Erlent

Íbúar í hæsta turni heims þurfa að fasta lengur en aðrir

Æðsti klerkur múslima í Dubai hefur gefið út tilskipun þess efnis að íbúar Burj Khalifa turnsins í borginni, sem er hæsta bygging heims, 160 hæðir, þurfi að fasta lengur en þeir sem búa á jörðu niðri.

Í Ramadan mánuði sem nú stendur yfir eiga múslimar að fasta frá dögun og uns sólin sest. Í ljósi þess að Khalifa turninn er næstum einn kílómetri á hæð og því skín sólin lengur á íbúa hans en á þá sem búa nær jörðu. Þessvegna þurfa þeir sem búa hæðum 80 til 150 í turninum að fasta tveimur mínútum lengur en aðrir.

Þeir sem búa síðan á hæðunum þar fyrir ofan þurfa svo að fasta í þrjár mínútur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×