Innlent

Icesave hefur engin áhrif á aðildarviðræður við ESB

Synjun Icesave-samkomulagsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag hefur engin áhrif á aðildarviðræður Íslendinga við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stefan Fule stækkunarstjóra sambandsins og Michel Barnier framkvæmdastjóra innri markaðar bandalagsins. „Niðurstaða kosninganna hefur ekki áhrif á aðildarviðræðurnar sem nú standa yfir og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins styður heilshugar.

Þá bæta þeir félagar við að Evrópusambandið muni fylgjast náið með framvindu málsins og því að íslendingar standi við þær skuldbindingar sem þeim ber í samræmi við EES samninginn.

„Við vonumst eftir skjótri niðurstöðu,“ segir einnig.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×