með vindinn í bakið. Skutu ótt og títt af löngu færi en Jack Giddens ungur markvörður heimamanna var á tánum í markinu. Hann réð þó ekki við þrumufleyg Guðjóns Péturs Lýðssonar á 29 mínútu. Guðjón smellhitti boltann í bláhornið frá vítateigslínu eftir að hann hafði tekið frákast af sínu eigin skoti. Glæsilegt mark hjá Guðjóni. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og var sem Grindvíkingar væri búnir að sætta sig við tap. Þeir voru undir í baráttunni á miðjunni og lítill broddur var í sókninni og reyndi lítið sem ekkert á Harald í marki Valsmanna Það var greinilegt að mótlætið fór í taugarnar á Grindvíkingum og eyddu þeir töluverðu púðri í það að hnýta i dómarann og fengu Grindvíkingar að lokum eitt rautt spjald þegar Óli Baldur Bjarnason framkvæmdi háskalega tæklingu á miðjum vellinum. Þeir rauðkæddu fóru sér aðeins hægar í seinni hálfleik en hefðu þó með smá heppni getað skorað þriðja markið. Christian Mouritsen Færeyingurinn knái átti til að mynda dauðafæri undir lok leiksins en skot hans fór yfir. Lokastaðan 0-2 fyrir Valsmenn. Sanngjarn sigur Valsmanna í rokleik þar sem barátta og dugnaður Valsmanna skilaði stigunum í hús. Það er greinilegt allt annað yfirbragði yfir Valsliðinu í sumar en undanfarin ár. Guðjón Lýðsson hefur komið gríðarlega sterkur inn á miðjuna sem og Færeyingarnir þrír. Þá hefur Kristján þjálfari eflaust fengið strákana sína til að trúa á sjálfa sig því þeir spiluðu fullir sjálfstrausts í kvöld. Það sama er kannski ekki hægt að segja um Grindvíkinga. Einhvern slagkraft vantaði í þá fram á við og það var eins og þeir væru á eftir í alla bolta á miðjunni. Það er því ærið verk fyrir Ólaf þjálfara að blása líf í leik sinna manna fyrir næsta leik á miðvikudaginn. Grindavík– Valur 0-2 - tölfræðin 0-1 Arnar Sveinn Geirsson (19.) 0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (29.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1013 Dómari: Magnús Þórisson (7) Skot (á mark): 8–12 (2-6) Varin skot: Jack 4 – Haraldur 2 Hornspyrnur: 5–6 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 1–1Grindavík (4-5-1): Jack Giddens 6 Alexander Magnússon 5 (71., Robbie Winters 5) Ólafur Örn Bjarnason 5 Jamie Patrick McCunnie4 Bogi Rafn Einarsson 4 Jóhann Helgason 6 Yacine Si Salem 4 (62., Magnús Björgvinsson 5) Orri Freyr Hjaltalín 6 Ian Paul Mcshane 7 Scott Mckenna Ramsay 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Michael Pospisis 3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Halldór Kristinn Halldórsson 7 Pól Jóhannus Justinussen 7 Arnar Sveinn Geirsson 6 (75., Rúnar Már Sigurjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6Guðjón Pétur Lýðsson 8 - maður leiksins - Matthías Guðmundsson 6 (79., Jón Vilhelm Ákason -) Christian R. Mouritsen 8 (87., Sigurbjörn Hreiðarsson -) Hörður Sveinsson 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Sjá meira
Grindvíkingar tóku á móti Valsmönnum í annarri umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Bæði lið höfðu unnið góða sigra í fyrstu umferð og því var búist við jöfnum baráttuleik í Grindavík. Valsmenn kunnu greinilega betur við sig í rokinu í Grindavík og knúðu fram 2-0 sigur þar sem bæði mörk leiksins komu með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og fyrstu 10-15 mínúturnar voru þeir til alls líklegir. Hinsvegar voru það Valsmenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Arnar Sveinn Geirsson með laglegri afgreiðslu eftir að hann slapp einn inn fyrir vörn Grindavíkur. Það sem eftir lifði seinni hálfleiks réðu Valsmenn gangi leiksins og nýttu þeir sér það óspart að vera með vindinn í bakið. Skutu ótt og títt af löngu færi en Jack Giddens ungur markvörður heimamanna var á tánum í markinu. Hann réð þó ekki við þrumufleyg Guðjóns Péturs Lýðssonar á 29 mínútu. Guðjón smellhitti boltann í bláhornið frá vítateigslínu eftir að hann hafði tekið frákast af sínu eigin skoti. Glæsilegt mark hjá Guðjóni. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og var sem Grindvíkingar væri búnir að sætta sig við tap. Þeir voru undir í baráttunni á miðjunni og lítill broddur var í sókninni og reyndi lítið sem ekkert á Harald í marki Valsmanna Það var greinilegt að mótlætið fór í taugarnar á Grindvíkingum og eyddu þeir töluverðu púðri í það að hnýta i dómarann og fengu Grindvíkingar að lokum eitt rautt spjald þegar Óli Baldur Bjarnason framkvæmdi háskalega tæklingu á miðjum vellinum. Þeir rauðkæddu fóru sér aðeins hægar í seinni hálfleik en hefðu þó með smá heppni getað skorað þriðja markið. Christian Mouritsen Færeyingurinn knái átti til að mynda dauðafæri undir lok leiksins en skot hans fór yfir. Lokastaðan 0-2 fyrir Valsmenn. Sanngjarn sigur Valsmanna í rokleik þar sem barátta og dugnaður Valsmanna skilaði stigunum í hús. Það er greinilegt allt annað yfirbragði yfir Valsliðinu í sumar en undanfarin ár. Guðjón Lýðsson hefur komið gríðarlega sterkur inn á miðjuna sem og Færeyingarnir þrír. Þá hefur Kristján þjálfari eflaust fengið strákana sína til að trúa á sjálfa sig því þeir spiluðu fullir sjálfstrausts í kvöld. Það sama er kannski ekki hægt að segja um Grindvíkinga. Einhvern slagkraft vantaði í þá fram á við og það var eins og þeir væru á eftir í alla bolta á miðjunni. Það er því ærið verk fyrir Ólaf þjálfara að blása líf í leik sinna manna fyrir næsta leik á miðvikudaginn. Grindavík– Valur 0-2 - tölfræðin 0-1 Arnar Sveinn Geirsson (19.) 0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (29.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1013 Dómari: Magnús Þórisson (7) Skot (á mark): 8–12 (2-6) Varin skot: Jack 4 – Haraldur 2 Hornspyrnur: 5–6 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 1–1Grindavík (4-5-1): Jack Giddens 6 Alexander Magnússon 5 (71., Robbie Winters 5) Ólafur Örn Bjarnason 5 Jamie Patrick McCunnie4 Bogi Rafn Einarsson 4 Jóhann Helgason 6 Yacine Si Salem 4 (62., Magnús Björgvinsson 5) Orri Freyr Hjaltalín 6 Ian Paul Mcshane 7 Scott Mckenna Ramsay 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Michael Pospisis 3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Halldór Kristinn Halldórsson 7 Pól Jóhannus Justinussen 7 Arnar Sveinn Geirsson 6 (75., Rúnar Már Sigurjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6Guðjón Pétur Lýðsson 8 - maður leiksins - Matthías Guðmundsson 6 (79., Jón Vilhelm Ákason -) Christian R. Mouritsen 8 (87., Sigurbjörn Hreiðarsson -) Hörður Sveinsson 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Sjá meira