Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Breiðablik 0-3 eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2013 13:29 Breiðablik bar sigur úr býtum, 3-0, gegn ÍA í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikurinn fór fram á Akranesvelli í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0-0 og leikurinn heldur bragðdaufur. Blikar gerði síðan þrjú mörk í framlengingunni og gerðu útum leikinn. Leikurinn var heldur bragðdaufur í fyrri hálfleiknum og fátt markvert gerðist í raun. Ármann Smári Björnsson, leikmaður ÍA, fékk ágætis færi eftir rúmlega tíu mínútna leik en skot hans töluvert hátt yfir. Staðan var því 0-0 í hálfleik og ekkert í spilunum hjá hvorugu liðinu. Ekki var síðari hálfleikurinn mikið skárri og hvorugt liðið engan veginn að finna taktinn. Blikar fengu ágæt færi þegar nokkrar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þá varði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, vel frá Nichlas Rohde og Ellerti Hreinssyni í tvígang. Það eins sem gerðist í síðari hálfleiknum og því er skemmst frá því að segja að staðan varð 0-0 eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti leikinn. Breiðablik var sterkari aðilinn í byrjun framlengingarinnar og kom Tómas Óli Garðarsson með ákveðin kraft í sóknarleik þeirra en hann kom inn á völlinn í byrjun framlengingarinnar og það var síðan Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði fínt mark í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar hann fékk boltann inn í vítateig ÍA, snéri sér á punktinum og þrumaði boltanum í þaknetið. Skagamenn settu allt í sóknarleikinn eftir markið sem hafði þær afleiðingar að Ellert Hreinsson skoraði annað mark gestanna rétt fyrir lok leiksins þegar hann fékk fyrirgjöf frá Nichlas Rohde og renndi boltanum í autt netið. Rétt eftir markið gerði Tómas Óli Garðarsson þriðja mark Blika og leikurinn alveg búinn. Fínn Blikasigur sem var aldrei í sérstakri hættu í framlengingunni. Þeir eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin en dregið verður á morgun. Ólafur: Vil fá Gróttu „Ég er sáttur eftir leikinn, skoruðum þrjú mörk og héldum hreinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn í kvöld. „Við réðum vel við Skagamenn í framlengingunni þar sem þeir spiluðu löngum háum boltum inn í miðja vörn okkar sem hentaði okkur vel til að beita skyndisóknum, en tvö af okkur mörkum í framlengingunni koma eftir hröð upphlaup.“ „Ég er í raun heilt yfir mjög ánægður með alla leikmenn liðsins eftir leikinn.“ „Draumamótherjinn er að sjálfsögðu Grótta.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Strákarnir börðust hetjulega„Strákarnir börðust hetjulega í 90 mínútur í kvöld,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins í kvöld, en hann stóð vaktina þar sem Þórður Þórðarson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins fyrr í vikunni. Þorvaldur Örlygsson er tekinn við liðinu og mun hann stýra ÍA í næsta leik. „Þetta var svosem ágætis leikur í venjulegum leiktíma en samt lítið í spilunum báðum megin á vellinum.“ „Menn geta verið stoltir af sinni frammistöðu í kvöld og sérstaklega eftir þessa viku sem er að enda kominn.“ „Núna er framundan nýtt mót hjá okkur og einskonar úrslitakeppni í næstu fjórum umferðum í Pepsi-deildinni. Þorvaldur [Örlygsson] tekur nú til starfa og stýrir liðinu út leiktíðina.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Gunnleifur: Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti„Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti en við unnum leikinn og erum komnir áfram, það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, eftir sigurinn. „Við bjuggumst við Skagamönnum alveg brjáluðum í leiknum enda liðið að skipta um þjálfara og það eflir oft leikmenn.“ „Mér fannst við taka yfir leikinn seinnipart venjulegs leiktíma og áttum síðan framlenginguna.