Íslenski boltinn

Umfjöllun: Valsmenn einir á toppnum eftir sigur í Grindavík

Ari Erlingsson skrifar
Grindvíkingar tóku á móti Valsmönnum í annarri umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Bæði lið höfðu unnið góða sigra í fyrstu umferð og því var búist við jöfnum baráttuleik í Grindavík.

Valsmenn kunnu greinilega betur við sig í rokinu í Grindavík og knúðu fram 2-0 sigur þar sem bæði mörk leiksins komu með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik.

Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og fyrstu 10-15 mínúturnar voru þeir til alls líklegir. Hinsvegar voru það Valsmenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Arnar Sveinn Geirsson með laglegri afgreiðslu eftir að hann slapp einn inn fyrir vörn Grindavíkur.

Það sem eftir lifði seinni hálfleiks réðu Valsmenn gangi leiksins og nýttu þeir sér það óspart að vera með vindinn í bakið. Skutu ótt og títt af löngu færi en Jack Giddens ungur markvörður heimamanna var á tánum í markinu. Hann réð þó ekki við þrumufleyg Guðjóns Péturs Lýðssonar á 29 mínútu. Guðjón smellhitti boltann í bláhornið frá vítateigslínu eftir að hann hafði tekið frákast af sínu eigin skoti. Glæsilegt mark hjá Guðjóni.

Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og var sem Grindvíkingar væri búnir að sætta sig við tap. Þeir voru undir í baráttunni á miðjunni og lítill broddur var í sókninni og reyndi lítið sem ekkert á Harald í marki Valsmanna Það var greinilegt að mótlætið fór í taugarnar á Grindvíkingum og eyddu þeir töluverðu púðri í það að hnýta i dómarann og fengu Grindvíkingar að lokum eitt rautt spjald þegar Óli Baldur Bjarnason framkvæmdi háskalega tæklingu á miðjum vellinum.

Þeir rauðkæddu fóru sér aðeins hægar í seinni hálfleik en hefðu þó með smá heppni getað skorað þriðja markið. Christian Mouritsen Færeyingurinn knái átti til að mynda dauðafæri undir lok leiksins en skot hans fór yfir.

Lokastaðan 0-2 fyrir Valsmenn. Sanngjarn sigur Valsmanna í rokleik þar sem barátta og dugnaður Valsmanna skilaði stigunum í hús. Það er greinilegt allt annað yfirbragði yfir Valsliðinu í sumar en undanfarin ár.

Guðjón Lýðsson hefur komið gríðarlega sterkur inn á miðjuna sem og Færeyingarnir þrír. Þá hefur Kristján þjálfari eflaust fengið strákana sína til að trúa á sjálfa sig því þeir spiluðu fullir sjálfstrausts í kvöld.

Það sama er kannski ekki hægt að segja um Grindvíkinga. Einhvern slagkraft vantaði í þá fram á við og það var eins og þeir væru á eftir í alla bolta á miðjunni. Það er því ærið verk fyrir Ólaf þjálfara að blása líf í leik sinna manna fyrir næsta leik á miðvikudaginn.

Grindavík– Valur 0-2 - tölfræðin 0-1 Arnar Sveinn Geirsson (19.)

0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (29.)

Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1013

Dómari: Magnús Þórisson (7)

Skot (á mark): 8–12 (2-6)

Varin skot: Jack 4  – Haraldur 2

Hornspyrnur: 5–6

Aukaspyrnur fengnar: 11–14

Rangstöður: 1–1

Grindavík (4-5-1):

Jack Giddens 6

Alexander Magnússon 5

(71., Robbie Winters 5)

Ólafur Örn Bjarnason 5

Jamie Patrick McCunnie4

Bogi Rafn Einarsson 4

Jóhann Helgason 6

Yacine Si Salem 4

(62., Magnús Björgvinsson 5)

Orri Freyr Hjaltalín 6

Ian Paul Mcshane 7

Scott Mckenna Ramsay 5

(79., Óli Baldur Bjarnason -)

Michael Pospisis 3

Valur (4-4-2):

Haraldur Björnsson 6

Jónas Tór Næs 6

Atli Sveinn Þórarinsson 7

Halldór Kristinn Halldórsson 7

Pól Jóhannus Justinussen 7

Arnar Sveinn Geirsson 6

(75., Rúnar Már Sigurjónsson -)

Haukur Páll Sigurðsson 6

Guðjón Pétur Lýðsson 8 - maður leiksins -

Matthías Guðmundsson 6

(79., Jón Vilhelm Ákason -)

Christian R. Mouritsen 8

(87., Sigurbjörn Hreiðarsson -)

Hörður Sveinsson 5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×