Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. nóvember 2015 06:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem meintar nauðganir eiga að hafa átt sér stað. vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi á dögunum húsleit í fjölbýlishúsi í Hlíðarhverfi í Reykjavík, þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. Lögregla staðfestir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í málinu. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar. Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær áttu sér báðar stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á svipuðum aldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Grunur um byrlun ólyfjan Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykjavík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá samnemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur.Hankar í loftinu Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana. Lögreglan vill ekki staðfesta hvað hafi fundist við húsleitina. Hún staðfestir þó að húsleit hafi verið gerð í framhaldi af því að mennirnir voru handteknir. Mönnunum var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Meintur nauðgari sendur í leyfi Starfsmaður hótelsins Reykjavík Marina, sem grunaður er um aðild að hrottalegri nauðgun á konu í félagi við annan mann, hefur verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu. 5. nóvember 2015 13:23 Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00 Um tvö nauðgunarmál að ræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar gróf kynferðisbrot sem nemandi við Háskólann í Reykjavík á að hafa framið gegn tveimur konum, sem eru samnemendur hans, í október. Málið hefur vakið óhug meðal nemenda og kennara við skólann. 4. nóvember 2015 18:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi á dögunum húsleit í fjölbýlishúsi í Hlíðarhverfi í Reykjavík, þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. Lögregla staðfestir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í málinu. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar. Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær áttu sér báðar stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á svipuðum aldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Grunur um byrlun ólyfjan Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykjavík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá samnemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur.Hankar í loftinu Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana. Lögreglan vill ekki staðfesta hvað hafi fundist við húsleitina. Hún staðfestir þó að húsleit hafi verið gerð í framhaldi af því að mennirnir voru handteknir. Mönnunum var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Meintur nauðgari sendur í leyfi Starfsmaður hótelsins Reykjavík Marina, sem grunaður er um aðild að hrottalegri nauðgun á konu í félagi við annan mann, hefur verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu. 5. nóvember 2015 13:23 Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00 Um tvö nauðgunarmál að ræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar gróf kynferðisbrot sem nemandi við Háskólann í Reykjavík á að hafa framið gegn tveimur konum, sem eru samnemendur hans, í október. Málið hefur vakið óhug meðal nemenda og kennara við skólann. 4. nóvember 2015 18:45 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00
Meintur nauðgari sendur í leyfi Starfsmaður hótelsins Reykjavík Marina, sem grunaður er um aðild að hrottalegri nauðgun á konu í félagi við annan mann, hefur verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu. 5. nóvember 2015 13:23
Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00
Um tvö nauðgunarmál að ræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar gróf kynferðisbrot sem nemandi við Háskólann í Reykjavík á að hafa framið gegn tveimur konum, sem eru samnemendur hans, í október. Málið hefur vakið óhug meðal nemenda og kennara við skólann. 4. nóvember 2015 18:45