Íslenski boltinn

Umfjöllun: Grindavík marði botnlið 1.deildar

Guðmundur Marinó Ingvarsson á Grindavíkurvelli skrifar
Grindavík verður í pottinum þegar dregið verðu í átta liða úrslit Valitor bikarsins á morgun eftir 2-1 sigur á HK, botnliði fyrstu deildar, á heimavelli í kvöld. Grindavík lék manni færri allan seinni hálfleikinn en HK hefði hæglega getað fengið meira út úr leiknum.

Grindvíkingar byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins 19 mínútur og geta Grindvíkingar í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn í kjölfarið. Liðið var mikið betri aðilinn en sótti ekki af sama krafti eftir mörkin tvö.

Þar fyrir utan átti Óskar Pétursson að verja aukaspyrnu Hafsteins Briem sem hafnaði í netinu á 32. mínútu en það skal ekki tekið af Hafsteini að skot hans var fast. Grindavík kastaði annarri líflínu til HK þegar Bogi Rafn Einarsson lét reka sig af leikvelli á síðustu mínútu fyrir hálfleiks með glórulausri tveggja fóta tæklingu á Orra Sigurð Ómarsson. Hárrétt rautt spjald.

HK var sterkari aðilinn í seinni hálfeik og fékk nokkur fín færi en skotin voru ýmist of laus, beint á Óskar eða fram hjá. HK getur engum nema sjálfum sér kennt um að vera úr leik í bikarnum en að sama skapi fékk Grindavík nokkru dauðafæri til að skora þriðja marki en þau komu öll í uppbótartíma þegar allir leikmenn HK fóru fram til að sækja jöfnunarmarkið.

Grindavík -HK 2-1

1-0 Magnús Björgvinsson ´14

2-0 Magnús Björgvinsson ´19

2-1 Hafsteinn Briem ´32

Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 173

Dómari:  Pétur Guðmundsson

Skot (á mark): 9-9 (8-6)

Varið: Óskar 5 – Ögmundur 6

Hornspyrnur: 2-2

Aukaspyrnur fengnar: 7-6

Rangstöður: 3-5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×