Í hvaða jólaboðum eiga börnin að vera? Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. desember 2013 00:00 Mikilvægt er að ræða fyrirfram við börn í stjúpfjölskyldum hvernig jólahaldið verður. Nordicphotos/getty „Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og foreldrum í stjúpfjölskyldum hugarangri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrirkomulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jólaboði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einnig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúpforeldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmætar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjafir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystkini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“björk ErlendsdóttirAð sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum hennar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöfum yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaupum á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabbinn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vanaföst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“ Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og foreldrum í stjúpfjölskyldum hugarangri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrirkomulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jólaboði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einnig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúpforeldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmætar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjafir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystkini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“björk ErlendsdóttirAð sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum hennar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöfum yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaupum á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabbinn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vanaföst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira