Sport

Í níunda sæti á heimsmeistaramóti í bogfimi

Samúel Karl Ólason skrifar
Karlalið Íslands í Frakklandi.
Karlalið Íslands í Frakklandi. Mynd/Ísland til Nimes
Fimm Íslendingar kepptu nýlega á heimsmeistaramóti World Archery í bogfimi í Frakklandi sem stóð yfir frá 24. febrúar til dagsins í dag. Ein kona keppti í Trissubogaflokki, einni í Sveigbogaflokki og þrír í Trissubogakeppni karla ásamt liðakeppni.

„Okkur gekk vel á heimsmeistaramótinu í bogfimi í Nimes í Frakklandi. Liðið okkar lenti í 13 sæti í undankeppninni og í níunda sæti í útsláttarkeppninni. Mótið var að klárast og við erum öll fimm orðin þreytt og hlakkar til að komast heim,“ sagði Guðmundur Örn Guðjónsson einn keppendanna.

Þau héldu út þessari Facebooksíðu á meðan keppninni stóð. Hér að neðan má svo sjá viðtal sem tekið var við hluta hópsins út í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×