Iceland Express ætlar að kaupa flugflota 3. nóvember 2011 10:00 Eigandinn Fengur, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, er eigandi Iceland Express. Félagið hefur sett rúman milljarð inn í flugfélagið á undanförnum vikum. Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að veiting flugrekstrarleyfis gæti tekið allt að fjórum mánuðum. Stefnt er að því að nýi flotinn verði kominn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sín. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl að mestu og IE fljúga til sinna áfangastaða á eigin vélum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins samþykkti stjórn IE þetta í október og sótt var um flugrekstrarleyfið skriflega í byrjun þessarar viku. IE og Astraeus eru bæði í eigu Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Astraeus leigir einnig mörgum öðrum flugfélögum vélar undir sín áætlunarflug. Á meðal viðskiptavina félagsins eru félög á borð við British Airways og stærsta flugfélag Evrópu, Easy Jet. Með því að IE hefji eigin flugrekstur verður að mestu skorið á tengsl félagsins við Astraeus. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fengur hefði veitt IE rúmlega milljarðs króna hluthafalán á undanförnum vikum. Innspýtingin var til að bæta lausafjárstöðu félagsins. Hana þurfti að styrkja bæði til að IE hefði getu til að ráðast í kaup á flugvélum og til að mæta um 800 milljóna króna tapi sem nýjustu fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að félagið muni skila á þessu ári. Fjárhagsáætlanir sem gerðar voru í byrjun árs höfðu gert ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði. IE skuldar ekki fé til lánastofnana heldur eru skuldir félagsins nánast einvörðungu skammtímaviðskiptaskuldir, fyrirframinnheimtar tekjur og lán sem hluthafinn, Pálmi Haraldsson, hefur veitt því. Fjárhagsstaða félagsins er því góð þrátt fyrir taprekstur. Í síðustu viku var tilkynnt um að nýtt íslenskt flugfélag, Wow Air, muni hefja starfsemi næsta vor. Félagið er í meirihlutaeigu Títan fjárfestingarfélags. Eigandi þess er Skúli Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, framkvæmdastjóri Títan og Wow Air, og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri IE. Þegar hefur verið greint frá því að Wow Air ætli sér að fljúga frá Íslandi til Evrópu og að samningur við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á flugvélum séu á lokastigi. Félagið auglýsti eftir starfsfólki nýverið og sóttu um 600 manns um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjölda af sumarstörfum flugliða. Til stendur að halda blaðamannafund í lok þessarar viku þar sem starfsemi Wow Air verður kynnt nánar og sagt frá því til hvaða áfangastaða félagið ætlar að fljúga. thordur@frettabladid.is Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Eigandinn Fengur, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, er eigandi Iceland Express. Félagið hefur sett rúman milljarð inn í flugfélagið á undanförnum vikum. Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að veiting flugrekstrarleyfis gæti tekið allt að fjórum mánuðum. Stefnt er að því að nýi flotinn verði kominn í gagnið 1. apríl á næsta ári. IE notar í dag vélar sem eru í eigu breska félagsins Astraeus í áætlunarflug sín. Gangi áætlanir IE eftir mun verða slitið á þau tengsl að mestu og IE fljúga til sinna áfangastaða á eigin vélum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins samþykkti stjórn IE þetta í október og sótt var um flugrekstrarleyfið skriflega í byrjun þessarar viku. IE og Astraeus eru bæði í eigu Fengs, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Astraeus leigir einnig mörgum öðrum flugfélögum vélar undir sín áætlunarflug. Á meðal viðskiptavina félagsins eru félög á borð við British Airways og stærsta flugfélag Evrópu, Easy Jet. Með því að IE hefji eigin flugrekstur verður að mestu skorið á tengsl félagsins við Astraeus. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Fengur hefði veitt IE rúmlega milljarðs króna hluthafalán á undanförnum vikum. Innspýtingin var til að bæta lausafjárstöðu félagsins. Hana þurfti að styrkja bæði til að IE hefði getu til að ráðast í kaup á flugvélum og til að mæta um 800 milljóna króna tapi sem nýjustu fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að félagið muni skila á þessu ári. Fjárhagsáætlanir sem gerðar voru í byrjun árs höfðu gert ráð fyrir um 600 milljóna króna hagnaði. IE skuldar ekki fé til lánastofnana heldur eru skuldir félagsins nánast einvörðungu skammtímaviðskiptaskuldir, fyrirframinnheimtar tekjur og lán sem hluthafinn, Pálmi Haraldsson, hefur veitt því. Fjárhagsstaða félagsins er því góð þrátt fyrir taprekstur. Í síðustu viku var tilkynnt um að nýtt íslenskt flugfélag, Wow Air, muni hefja starfsemi næsta vor. Félagið er í meirihlutaeigu Títan fjárfestingarfélags. Eigandi þess er Skúli Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, framkvæmdastjóri Títan og Wow Air, og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri IE. Þegar hefur verið greint frá því að Wow Air ætli sér að fljúga frá Íslandi til Evrópu og að samningur við stóran kanadískan flugrekanda um langtímaleigu á flugvélum séu á lokastigi. Félagið auglýsti eftir starfsfólki nýverið og sóttu um 600 manns um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjölda af sumarstörfum flugliða. Til stendur að halda blaðamannafund í lok þessarar viku þar sem starfsemi Wow Air verður kynnt nánar og sagt frá því til hvaða áfangastaða félagið ætlar að fljúga. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira