Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 28. júní 2015 00:01 Vísir/Andri Marinó Eyjamenn urðu fyrstir til þess að leggja Blika þegar liðin áttust við á Hásteinsvelli í dag. Lokatölur voru 2-0 en Eyjamenn skoruðu bæði mörkin á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Blikar áttu engin svör og fyrsta tap þeirra því staðreynd. Fyrr í vikunni þurfti Jóhannes Þór Harðarson, að taka sér frí frá þjálfun liðsins, sökum fjölskylduaðstæðna. Ingi Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson tóku við þjálfun liðsins en í dag var Tryggvi veikur. Ingi Sigurðsson var því við stjórnvölinn í dag, honum til halds og trausts var fyrirliði Eyjamanna, Andri Ólafsson. Þeir félagar voru líflegir á hliðarlínunni og komust leikmenn ÍBV því ekki upp með neitt múður. Blikar eru enn án síns besta manns það sem af er leiktíð en Höskuldur Gunnlaugsson er enn að glíma við veikindi. Atli Sigurjónsson hélt því sæti sínu í liðinu en Höskuldur hefur verið í frábæru formi. Arnór Sveinn Aðalsteinsson fékk að velja vallarhelming en hann valdi að leika með vindi í fyrri hálfleik. Menn velta því fyrir sér hvort það hefði ekki verið betra að byrja gegn vindi og nýta hann því í síðari hálfleiknum. Arnar Grétarsson sagði þó í viðtali eftir leik að oft væri betra fyrir lið eins og Breiðablik að leika gegn vindinum. Eyjamenn stóðu af sér áhlaup Blika í fyrri hálfleik en það var mjög mikilvægt fyrir þá að halda hreinu þar. Þá ættu þeir alltaf séns í síðari hálfleik með vindinn í bakið. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleiknum en liðin fengu sitt hvort færið en heimsklassamarkvörslur beggja megin komu í veg fyrir mörk. Fyrst varði Guðjón Orri Sigurjónsson skalla Arnþórs Ara Atlasonar af stuttu færi. Víðir Þorvarðarson átti síðan frábært skot úr aukaspyrnu gegn vindinum sem að Gunnleifur Gunnleifsson náði að slá í stöngina. Í síðari hálfleik var augljóst að Eyjamenn ætluðu að sækja sigur, þeir pressuðu hátt á vellinum og komu í veg fyrir það að Blikar kæmu spili í gang. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fengu Blikar góðan kafla. Þeir áttu dauðafæri þar sem að Ellert Hreinsson náði skoti á markið, Guðjón Orri Sigurjónsson var svo sannarlega betri en enginn í markinu og kom í veg fyrir að Blikar næðu forystu. Jonathan Glenn fékk síðan boltann eftir sendingu Víðis Þorvarðarsonar inni í teig gestanna og þakkaði pent fyrir sig. Hann sneri af sér varnarmann og skilaði boltanum í fjærhornið. Gestirnir höfðu varla tekið miðjuna þegar Bjarni Gunnarsson fékk boltann úti á kantinum og teiknaði boltann á ennið á Víði Þorvarðarsyni sem stangaði boltann í netið. Á þessum tveggja mínútna kafla gerðu Eyjamenn úti um leikinn en það mátti sjá það á varamannabekk Eyjamanna hversu mikið þessi sigur þýddi fyrir Inga Sigurðsson og félaga. Heimamenn virkuðu líklegri til þess að bæta við marki, heldur en Blikar að jafna metin. Fleiri urðu mörkin þó ekki og fyrsta tap Blika í nokkuð langan tíma því staðreynd. Breiðablik getur því fallið niður í þriðja sæti deildarinnar eftir umferðina en Eyjamenn koma sér í vænlega stöðu og fá byr undir báða vængi fyrir 8-liða úrslitin í bikarnum um næstu helgi.Arnar Grétarsson: Þurfum að nýta færin „Maður er aldrei ánægður með að tapa. Við áttum von á erfiðum leik útaf því að alltaf þegar nýr maður kemur inn, þá kemur aukinn kraftur í liðið,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfa Blika, eftir fyrsta tap sinna manna á leiktíðinni. Jóhannes Þór Harðarson, þjálfari Eyjamanna, þurfti að taka sér frí frá þjálfun liðsins en Ingi Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson tóku við. „Við vorum búnir að sjá síðustu leiki með ÍBV en þá voru þeir að standa sig vel. Þeir stóðu sig vel á móti Val og stóðu sig vel á móti FH hérna heima þó að þeir hafi tapað 1-4. Það kom mér ekkert á óvart í þessum leik en það virtist koma okkar mönnum aðeins á óvart í fyrri hálfleik vegna þess að við vorum ekki með.