Innlent

Íbúðalánasjóður rannsakaður í þaula

Alþingi hefur ákveðið að starfsemi Íbúðalánasjóðs og innkoma bankanna á íbúðalánamarkaðinn verði rannsökuð.
Alþingi hefur ákveðið að starfsemi Íbúðalánasjóðs og innkoma bankanna á íbúðalánamarkaðinn verði rannsökuð.

Ráðist verður í umfangsmikla rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs, samkvæmt ákvörðun Alþingis. Samþykkt var í gær tillaga Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur Samfylkingunni og sex annarra þingmanna þess efnis.

Tillaga um málið var flutt í ljósi þeirrar ályktunar rannsóknarnefndar Alþingis að breytingar á fjármögnun og lánareglum Íbúðalánasjóðs hefðu stuðlað að verulegu ójafnvægi í hagkerfinu og falið í sér eina af stærri hagstjórnarmistökunum í aðdraganda að falli bankanna.

Við meðferð málsins í þinginu var jafnframt ákveðið að samhliða verði innkoma bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004 og áhrif hennar skoðuð.

Rannsóknin á að taka mið af ákvæðum frumvarps til laga um rannsóknarnefndir sem forsætisnefnd Alþingis hefur lagt fram.

Fimmtíu þingmenn úr öllum flokkum greiddu atkvæði með tillögunni.

bjorn@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×