Viðskipti innlent

Iceland Express hættir viðskiptum við Astraeus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Iceland Express skiptir um flugfélag.
Iceland Express skiptir um flugfélag.
Iceland Express er hætt viðskiptum við Astraeus flugfélagið og hefur gengið frá samkomulagi við tékkneska félagið CSA Holidays, sem er í eigu CSA Airlines, um flug. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni röskun á áætlunarflugi Iceland Express vegna þessarar breytingar sem sé liður í víðtækri endurskipulagningu sem nýir stjórnendur félagsins hafi ráðist í til aukinnar hagræðingar og bættrar þjónustu.

Töluverðar seinkanir hafa verið á flugferðum Iceland Express og urðu margir viðskiptavinir áþreifanlega varir við það síðastliðið sumar. í tilkynningunni frá Iceland Express segir að miklar vonir um bætta þjónustu Iceland Express við farþega sína séu bundnar við þennan ráðahag. Til viðbótar við gjörbreyttar aðstæður til bættrar stundvísi sé flugvélafloti CSA bæði vandaður og öflugur.

Vélarnar sem nýttar verða til flugsins fyrir Iceland Express eru af gerðinni Airbus-320. Þær taka 180 farþega og eru mun rýmri en þær flugvélar sem félagið hefur haft aðgang að hingað til. Önnur vélanna er smíðuð á þessu ári og hin árið 2004.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×