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn og vorum í raun miklu betra liðið fram að því að þeir skora markið. Við vorum búnir að fá þrjú þvílík dauðafæri, menn þurfa að nýta færin sem við gerðum ekki. Þetta er það sem skilur á milli,“ sagði Arnar en hann minnti einnig á tvö dauðafæri sem liðið fékk í fyrri hálfleiknum. „Ég verð að hæla Eyjamönnum mér fannst þeir spila vel og sýna það að þeir virkilega vildu þessi þrjú stig. Mér fannst það vanta, sérstaklega í fyrri hálfleik hjá okkur, það vantaði mikið upp á það. Við þurfum að nýta færin sem við erum að fá, sem við gerðum ekki. Við fengum svo kalda gusu í andlitið.“ Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið frábær í liði Blika en hefur verið fjarverandi í síðustu tveimur leikjum. „Það er auðvitað alltaf svona þegar maður missir góða menn. Það er erfitt, ég tala nú ekki um þegar hann er búinn að vera í dúndurformi.“Ingi Sigurðsson: Fyrst og fremst vinnusemi „Það er ekki hægt að vera annað en ánægður, þvílík barátta, vinnuframlag, hlaupandi allan leikinn og hlaupandi fyrir hvern annan. Þeir eiga þetta svo fyllilega skilið, liðið er búið að vera á uppleið í síðustu leikjum,“ sagði Ingi Sigurðsson, sem gegndi þjálfarahlutverki hjá Eyjamönnum í dag. Jóhannes Þór Harðarson tók sér frí vegna veikinda í fjölskyldu hans í vikunni. „Strákarnir hafa verið að leggja sig vel fram í undanförnum leikjum og í dag gekk þetta bara ennþá betur. Gríðarlega stoltur af drengjunum, ég fullyrði það að Eyjamenn geta verið fyllilega stoltir af þessu liði eins og það spilaði í dag.“ Aðspurður að því hvað var það helsta sem skóp þennan sigur sagði Ingi það vera vinnuframlag. „Það var vinnuframlag, menn voru að vinna fyrir hvern annan, menn héldu sig við planið sem var lagt upp með. Þeir voru þolinmóðir, við héldum áfram og vissum að þetta myndi detta inn.“ „Við unnum vel úr því sem að aðstæður höfðu upp á að bjóða. Ég held að það sé fyrst og fremst gríðarleg vinnusemi drengjanna sem skapaði þennan sigur.“ „Mér fannst við vera mun sterkari í fyrri hálfleik, það var svona í upphafi seinni hálfleiks sem Blikarnir sýndu hvers þeir eru megnugir. Blikar eru með gríðarlega sterkt lið og hafa sýnt það. Mér fannst svo eftir að þeir náðu ekki að setja mark á okkur, við ná rónni aftur. Þá duttu mörkin inn hjá okkur.“Jonathan Glenn kom ÍBV 1-0 yfir á 72. mínútu: Víðir Þorvarðarson skoraði annað mark ÍBV á 74. mínútu: Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Sjá meira
Eyjamenn urðu fyrstir til þess að leggja Blika þegar liðin áttust við á Hásteinsvelli í dag. Lokatölur voru 2-0 en Eyjamenn skoruðu bæði mörkin á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Blikar áttu engin svör og fyrsta tap þeirra því staðreynd. Fyrr í vikunni þurfti Jóhannes Þór Harðarson, að taka sér frí frá þjálfun liðsins, sökum fjölskylduaðstæðna. Ingi Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson tóku við þjálfun liðsins en í dag var Tryggvi veikur. Ingi Sigurðsson var því við stjórnvölinn í dag, honum til halds og trausts var fyrirliði Eyjamanna, Andri Ólafsson. Þeir félagar voru líflegir á hliðarlínunni og komust leikmenn ÍBV því ekki upp með neitt múður. Blikar eru enn án síns besta manns það sem af er leiktíð en Höskuldur Gunnlaugsson er enn að glíma við veikindi. Atli Sigurjónsson hélt því sæti sínu í liðinu en Höskuldur hefur verið í frábæru formi. Arnór Sveinn Aðalsteinsson fékk að velja vallarhelming en hann valdi að leika með vindi í fyrri hálfleik. Menn velta því fyrir sér hvort það hefði ekki verið betra að byrja gegn vindi og nýta hann því í síðari hálfleiknum. Arnar Grétarsson sagði þó í viðtali eftir leik að oft væri betra fyrir lið eins og Breiðablik að leika gegn vindinum. Eyjamenn stóðu af sér áhlaup Blika í fyrri hálfleik en það var mjög mikilvægt fyrir þá að halda hreinu þar. Þá ættu þeir alltaf séns í síðari hálfleik með vindinn í bakið. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleiknum en liðin fengu sitt hvort færið en heimsklassamarkvörslur beggja megin komu í veg fyrir mörk. Fyrst varði Guðjón Orri Sigurjónsson skalla Arnþórs Ara Atlasonar af stuttu færi. Víðir Þorvarðarson átti síðan frábært skot úr aukaspyrnu gegn vindinum sem að Gunnleifur Gunnleifsson náði að slá í stöngina. Í síðari hálfleik var augljóst að Eyjamenn ætluðu að sækja sigur, þeir pressuðu hátt á vellinum og komu í veg fyrir það að Blikar kæmu spili í gang. Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fengu Blikar góðan kafla. Þeir áttu dauðafæri þar sem að Ellert Hreinsson náði skoti á markið, Guðjón Orri Sigurjónsson var svo sannarlega betri en enginn í markinu og kom í veg fyrir að Blikar næðu forystu. Jonathan Glenn fékk síðan boltann eftir sendingu Víðis Þorvarðarsonar inni í teig gestanna og þakkaði pent fyrir sig. Hann sneri af sér varnarmann og skilaði boltanum í fjærhornið. Gestirnir höfðu varla tekið miðjuna þegar Bjarni Gunnarsson fékk boltann úti á kantinum og teiknaði boltann á ennið á Víði Þorvarðarsyni sem stangaði boltann í netið. Á þessum tveggja mínútna kafla gerðu Eyjamenn úti um leikinn en það mátti sjá það á varamannabekk Eyjamanna hversu mikið þessi sigur þýddi fyrir Inga Sigurðsson og félaga. Heimamenn virkuðu líklegri til þess að bæta við marki, heldur en Blikar að jafna metin. Fleiri urðu mörkin þó ekki og fyrsta tap Blika í nokkuð langan tíma því staðreynd. Breiðablik getur því fallið niður í þriðja sæti deildarinnar eftir umferðina en Eyjamenn koma sér í vænlega stöðu og fá byr undir báða vængi fyrir 8-liða úrslitin í bikarnum um næstu helgi.Arnar Grétarsson: Þurfum að nýta færin „Maður er aldrei ánægður með að tapa. Við áttum von á erfiðum leik útaf því að alltaf þegar nýr maður kemur inn, þá kemur aukinn kraftur í liðið,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfa Blika, eftir fyrsta tap sinna manna á leiktíðinni. Jóhannes Þór Harðarson, þjálfari Eyjamanna, þurfti að taka sér frí frá þjálfun liðsins en Ingi Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson tóku við. „Við vorum búnir að sjá síðustu leiki með ÍBV en þá voru þeir að standa sig vel. Þeir stóðu sig vel á móti Val og stóðu sig vel á móti FH hérna heima þó að þeir hafi tapað 1-4. Það kom mér ekkert á óvart í þessum leik en það virtist koma okkar mönnum aðeins á óvart í fyrri hálfleik vegna þess að við vorum ekki með.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn og vorum í raun miklu betra liðið fram að því að þeir skora markið. Við vorum búnir að fá þrjú þvílík dauðafæri, menn þurfa að nýta færin sem við gerðum ekki. Þetta er það sem skilur á milli,“ sagði Arnar en hann minnti einnig á tvö dauðafæri sem liðið fékk í fyrri hálfleiknum. „Ég verð að hæla Eyjamönnum mér fannst þeir spila vel og sýna það að þeir virkilega vildu þessi þrjú stig. Mér fannst það vanta, sérstaklega í fyrri hálfleik hjá okkur, það vantaði mikið upp á það. Við þurfum að nýta færin sem við erum að fá, sem við gerðum ekki. Við fengum svo kalda gusu í andlitið.“ Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið frábær í liði Blika en hefur verið fjarverandi í síðustu tveimur leikjum. „Það er auðvitað alltaf svona þegar maður missir góða menn. Það er erfitt, ég tala nú ekki um þegar hann er búinn að vera í dúndurformi.“Ingi Sigurðsson: Fyrst og fremst vinnusemi „Það er ekki hægt að vera annað en ánægður, þvílík barátta, vinnuframlag, hlaupandi allan leikinn og hlaupandi fyrir hvern annan. Þeir eiga þetta svo fyllilega skilið, liðið er búið að vera á uppleið í síðustu leikjum,“ sagði Ingi Sigurðsson, sem gegndi þjálfarahlutverki hjá Eyjamönnum í dag. Jóhannes Þór Harðarson tók sér frí vegna veikinda í fjölskyldu hans í vikunni. „Strákarnir hafa verið að leggja sig vel fram í undanförnum leikjum og í dag gekk þetta bara ennþá betur. Gríðarlega stoltur af drengjunum, ég fullyrði það að Eyjamenn geta verið fyllilega stoltir af þessu liði eins og það spilaði í dag.“ Aðspurður að því hvað var það helsta sem skóp þennan sigur sagði Ingi það vera vinnuframlag. „Það var vinnuframlag, menn voru að vinna fyrir hvern annan, menn héldu sig við planið sem var lagt upp með. Þeir voru þolinmóðir, við héldum áfram og vissum að þetta myndi detta inn.“ „Við unnum vel úr því sem að aðstæður höfðu upp á að bjóða. Ég held að það sé fyrst og fremst gríðarleg vinnusemi drengjanna sem skapaði þennan sigur.“ „Mér fannst við vera mun sterkari í fyrri hálfleik, það var svona í upphafi seinni hálfleiks sem Blikarnir sýndu hvers þeir eru megnugir. Blikar eru með gríðarlega sterkt lið og hafa sýnt það. Mér fannst svo eftir að þeir náðu ekki að setja mark á okkur, við ná rónni aftur. Þá duttu mörkin inn hjá okkur.“Jonathan Glenn kom ÍBV 1-0 yfir á 72. mínútu: Víðir Þorvarðarson skoraði annað mark ÍBV á 74. mínútu:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Sjá meira