Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Breiðablik 2-2 | Frábær endurkoma Skagamanna Stefán Árni Pálsson á Akranesi skrifar 22. ágúst 2013 07:37 Skagamenn og Blikar gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum í kvöld. Blikar gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin undir lok leiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega en aðstæður höfðu mikið að segja á Norðurálsvellinum. Mikill vindur var upp á Skipaskaga í kvöld og það sást vel á spilamennsku liðanna. Blikar voru örlítið sterkari til að byrja með en Skagamenn aldrei langt undan. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítið varð úr. Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn ÍA en skot hann beint á Pál Gísla Jónsson í markinu hjá ÍA. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum en Ellert Hreinsson kom inn á sem varamaður fyrir Blika. Hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum. Blikar létu ekki þar við sitja og héldum áfram að pressa á heimamenn. Mark númer tvö gerði síðan Sverrir Ingi Ingason með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Kristni Jónssyni á 65. mínútu. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Eggert Kári Karlsson skallaði boltann í markið. Umdeild mark en Blikar vildu meina að boltinn hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. Rétt fyrir lok leiksins kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson inná völlinn sem varamaður fyrir Skagamenn en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann náði að jafna metin tveim mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Skagamenn með ótrúlega mikilvægt stig í botnbaráttunni en Blikar tapa dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Kári: Bónus fyrir mig að ná í stig gegn Blikum „Við erum mjög sáttir með að hafa náð í stig hér eftir að lenda tveimur mörkum undir,“ sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Á móti svona góðu liði eins og Breiðablik sem heldur boltanum vel þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Það getur vel verið að þetta stig verði okkur dýrmætt undir lok leiktíðar. Það er bara aukabónus fyrir mig að fá stig gegn Blikum.“ Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins en varnarleikur Skagamann í aðdraganda marksins var til skammar. „Það fór bara enginn í manninn. Hann fékk að vaða upp völlinn og skjóta alveg óáreitur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af„Ég veit ekkert hvort þetta eru tvö töpuð stig eða ekki, það kemur bara í ljós þegar þau verða talin í lokin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Í stöðunni 2-0 þá missum við leikinn niður í jafntefli og það er einfaldlega ekkert í hendi fyrr enn dómarinn hefur flautað leikinn af.“ „Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum leikinn, en ekki sáttur við úrslitin. Við byrjuðum vel í síðari hálfleiknum og gerðum nægilega mikið til þess að vinna leikinn, það bara gekk ekki upp í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Skagamenn og Blikar gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum í kvöld. Blikar gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin undir lok leiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega en aðstæður höfðu mikið að segja á Norðurálsvellinum. Mikill vindur var upp á Skipaskaga í kvöld og það sást vel á spilamennsku liðanna. Blikar voru örlítið sterkari til að byrja með en Skagamenn aldrei langt undan. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítið varð úr. Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn ÍA en skot hann beint á Pál Gísla Jónsson í markinu hjá ÍA. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum en Ellert Hreinsson kom inn á sem varamaður fyrir Blika. Hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum. Blikar létu ekki þar við sitja og héldum áfram að pressa á heimamenn. Mark númer tvö gerði síðan Sverrir Ingi Ingason með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Kristni Jónssyni á 65. mínútu. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Eggert Kári Karlsson skallaði boltann í markið. Umdeild mark en Blikar vildu meina að boltinn hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. Rétt fyrir lok leiksins kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson inná völlinn sem varamaður fyrir Skagamenn en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann náði að jafna metin tveim mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Skagamenn með ótrúlega mikilvægt stig í botnbaráttunni en Blikar tapa dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Kári: Bónus fyrir mig að ná í stig gegn Blikum „Við erum mjög sáttir með að hafa náð í stig hér eftir að lenda tveimur mörkum undir,“ sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Á móti svona góðu liði eins og Breiðablik sem heldur boltanum vel þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Það getur vel verið að þetta stig verði okkur dýrmætt undir lok leiktíðar. Það er bara aukabónus fyrir mig að fá stig gegn Blikum.“ Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins en varnarleikur Skagamann í aðdraganda marksins var til skammar. „Það fór bara enginn í manninn. Hann fékk að vaða upp völlinn og skjóta alveg óáreitur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af„Ég veit ekkert hvort þetta eru tvö töpuð stig eða ekki, það kemur bara í ljós þegar þau verða talin í lokin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Í stöðunni 2-0 þá missum við leikinn niður í jafntefli og það er einfaldlega ekkert í hendi fyrr enn dómarinn hefur flautað leikinn af.“ „Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum leikinn, en ekki sáttur við úrslitin. Við byrjuðum vel í síðari hálfleiknum og gerðum nægilega mikið til þess að vinna leikinn, það bara gekk ekki upp í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira