Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Breiðablik 2-2 | Frábær endurkoma Skagamanna Stefán Árni Pálsson á Akranesi skrifar 22. ágúst 2013 07:37 Skagamenn og Blikar gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum í kvöld. Blikar gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin undir lok leiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega en aðstæður höfðu mikið að segja á Norðurálsvellinum. Mikill vindur var upp á Skipaskaga í kvöld og það sást vel á spilamennsku liðanna. Blikar voru örlítið sterkari til að byrja með en Skagamenn aldrei langt undan. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítið varð úr. Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn ÍA en skot hann beint á Pál Gísla Jónsson í markinu hjá ÍA. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum en Ellert Hreinsson kom inn á sem varamaður fyrir Blika. Hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum. Blikar létu ekki þar við sitja og héldum áfram að pressa á heimamenn. Mark númer tvö gerði síðan Sverrir Ingi Ingason með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Kristni Jónssyni á 65. mínútu. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Eggert Kári Karlsson skallaði boltann í markið. Umdeild mark en Blikar vildu meina að boltinn hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. Rétt fyrir lok leiksins kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson inná völlinn sem varamaður fyrir Skagamenn en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann náði að jafna metin tveim mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Skagamenn með ótrúlega mikilvægt stig í botnbaráttunni en Blikar tapa dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Kári: Bónus fyrir mig að ná í stig gegn Blikum „Við erum mjög sáttir með að hafa náð í stig hér eftir að lenda tveimur mörkum undir,“ sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Á móti svona góðu liði eins og Breiðablik sem heldur boltanum vel þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Það getur vel verið að þetta stig verði okkur dýrmætt undir lok leiktíðar. Það er bara aukabónus fyrir mig að fá stig gegn Blikum.“ Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins en varnarleikur Skagamann í aðdraganda marksins var til skammar. „Það fór bara enginn í manninn. Hann fékk að vaða upp völlinn og skjóta alveg óáreitur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af„Ég veit ekkert hvort þetta eru tvö töpuð stig eða ekki, það kemur bara í ljós þegar þau verða talin í lokin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Í stöðunni 2-0 þá missum við leikinn niður í jafntefli og það er einfaldlega ekkert í hendi fyrr enn dómarinn hefur flautað leikinn af.“ „Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum leikinn, en ekki sáttur við úrslitin. Við byrjuðum vel í síðari hálfleiknum og gerðum nægilega mikið til þess að vinna leikinn, það bara gekk ekki upp í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Skagamenn og Blikar gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum í kvöld. Blikar gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin undir lok leiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega en aðstæður höfðu mikið að segja á Norðurálsvellinum. Mikill vindur var upp á Skipaskaga í kvöld og það sást vel á spilamennsku liðanna. Blikar voru örlítið sterkari til að byrja með en Skagamenn aldrei langt undan. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítið varð úr. Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn ÍA en skot hann beint á Pál Gísla Jónsson í markinu hjá ÍA. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum en Ellert Hreinsson kom inn á sem varamaður fyrir Blika. Hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum. Blikar létu ekki þar við sitja og héldum áfram að pressa á heimamenn. Mark númer tvö gerði síðan Sverrir Ingi Ingason með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Kristni Jónssyni á 65. mínútu. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Eggert Kári Karlsson skallaði boltann í markið. Umdeild mark en Blikar vildu meina að boltinn hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. Rétt fyrir lok leiksins kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson inná völlinn sem varamaður fyrir Skagamenn en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann náði að jafna metin tveim mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Skagamenn með ótrúlega mikilvægt stig í botnbaráttunni en Blikar tapa dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Kári: Bónus fyrir mig að ná í stig gegn Blikum „Við erum mjög sáttir með að hafa náð í stig hér eftir að lenda tveimur mörkum undir,“ sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Á móti svona góðu liði eins og Breiðablik sem heldur boltanum vel þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Það getur vel verið að þetta stig verði okkur dýrmætt undir lok leiktíðar. Það er bara aukabónus fyrir mig að fá stig gegn Blikum.“ Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins en varnarleikur Skagamann í aðdraganda marksins var til skammar. „Það fór bara enginn í manninn. Hann fékk að vaða upp völlinn og skjóta alveg óáreitur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af„Ég veit ekkert hvort þetta eru tvö töpuð stig eða ekki, það kemur bara í ljós þegar þau verða talin í lokin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Í stöðunni 2-0 þá missum við leikinn niður í jafntefli og það er einfaldlega ekkert í hendi fyrr enn dómarinn hefur flautað leikinn af.“ „Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum leikinn, en ekki sáttur við úrslitin. Við byrjuðum vel í síðari hálfleiknum og gerðum nægilega mikið til þess að vinna leikinn, það bara gekk ekki upp í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira