Íbúfenskortur á Íslandi og meira lyfjaúrval í Færeyjum og Grænlandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2011 18:45 Algengasta verkja- og bólgulyf Íslendinga, íbúfen, er algjörlega ófáanlegt í lausasölu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir skort á samkeppni á lyfjamarkaðnum en úrvalið hér er minna en á Grænlandi og í Færeyjum. Það er algjör skortur á íbúfeni í landinu, en um er að ræða eitt algengasta bólgueyðandi verkjalyf sem Íslendingar nota. Íslenskir neytendur þurfa því að reiða sig á aðrar tegundir á meðan. Ástæðan er sú að sending frá Actavis sem kom í síðustu viku af lyfinu reyndist óseljanleg. Lyfin koma í hitastýrðum gámum og voru þeir vitlaust stilltir, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. (Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar eru myndir af gámasvæði Eimskips, en tekið skal fram að þær tengjast ekki efni fréttarinnar enda var fyrirtækið ekki flutningsaðili umræddra lyfja). Þessi tímabundni íbúfenskortur í landinu undirstrikar aðeins hluta af stærra vandamáli, sem er skortur á samkeppni á lyfjamarkaði.Mun minna framboð hér en á hinum Norðurlöndunum Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um þróun lyfjakostnaðar hér á landi kemur fram að vegna smæðar markaðarins sé framboð lyfja hér mun minna en annars staðar á Norðurlöndum. Bæði sé dýrt og mikil fyrirhöfn að sækja um markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi og hagnaðarvon lyfjaframleiðenda sé því minni hér en á stærri mörkuðum. Því sjái þeir sér iðulega ekki hag í því að sækja um markaðsleyfi hér. „Ísland er alls ekki stærsti markaðurinn sem lyfjaframleiðendur geta sótt á og það er í mínum huga alveg ljóst að við erum oft afgangsstærð. Við erum ekki fyrsta landið sem er á þeirra lista þegar þeir eru að setja ný lyf á markað," segir Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla. Lyfjastofnun gæti beitt sér fyrir lækkun kostnaðar vegna markaðsleyfa. Þetta myndi auðvelda aðgengi framleiðenda að innlendum markaði. „Ef við tökum sem dæmi lönd eins og Færeyjar og Grænland, sem eru hluti af danska ríkjasambandinu, þá hafa þau aðgang að öllum lyfjum sem eru á markaði í Danmörku, sem eru töluvert fleiri en á Íslandi. Sérstaklega varðandi samheitalyf, Danir eru mjög sterkir á þeim markaði. Það er eitthvað sem er dálítið sárt að horfa upp á," segir Aðalsteinn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að farið yrði rækilega yfir efni skýrslu Ríkisendurskoðunar í ráðuneytinu. Ekki náðist í forstjóra Lyfjastofnunar Íslands við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Algengasta verkja- og bólgulyf Íslendinga, íbúfen, er algjörlega ófáanlegt í lausasölu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir skort á samkeppni á lyfjamarkaðnum en úrvalið hér er minna en á Grænlandi og í Færeyjum. Það er algjör skortur á íbúfeni í landinu, en um er að ræða eitt algengasta bólgueyðandi verkjalyf sem Íslendingar nota. Íslenskir neytendur þurfa því að reiða sig á aðrar tegundir á meðan. Ástæðan er sú að sending frá Actavis sem kom í síðustu viku af lyfinu reyndist óseljanleg. Lyfin koma í hitastýrðum gámum og voru þeir vitlaust stilltir, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. (Í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar eru myndir af gámasvæði Eimskips, en tekið skal fram að þær tengjast ekki efni fréttarinnar enda var fyrirtækið ekki flutningsaðili umræddra lyfja). Þessi tímabundni íbúfenskortur í landinu undirstrikar aðeins hluta af stærra vandamáli, sem er skortur á samkeppni á lyfjamarkaði.Mun minna framboð hér en á hinum Norðurlöndunum Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um þróun lyfjakostnaðar hér á landi kemur fram að vegna smæðar markaðarins sé framboð lyfja hér mun minna en annars staðar á Norðurlöndum. Bæði sé dýrt og mikil fyrirhöfn að sækja um markaðsleyfi fyrir lyf á Íslandi og hagnaðarvon lyfjaframleiðenda sé því minni hér en á stærri mörkuðum. Því sjái þeir sér iðulega ekki hag í því að sækja um markaðsleyfi hér. „Ísland er alls ekki stærsti markaðurinn sem lyfjaframleiðendur geta sótt á og það er í mínum huga alveg ljóst að við erum oft afgangsstærð. Við erum ekki fyrsta landið sem er á þeirra lista þegar þeir eru að setja ný lyf á markað," segir Aðalsteinn Jens Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla. Lyfjastofnun gæti beitt sér fyrir lækkun kostnaðar vegna markaðsleyfa. Þetta myndi auðvelda aðgengi framleiðenda að innlendum markaði. „Ef við tökum sem dæmi lönd eins og Færeyjar og Grænland, sem eru hluti af danska ríkjasambandinu, þá hafa þau aðgang að öllum lyfjum sem eru á markaði í Danmörku, sem eru töluvert fleiri en á Íslandi. Sérstaklega varðandi samheitalyf, Danir eru mjög sterkir á þeim markaði. Það er eitthvað sem er dálítið sárt að horfa upp á," segir Aðalsteinn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að farið yrði rækilega yfir efni skýrslu Ríkisendurskoðunar í ráðuneytinu. Ekki náðist í forstjóra Lyfjastofnunar Íslands við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira