Innlent

Íbúð gjöreyðilagðist í eldsvoða á Tálknafirði

Engan sakaði þegar íbúð í fjölbýlishúsi á Tálknafirði gjöreyðilagðist í eldi í gærkvöldi.

Fólk var í þremur öðrum íbúðum í húsinu og forðaði það sér út, þar sem mikinn reyk lagði frá eldinum.

Slökkvilið staðarins ásamt slökkviliðunum á Patreksfirði og Bíldudal komu á vettvang og réðu niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×