Íbúar í Þorlákshöfn geta ekki sofið fyrir ólykt Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 2. júlí 2015 20:30 Fjölmargir íbúar í Þorlákshöfn eru orðnir langþreyttir á lyktarmengun sem berst frá hafnarsvæðinu. Í Básahrauni getur heimilisfólk ekki skilið eftir svefnherbergisgluggann opinn því þá getur það ekki sofið. Þar býr Dagbjört Hannesdóttir og fjölskylda sem vaknar upp um miðjar nætur vegna ólyktarinnar.Vakna upp um miðjar nætur „Þetta gerir mann leiðan og sorgmæddan að alltaf þegar það er sól og gott veður að við skulum sitja uppi með vonda lykt. Við höfum lent í því jafnvel síðustu sólarhringa að vakna upp um miðjar nætur við vonda lykt og þurfa að loka gluggum og hlaupa til og liggur við að byrgja glugga til að þetta komi ekki inn til okkar. Við erum orðin langþreytt á þessu ástandi. Þetta hefur verið viðvarandi í tíu ár þannig að þetta er orðið mjög þreytandi ástand.“Erfið barátta Dagbjört segir íbúa hafa uppskorið lítið í baráttu sinni. Hausaþurrkanir í bænum eru tvær. Fiskmark og Lýsi hf. Lýsi hf. hefur komið upp mengunarvarnarbúnaði sem virðist duga skammt. „Það hefur verið reynt að fara fram á úrbætur, að fá fyrirtækin til að vera með mengunarbúnað og fleira en ekkert virðist duga til. Ég vinn við hliðina á öðru fyrirtækinu og stundum þá pikkum við í þau. Þá fáum við iðulega þau svör að það sé hinu fyrirtækinu um að kenna. Það er mjög erfitt að takast á við þetta og fá einhverja niðurstöðu í þessu. Okkur finnst okkar réttur afskaplega lítill sem hér búum.“Lausn í sjónmáli Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis hefur sagst þykja það miður að íbúar Þorlákshafnar verði fyrir ónæði vegna rekstursins. Svo virðist sem lausn sé í sjónmáli en bæjarstjórnin hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjunum lóðir fyrir utan bæjarmörkin. Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar segir kominn tíma til að flytja reksturinn. „Það hefur verið kvartað undan lykt í samfélaginu í þónokkuð mörg ár. Fyrirtæki sem lyktin kemur frá með því að setja upp búnað til þess að fanga lyktina. Það hefur ekki gengið nógu vel. Það eru lyktaráhrif og nú er komið að því að það er kominn tími til að grípa til annarra aðgerða. Starfsemi sem hefur lyktaráhrif, flytjist út úr þéttbýlinu.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Fjölmargir íbúar í Þorlákshöfn eru orðnir langþreyttir á lyktarmengun sem berst frá hafnarsvæðinu. Í Básahrauni getur heimilisfólk ekki skilið eftir svefnherbergisgluggann opinn því þá getur það ekki sofið. Þar býr Dagbjört Hannesdóttir og fjölskylda sem vaknar upp um miðjar nætur vegna ólyktarinnar.Vakna upp um miðjar nætur „Þetta gerir mann leiðan og sorgmæddan að alltaf þegar það er sól og gott veður að við skulum sitja uppi með vonda lykt. Við höfum lent í því jafnvel síðustu sólarhringa að vakna upp um miðjar nætur við vonda lykt og þurfa að loka gluggum og hlaupa til og liggur við að byrgja glugga til að þetta komi ekki inn til okkar. Við erum orðin langþreytt á þessu ástandi. Þetta hefur verið viðvarandi í tíu ár þannig að þetta er orðið mjög þreytandi ástand.“Erfið barátta Dagbjört segir íbúa hafa uppskorið lítið í baráttu sinni. Hausaþurrkanir í bænum eru tvær. Fiskmark og Lýsi hf. Lýsi hf. hefur komið upp mengunarvarnarbúnaði sem virðist duga skammt. „Það hefur verið reynt að fara fram á úrbætur, að fá fyrirtækin til að vera með mengunarbúnað og fleira en ekkert virðist duga til. Ég vinn við hliðina á öðru fyrirtækinu og stundum þá pikkum við í þau. Þá fáum við iðulega þau svör að það sé hinu fyrirtækinu um að kenna. Það er mjög erfitt að takast á við þetta og fá einhverja niðurstöðu í þessu. Okkur finnst okkar réttur afskaplega lítill sem hér búum.“Lausn í sjónmáli Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis hefur sagst þykja það miður að íbúar Þorlákshafnar verði fyrir ónæði vegna rekstursins. Svo virðist sem lausn sé í sjónmáli en bæjarstjórnin hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjunum lóðir fyrir utan bæjarmörkin. Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar segir kominn tíma til að flytja reksturinn. „Það hefur verið kvartað undan lykt í samfélaginu í þónokkuð mörg ár. Fyrirtæki sem lyktin kemur frá með því að setja upp búnað til þess að fanga lyktina. Það hefur ekki gengið nógu vel. Það eru lyktaráhrif og nú er komið að því að það er kominn tími til að grípa til annarra aðgerða. Starfsemi sem hefur lyktaráhrif, flytjist út úr þéttbýlinu.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira