Enski boltinn

Ian Rush: Afsakanir leikmanna Liverpool aumar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ian Rush er lifandi goðsögn í augum stuðningsmanna Liverpool.
Ian Rush er lifandi goðsögn í augum stuðningsmanna Liverpool.

Ian Rush raðaði inn mörkum fyrir Liverpool í gamla daga en í viðtali tjáir hann sig um stöðu félagsins í dag. Eigendamálin hafa verið mikið milli tannana á fólki.

„Þó að staða félagsins sé erfið þá geta leikmenn ekki skýlt sér bak við hana. Eignarhaldið á ekki að hafa áhrif á frammistöðu manna á vellinum. Það er aumt að kenna því um lélegt gengi," segir Rush.

„Menn verða að standa saman á þessum tímum; stjórnarmenn, leikmenn og stuðningsmenn."

Byrjun Liverpool í vetur hefur verið afleit. Liðið hefur ekki byrjað eins illa síðan tímabilið 1953-54 en þá féll það niður um deild. Þrátt fyrir það keppast leikmenn við að standa við bakið á knattspyrnustjóranum Roy Hodgson.

Markvörðurinn Pepe Reina og sóknarmaðurinn Dirk Kuyt hafa báðir sagt að allur leikmannahópurinn hafi mikla trú á Hodgson og hans verkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×