“ „Við ræddum um það eftir venjulegan leiktíma að það væri mikilvægast að halda haus og þá myndi þetta detta fyrir okkur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Breiðablik bar sigur úr býtum, 3-0, gegn ÍA í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikurinn fór fram á Akranesvelli í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0-0 og leikurinn heldur bragðdaufur. Blikar gerði síðan þrjú mörk í framlengingunni og gerðu útum leikinn. Leikurinn var heldur bragðdaufur í fyrri hálfleiknum og fátt markvert gerðist í raun. Ármann Smári Björnsson, leikmaður ÍA, fékk ágætis færi eftir rúmlega tíu mínútna leik en skot hans töluvert hátt yfir. Staðan var því 0-0 í hálfleik og ekkert í spilunum hjá hvorugu liðinu. Ekki var síðari hálfleikurinn mikið skárri og hvorugt liðið engan veginn að finna taktinn. Blikar fengu ágæt færi þegar nokkrar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þá varði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, vel frá Nichlas Rohde og Ellerti Hreinssyni í tvígang. Það eins sem gerðist í síðari hálfleiknum og því er skemmst frá því að segja að staðan varð 0-0 eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti leikinn. Breiðablik var sterkari aðilinn í byrjun framlengingarinnar og kom Tómas Óli Garðarsson með ákveðin kraft í sóknarleik þeirra en hann kom inn á völlinn í byrjun framlengingarinnar og það var síðan Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði fínt mark í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar hann fékk boltann inn í vítateig ÍA, snéri sér á punktinum og þrumaði boltanum í þaknetið. Skagamenn settu allt í sóknarleikinn eftir markið sem hafði þær afleiðingar að Ellert Hreinsson skoraði annað mark gestanna rétt fyrir lok leiksins þegar hann fékk fyrirgjöf frá Nichlas Rohde og renndi boltanum í autt netið. Rétt eftir markið gerði Tómas Óli Garðarsson þriðja mark Blika og leikurinn alveg búinn. Fínn Blikasigur sem var aldrei í sérstakri hættu í framlengingunni. Þeir eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin en dregið verður á morgun. Ólafur: Vil fá Gróttu „Ég er sáttur eftir leikinn, skoruðum þrjú mörk og héldum hreinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn í kvöld. „Við réðum vel við Skagamenn í framlengingunni þar sem þeir spiluðu löngum háum boltum inn í miðja vörn okkar sem hentaði okkur vel til að beita skyndisóknum, en tvö af okkur mörkum í framlengingunni koma eftir hröð upphlaup.“ „Ég er í raun heilt yfir mjög ánægður með alla leikmenn liðsins eftir leikinn.“ „Draumamótherjinn er að sjálfsögðu Grótta.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Strákarnir börðust hetjulega„Strákarnir börðust hetjulega í 90 mínútur í kvöld,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins í kvöld, en hann stóð vaktina þar sem Þórður Þórðarson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins fyrr í vikunni. Þorvaldur Örlygsson er tekinn við liðinu og mun hann stýra ÍA í næsta leik. „Þetta var svosem ágætis leikur í venjulegum leiktíma en samt lítið í spilunum báðum megin á vellinum.“ „Menn geta verið stoltir af sinni frammistöðu í kvöld og sérstaklega eftir þessa viku sem er að enda kominn.“ „Núna er framundan nýtt mót hjá okkur og einskonar úrslitakeppni í næstu fjórum umferðum í Pepsi-deildinni. Þorvaldur [Örlygsson] tekur nú til starfa og stýrir liðinu út leiktíðina.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Gunnleifur: Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti„Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti en við unnum leikinn og erum komnir áfram, það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, eftir sigurinn. „Við bjuggumst við Skagamönnum alveg brjáluðum í leiknum enda liðið að skipta um þjálfara og það eflir oft leikmenn.“ „Mér fannst við taka yfir leikinn seinnipart venjulegs leiktíma og áttum síðan framlenginguna.“ „Við ræddum um það eftir venjulegan leiktíma að það væri mikilvægast að halda haus og þá myndi þetta detta fyrir okkur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira