Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍBV 1-0 | Blikasigur en titilvonin farin Haraldur Hróðmarsson á Kópavogsvelli skrifar 26. september 2015 13:00 Damir Muminovic fagnar sigurmarki sínu gegn FH um síðustu helgi. vísir/anton Fyrir leikinn var staðan sú að Breiðablik þyrfti sigur og treysta á að FH sigraði ekki Fjölni til að halda í vonina um titilinn. ÍBV þurfti sigur til að gulltryggja veru sína í efstu deild eða treysta á að KR myndi taka stig af Leikni. Mikið undir hjá báðum liðum því augljóslega. Tvær breytingar voru gerðar á hvoru liði. Hjá Blikum var Oliver Sigurjónsson í banni og Jonathan Glenn mátti ekki spila gegn sínum gömlu félögum vegna heiðursmannasamkomulags sem liðin gerðu þegar Blikar fengu Glenn frá Eyjamönnum. Víðir Þorvarðarson og Stefán Ragnar Guðlaugsson duttu út úr liði Eyjamanna frá leiknum við Val og inn komu Mees Junior Seers og Bjarni Gunnarsson. Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdaufur. Breiðablik spiluðu sig ágætlega fram völlinn og áttu marga möguleika á fyrirgjöfum en þær voru flestar slakar og þær sem voru góðar voru étnar af miðvörðum ÍBV þeim Hafsteini Briem og Avni Pepa sem voru sterkir í fyrri hálfleiknum. Ellert Hreinsson var hvergi sjáanlegur í fyrri hálfleiknum og Arnþór var ekki næginlega duglegur að koma sér inn í teiginn. Besta færi Breiðabliks kom á 24. mínútu þegar Atli Sigurjónsson átti góða fyrirgjöf á Kristinn Jónsson. Kristinn var mættur á fjærstöngina og hefði átt að gera töluvert betur þegar hann kaus að skalla beint á markið, mögulega hefði hann getað tekið boltann niður. Jose Enrique (Sito) var líflegur í fremstu línu hjá ÍBV, harðduglegur og öflugur en það var félagi hans, Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem átti besta færi Eyjamanna í fyrri hálfleiknum. Gunnar vann boltann af varnarmönnum Blika og brunaði í teiginn þar sem hann lék á Damir og Elfar áður en hann lét vaða á markið en skot hans var beint á Gunnleif sem hélt boltanum vel. Besta færi fyrri hálfleiksins. Áhugavert atvik átti sér stað þegar Junior Seers fékk gult spjald á 17. mínútu. Hann var ekki sammála Garðari dómara og æsti sig ótæpilega við dómarann. Hafsteinn Briem dróg liðsfélaga sinn í burtu en Seers má hrósa happi yfir að hafa ekki fengið annað gult spjald þarna. Síðari hálfleikur hófst fjörlega því Atli Sigurjónsson kom Blikum yfir strax á 51. mínútu. Sóknin var afbragðsgóð. Elfar Freyr sendi góða og langa sendingu á Guðjón Pétur, Kristinn átti gott utan á hlaup og Guðjón kom boltanum á hann. Höskuldur, Arnþór og Ellert komu sér allir í teiginn en Kristinn dróg boltann út í teiginn þar sem Atli var einn og óvaldaður og kláraði færið vel með skoti upp í þaknetið. Frábært mark og sýndi fram á gæðin sem búa í Breiðabliksliðinu. Skömmu eftir markið fengu Eyjamenn aukaspyrnu á stórhættulegum stað en Ian Jeffs skaut hátt yfir markið. Í næstu sókn átti Andri Rafn Yeoman, sem átti góðan leik, flottan sprett fram völlinn og lagði boltann á Arnþór Ara. Arnþór skaut út við stöng en Abel Dhaira gerði vel og varði boltann í horn. Hornspyrnan var einnig hættuleg en Blikar náðu ekki að nýta sér hana.Eftir það fjaraði leikurinn út. Sárafáir möguleikar litu dagsins ljós, ákefðin var lítil og mögulega hafa bæði lið verið meðvituð um stöðuna í öðrum leikjum. Leiknir var undir gegn KR og Fjölnir hafði jafnað gegn FH sem þýddi að 1-0 hentaði báðum liðum prýðilega. Ég ætla ekki leikmönnum eða þjálfurum að hafa sætt sig við úrslitin á 60. mínútu en það voru engir sjensar teknir. Undir lok leiksins hefðu Blikar átt að missa mann af velli þegar Elfar Freyr Helgason togaði Sito niður við vítateigslínuna. Ekki er gott að segja hvort Sito hafi verið innan teigs en hann var sloppinn framhjá Elfari sem rændi hann marktækifæri. Voru þetta einu mistök Garðars Arnar sem dæmdi leikinn mjög vel. Miðað við þessa frammistöðu verðskulda Eyjamenn annað ár í Pepsideildinni. Þeir voru vel skipulagðir og héldu því skipulagi vel allan leikinn. Sito og Gunnar Heiðar eru leikmenn í háum gæðaflokki og einnig Avni Pepa, svo ég taki nokkra út. Ásmundi Arnarsyni tókst ætlunarverk sitt að halda félaginu í efstu deild og verðskuldar hrós fyrir sinn þátt. Breiðablik átti ekki sinn besta dag en unnu samt og það án þess að hleypa hinu liðinu of nálægt markinu sínu. Þeir eru næst besta lið landsins og er það engin tilviljun miðað við agann og hæfileikana sem leikmenn liðsins hafa sýnt í sumar. Ásmundur: Líður mjög vel með að hafa tryggt veru okkar í deildinni Ásmundi Arnarsyni var létt í leikslok eftir Eyjamenn tryggðu veru sína í efstu deild: „Mér líður mjög vel með að hafa tryggt veru okkar í deildinni, þegar ég tók við á miðju sumri var það auðvitað fyrst og fremst markmiðið og að vera búnir að því fyrir lokaumferðina. Það er mjög ánægjulegt og þrátt fyrir að við hefðum ekki fengið stig í dag eru þetta góðar fréttir". Ásmundur var nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég var sáttur með leikinn, skipulagið hélt vel og við lokuðum vel á þá. Við áttum möguleika fram á við en vorum ekki nógu beittir og það skorti herslumuninn til að skora á þá. Þeir fengu lítið en munurinn á liðunum er sá að þeir nýttu það litla sem þeir fengu.“ Ásmundur var ekki á því að viðurkenna að lokaleikurinn hefði enga þýðingu fyrir liðið. „Það er alltaf að einhverju að keppa. Maður vill enda mótið vel og við verðum á heimavelli í lokaumferðinni. Þar af leiðandi er ekkert annað í boði en að ná í þrjú stig þar og svo gerum við okkur glaðan dag um kvöldið," sagði hæstánægður Ásmundur Arnarson, þjálfari ÍBV. Arnar: Þetta er svolítið súrt Arnar Grétarsson var ekki eins kátur og kollegi hans hjá gestaliðinu enda ljóst að Breiðablik endar í 2. sæti. „Þetta er svolítið súrt. Fyrir tímabilið hefðum við eflaust tekið 2. sætinu glaðir en þegar menn eru í sjens og við höfðum heyrt af því þegar skammt lifði leiks að jafnt væri í Hafnarfirði, þá vonast maður til að við færum með smá von inn í síðasta leikinn en ég óska FH-ingum auðvitað til hamingju með titilinn, þeir eru vel að honum komnir. Við getum verið sáttir með sumarið og 22. sætið,"sagði Arnar sem augljóslega var svekktur með niðurstöðuna. Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en hvað fannst Arnari um frammistöðu síns liðs? „Þetta var barningur í fyrri hálfleik en veðrið skánaði í seinni hálfleik og þá var hægt að spila fótbolta. Ég var ekki ánægður með frammistöðuna heilt yfir, mér fannst við falla of aftarlega á völlinn eftir markið og við höfum oft spilað betur en þetta. Við hefðum getað misst þetta niður en stigin þrjú voru mikilvæg til að tryggja 2. sætið". Vonin á titli var veik fyrir leikinn og áhorfendur voru fáir í Kópavoginum. Fannst Arnari stuðningsmenn, og hugsanlega leikmenn, hafa misst trúna á að Breiðablik gæti orðið Íslandsmeistari? „Nei, engan veginn. Ég held að veðrið hafi haldið fólkinu heima. Veðurspáin var mjög slæm. Við höfðum trú á því að við gætum orðið meistarar og ætluðum okkur þrjú stig til að tryggja 2. sætið og vonast eftir því að FH myndi misstíga sig En eins og ég hef sagt þá er FH með alltof gott lið til að hægt sé að treysta á að þeir klúðri þremur leikjum í röð. En þetta fór eins og það fór og við verðum að vera sáttir með 2. sætið." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
Fyrir leikinn var staðan sú að Breiðablik þyrfti sigur og treysta á að FH sigraði ekki Fjölni til að halda í vonina um titilinn. ÍBV þurfti sigur til að gulltryggja veru sína í efstu deild eða treysta á að KR myndi taka stig af Leikni. Mikið undir hjá báðum liðum því augljóslega. Tvær breytingar voru gerðar á hvoru liði. Hjá Blikum var Oliver Sigurjónsson í banni og Jonathan Glenn mátti ekki spila gegn sínum gömlu félögum vegna heiðursmannasamkomulags sem liðin gerðu þegar Blikar fengu Glenn frá Eyjamönnum. Víðir Þorvarðarson og Stefán Ragnar Guðlaugsson duttu út úr liði Eyjamanna frá leiknum við Val og inn komu Mees Junior Seers og Bjarni Gunnarsson. Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdaufur. Breiðablik spiluðu sig ágætlega fram völlinn og áttu marga möguleika á fyrirgjöfum en þær voru flestar slakar og þær sem voru góðar voru étnar af miðvörðum ÍBV þeim Hafsteini Briem og Avni Pepa sem voru sterkir í fyrri hálfleiknum. Ellert Hreinsson var hvergi sjáanlegur í fyrri hálfleiknum og Arnþór var ekki næginlega duglegur að koma sér inn í teiginn. Besta færi Breiðabliks kom á 24. mínútu þegar Atli Sigurjónsson átti góða fyrirgjöf á Kristinn Jónsson. Kristinn var mættur á fjærstöngina og hefði átt að gera töluvert betur þegar hann kaus að skalla beint á markið, mögulega hefði hann getað tekið boltann niður. Jose Enrique (Sito) var líflegur í fremstu línu hjá ÍBV, harðduglegur og öflugur en það var félagi hans, Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem átti besta færi Eyjamanna í fyrri hálfleiknum. Gunnar vann boltann af varnarmönnum Blika og brunaði í teiginn þar sem hann lék á Damir og Elfar áður en hann lét vaða á markið en skot hans var beint á Gunnleif sem hélt boltanum vel. Besta færi fyrri hálfleiksins. Áhugavert atvik átti sér stað þegar Junior Seers fékk gult spjald á 17. mínútu. Hann var ekki sammála Garðari dómara og æsti sig ótæpilega við dómarann. Hafsteinn Briem dróg liðsfélaga sinn í burtu en Seers má hrósa happi yfir að hafa ekki fengið annað gult spjald þarna. Síðari hálfleikur hófst fjörlega því Atli Sigurjónsson kom Blikum yfir strax á 51. mínútu. Sóknin var afbragðsgóð. Elfar Freyr sendi góða og langa sendingu á Guðjón Pétur, Kristinn átti gott utan á hlaup og Guðjón kom boltanum á hann. Höskuldur, Arnþór og Ellert komu sér allir í teiginn en Kristinn dróg boltann út í teiginn þar sem Atli var einn og óvaldaður og kláraði færið vel með skoti upp í þaknetið. Frábært mark og sýndi fram á gæðin sem búa í Breiðabliksliðinu. Skömmu eftir markið fengu Eyjamenn aukaspyrnu á stórhættulegum stað en Ian Jeffs skaut hátt yfir markið. Í næstu sókn átti Andri Rafn Yeoman, sem átti góðan leik, flottan sprett fram völlinn og lagði boltann á Arnþór Ara. Arnþór skaut út við stöng en Abel Dhaira gerði vel og varði boltann í horn. Hornspyrnan var einnig hættuleg en Blikar náðu ekki að nýta sér hana.Eftir það fjaraði leikurinn út. Sárafáir möguleikar litu dagsins ljós, ákefðin var lítil og mögulega hafa bæði lið verið meðvituð um stöðuna í öðrum leikjum. Leiknir var undir gegn KR og Fjölnir hafði jafnað gegn FH sem þýddi að 1-0 hentaði báðum liðum prýðilega. Ég ætla ekki leikmönnum eða þjálfurum að hafa sætt sig við úrslitin á 60. mínútu en það voru engir sjensar teknir. Undir lok leiksins hefðu Blikar átt að missa mann af velli þegar Elfar Freyr Helgason togaði Sito niður við vítateigslínuna. Ekki er gott að segja hvort Sito hafi verið innan teigs en hann var sloppinn framhjá Elfari sem rændi hann marktækifæri. Voru þetta einu mistök Garðars Arnar sem dæmdi leikinn mjög vel. Miðað við þessa frammistöðu verðskulda Eyjamenn annað ár í Pepsideildinni. Þeir voru vel skipulagðir og héldu því skipulagi vel allan leikinn. Sito og Gunnar Heiðar eru leikmenn í háum gæðaflokki og einnig Avni Pepa, svo ég taki nokkra út. Ásmundi Arnarsyni tókst ætlunarverk sitt að halda félaginu í efstu deild og verðskuldar hrós fyrir sinn þátt. Breiðablik átti ekki sinn besta dag en unnu samt og það án þess að hleypa hinu liðinu of nálægt markinu sínu. Þeir eru næst besta lið landsins og er það engin tilviljun miðað við agann og hæfileikana sem leikmenn liðsins hafa sýnt í sumar. Ásmundur: Líður mjög vel með að hafa tryggt veru okkar í deildinni Ásmundi Arnarsyni var létt í leikslok eftir Eyjamenn tryggðu veru sína í efstu deild: „Mér líður mjög vel með að hafa tryggt veru okkar í deildinni, þegar ég tók við á miðju sumri var það auðvitað fyrst og fremst markmiðið og að vera búnir að því fyrir lokaumferðina. Það er mjög ánægjulegt og þrátt fyrir að við hefðum ekki fengið stig í dag eru þetta góðar fréttir". Ásmundur var nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég var sáttur með leikinn, skipulagið hélt vel og við lokuðum vel á þá. Við áttum möguleika fram á við en vorum ekki nógu beittir og það skorti herslumuninn til að skora á þá. Þeir fengu lítið en munurinn á liðunum er sá að þeir nýttu það litla sem þeir fengu.“ Ásmundur var ekki á því að viðurkenna að lokaleikurinn hefði enga þýðingu fyrir liðið. „Það er alltaf að einhverju að keppa. Maður vill enda mótið vel og við verðum á heimavelli í lokaumferðinni. Þar af leiðandi er ekkert annað í boði en að ná í þrjú stig þar og svo gerum við okkur glaðan dag um kvöldið," sagði hæstánægður Ásmundur Arnarson, þjálfari ÍBV. Arnar: Þetta er svolítið súrt Arnar Grétarsson var ekki eins kátur og kollegi hans hjá gestaliðinu enda ljóst að Breiðablik endar í 2. sæti. „Þetta er svolítið súrt. Fyrir tímabilið hefðum við eflaust tekið 2. sætinu glaðir en þegar menn eru í sjens og við höfðum heyrt af því þegar skammt lifði leiks að jafnt væri í Hafnarfirði, þá vonast maður til að við færum með smá von inn í síðasta leikinn en ég óska FH-ingum auðvitað til hamingju með titilinn, þeir eru vel að honum komnir. Við getum verið sáttir með sumarið og 22. sætið,"sagði Arnar sem augljóslega var svekktur með niðurstöðuna. Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en hvað fannst Arnari um frammistöðu síns liðs? „Þetta var barningur í fyrri hálfleik en veðrið skánaði í seinni hálfleik og þá var hægt að spila fótbolta. Ég var ekki ánægður með frammistöðuna heilt yfir, mér fannst við falla of aftarlega á völlinn eftir markið og við höfum oft spilað betur en þetta. Við hefðum getað misst þetta niður en stigin þrjú voru mikilvæg til að tryggja 2. sætið". Vonin á titli var veik fyrir leikinn og áhorfendur voru fáir í Kópavoginum. Fannst Arnari stuðningsmenn, og hugsanlega leikmenn, hafa misst trúna á að Breiðablik gæti orðið Íslandsmeistari? „Nei, engan veginn. Ég held að veðrið hafi haldið fólkinu heima. Veðurspáin var mjög slæm. Við höfðum trú á því að við gætum orðið meistarar og ætluðum okkur þrjú stig til að tryggja 2. sætið og vonast eftir því að FH myndi misstíga sig En eins og ég hef sagt þá er FH með alltof gott lið til að hægt sé að treysta á að þeir klúðri þremur leikjum í röð. En þetta fór eins og það fór og við verðum að vera sáttir með 2. sætið."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira