Innlent

Íbúum fjölgaði um rúmlega 1000

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúum að Íslandi fjölgaði um 1040 á fyrsta ársfjórðungi. Á ársfjórðungnum fæddust 1040 börn en 550 einstaklingar létust. Þá fluttu 520 til landsins umfram brottflutta. Alls bjuggu 322.930 manns á Íslandi í lok áratugarins, 161.960 karlar og 160.970 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.040 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.910 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 206.650 manns.

Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 220 manns á 1. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 400 íslenskir ríkisborgarar af 580 alls. Af þeim 400 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 80 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, samtals 440 manns af 610. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 300 til landsins af alls 890 erlendum innflytjendum. Bandaríkin komu næst, en þaðan fluttust 50 erlendir ríkisborgarar til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×