Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður mun undirbúa óverðtryggð lán

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir það krefjast mikils undirbúnings að bjóða upp á óverðtryggð lán. Mynd/ GVA.
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir það krefjast mikils undirbúnings að bjóða upp á óverðtryggð lán. Mynd/ GVA.
Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að sér lítist vel á hugmyndir þess efnis að Íbúðalánasjóður bjóði óverðtryggð lán í framtíðinni. Hann segir málið krefjast mikils undirbúnings.

Verðtrygginganefnd skilaði Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, skýrslu í fyrradag. Þar kemur meðal annars fram að nefndin telur að tryggja verði fjölbreyttara framboð á óverðtryggðum lánum og skuldabréfum. Hluti af því er útgáfa ríkissjóðs og Íbúðalánasjóðs á óverðtryggðum skuldabréfum og að Íbúðalánasjóður bjóði upp á óverðtryggð húsnæðislán.

„Ég hef kynnt mér þessar hugmyndir og líst vel á þessar hugmyndir. En það hefur ekkert verið fjallað um þetta í stjórn hjá okkur,“ segir Sigurður. Næsta skref sé að fjalla nánar um þetta og hvernig þessu verði við komið. „Það er alveg ljóst að það krefst töluverðs undirbúnings að koma svona breytingu á,“ segir Sigurður. 

„Það er í sjálfu sér ekki erfitt að bjóða lánið en mun flóknara að fjármagna það. Slíkt krefjist undirbúnings,“ segir Sigurður. Hann bætir því við að hugmyndirnar séu jákvæðar og vissulega skref í rétta átt.

Íbúðalánasjóður býður nú einungis verðtryggð lán.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×