Í gæsluvarðhald eftir að dvöl á meðferðarheimili lýkur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2012 18:48 Nokkur fjöldi barna dvelur á Stuðlum á hverju ári. Hátt í helmingur pilta sem dvaldist á meðferðarheimilum frá árinu 2000 til 2007 hefur setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi eftir að meðferðinni lauk. Félagsráðgjafi segir mikilvægt að fylgja börnum sem dvelja á meðferðarheimilum lengur eftir. Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd kynnti í dag niðurstöður rannsóknar á afdrifum barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2007 og meðferðarstöð ríkisins á Stuðlum. Almennt töldu börnin og aðstandendur þeirra reynslu sína af meðferðarheimilunum vera jákvæða. Þannig sögðu um sextíu prósent meðferðina hafa hjálpað sér. Um fimmtungur barnanna sagðist þó hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra sem voru í meðferð á sama tíma og þau. Þá söguðust ríflega 14% þeirra hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna heimilanna. Þá sýnir rannsóknin að skólaganga barnanna er oft brotin. „Þau hafa flest verið í einhvers konar námi eftir að meðferðinni lauk þá er menntunarstaða þeirra hún er lakari heldur en almennt gerist með ungmenni á þessum aldri," segir Elísabet Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Rannsóknin sýnir einnig að 41% pilta hafi setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi að lokinni meðferð. Þá sótti helmingur ungmennanna vímuefnameðferð eða aðstoð vegna tilfinningalegra erfiðleika eftir að dvöl lauk. Þá kemur fram að eftirmeðferð hafi verið ábótavant. Aðeins tæpum fjórðungi ungmennanna var fylgt skipulega eftir eftir að meðferðinni lauk. Meirihluti þeirra sem fékk slíka meðferð taldi hana hafa gagnast sér. Elísabet segir mikilvægt að fylgja börnunum betur eftir þegar meðferð lýkur. Við sjáum það meðan að staðan þeirra er lakari á vinnumarkaði og námslega þá er greinilegt að við þurfum að hugsa um það hvernig sé hægt að styðja við þessa þætti til þess að þau eigi sömu möguleika og aðrir," segir Elísabet. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Hátt í helmingur pilta sem dvaldist á meðferðarheimilum frá árinu 2000 til 2007 hefur setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi eftir að meðferðinni lauk. Félagsráðgjafi segir mikilvægt að fylgja börnum sem dvelja á meðferðarheimilum lengur eftir. Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd kynnti í dag niðurstöður rannsóknar á afdrifum barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2007 og meðferðarstöð ríkisins á Stuðlum. Almennt töldu börnin og aðstandendur þeirra reynslu sína af meðferðarheimilunum vera jákvæða. Þannig sögðu um sextíu prósent meðferðina hafa hjálpað sér. Um fimmtungur barnanna sagðist þó hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra sem voru í meðferð á sama tíma og þau. Þá söguðust ríflega 14% þeirra hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu starfsmanna heimilanna. Þá sýnir rannsóknin að skólaganga barnanna er oft brotin. „Þau hafa flest verið í einhvers konar námi eftir að meðferðinni lauk þá er menntunarstaða þeirra hún er lakari heldur en almennt gerist með ungmenni á þessum aldri," segir Elísabet Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Rannsóknin sýnir einnig að 41% pilta hafi setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi að lokinni meðferð. Þá sótti helmingur ungmennanna vímuefnameðferð eða aðstoð vegna tilfinningalegra erfiðleika eftir að dvöl lauk. Þá kemur fram að eftirmeðferð hafi verið ábótavant. Aðeins tæpum fjórðungi ungmennanna var fylgt skipulega eftir eftir að meðferðinni lauk. Meirihluti þeirra sem fékk slíka meðferð taldi hana hafa gagnast sér. Elísabet segir mikilvægt að fylgja börnunum betur eftir þegar meðferð lýkur. Við sjáum það meðan að staðan þeirra er lakari á vinnumarkaði og námslega þá er greinilegt að við þurfum að hugsa um það hvernig sé hægt að styðja við þessa þætti til þess að þau eigi sömu möguleika og aðrir," segir Elísabet.
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira