Íhuga að sniðganga Ísland 17. maí 2010 07:00 Mynd/Valli Stór lyfjafyrirtæki íhuga alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað hér á landi, og jafnvel hætta að selja lyf sem þau eru með í sölu í dag vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöðugleika á lyfjamarkaði hér á landi. „Það er ekki hægt að lækka endalaust lyfjaverðið á Íslandi, eins og landið sé í einhvers konar tómarúmi," segir Robin Turner, framkvæmdastjóri hjá svissneska lyfjafyrirtækinu Roche. Fyrirtækið er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims og stærsti framleiðandi krabbameinslyfja í heiminum í dag. „Það verður að horfa á heildarmyndina, það getur vel verið að það sé hægt að ná hagræðingu, en ríkisstjórnin á Íslandi er ekki að beita réttum aðferðum. Þeir taka einhliða ákvarðanir hverja annarri vitlausari, og hafa ekkert samráð við okkur eða önnur lyfjafyrirtæki. Þá er ekki hægt að komast að niðurstöðu sem gengur upp fyrir báða aðila," segir Turner. Hann segir ófremdarástand hafa ríkt á lyfjamarkaðinum á Íslandi undanfarið. Þar skipti ekki síst máli að heilbrigðisráðherra hafi ítrekað tekið einhliða ákvarðanir, breytt fyrri ákvörðunum fyrirvaralaust og án samráðs. „Það er augljóst að ef lyfjaverðið fer undir ákveðið lágmark hefur mitt fyrirtæki engin önnur úrræði en að hætta við að setja tiltekin lyf á markaði á Íslandi," segir Turner. Þá sé líklegt að hætt verði að selja ákveðin lyf sem hafi verið í sölu á Íslandi fari verðið undir ákveðið lágmark. Þó íslenski lyfjamarkaðurinn sé lítill er ekki hægt að bjóða lægra verð hér en annars staðar í Evrópu, segir Turner. Ástæðan er sú að bjóðist betri verð hér en á margfalt stærri mörkuðum sé einfaldlega gerð krafa þar um að fá lyfin á jafn lágu verði. Hann segir Roche fráleitt eina fyrirtækið sem sé búið að fá nóg. Önnur stór lyfjafyrirtæki séu í sömu stöðu, og þar hljóti menn að íhuga málin á sama grundvelli. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir kröfu Íslendinga ekki að fá lyfin á lægra verði en aðrir, aðeins að fá sambærilegt verð og nágrannalöndin. „Það er misskilningur að þetta skipti sköpum varðandi afkomu lyfjafyrirtækjanna í heiminum, þetta er 300 þúsund manna markaður, sem er örmarkaður fyrir lyfjaiðnaðinn. Ég held að það séu ýkjur að þessi fyrirtæki íhugi að hætta að setja lyf á markað hér á landi." Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stór lyfjafyrirtæki íhuga alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað hér á landi, og jafnvel hætta að selja lyf sem þau eru með í sölu í dag vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöðugleika á lyfjamarkaði hér á landi. „Það er ekki hægt að lækka endalaust lyfjaverðið á Íslandi, eins og landið sé í einhvers konar tómarúmi," segir Robin Turner, framkvæmdastjóri hjá svissneska lyfjafyrirtækinu Roche. Fyrirtækið er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims og stærsti framleiðandi krabbameinslyfja í heiminum í dag. „Það verður að horfa á heildarmyndina, það getur vel verið að það sé hægt að ná hagræðingu, en ríkisstjórnin á Íslandi er ekki að beita réttum aðferðum. Þeir taka einhliða ákvarðanir hverja annarri vitlausari, og hafa ekkert samráð við okkur eða önnur lyfjafyrirtæki. Þá er ekki hægt að komast að niðurstöðu sem gengur upp fyrir báða aðila," segir Turner. Hann segir ófremdarástand hafa ríkt á lyfjamarkaðinum á Íslandi undanfarið. Þar skipti ekki síst máli að heilbrigðisráðherra hafi ítrekað tekið einhliða ákvarðanir, breytt fyrri ákvörðunum fyrirvaralaust og án samráðs. „Það er augljóst að ef lyfjaverðið fer undir ákveðið lágmark hefur mitt fyrirtæki engin önnur úrræði en að hætta við að setja tiltekin lyf á markaði á Íslandi," segir Turner. Þá sé líklegt að hætt verði að selja ákveðin lyf sem hafi verið í sölu á Íslandi fari verðið undir ákveðið lágmark. Þó íslenski lyfjamarkaðurinn sé lítill er ekki hægt að bjóða lægra verð hér en annars staðar í Evrópu, segir Turner. Ástæðan er sú að bjóðist betri verð hér en á margfalt stærri mörkuðum sé einfaldlega gerð krafa þar um að fá lyfin á jafn lágu verði. Hann segir Roche fráleitt eina fyrirtækið sem sé búið að fá nóg. Önnur stór lyfjafyrirtæki séu í sömu stöðu, og þar hljóti menn að íhuga málin á sama grundvelli. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir kröfu Íslendinga ekki að fá lyfin á lægra verði en aðrir, aðeins að fá sambærilegt verð og nágrannalöndin. „Það er misskilningur að þetta skipti sköpum varðandi afkomu lyfjafyrirtækjanna í heiminum, þetta er 300 þúsund manna markaður, sem er örmarkaður fyrir lyfjaiðnaðinn. Ég held að það séu ýkjur að þessi fyrirtæki íhugi að hætta að setja lyf á markað hér á landi."
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira