IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2015 19:00 IKEA og sænska sendiráðið ætla að kynna íslenskum hagsmunaaðilum leið til að lækka húsbyggingarkostnað um allt að helming. En undanfarin tuttugu ár hafa IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska byggt ódýr hús og íbúðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Stærsta fjárfesting hverrar kynslóðar er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. En eins og ástandið hefur verið á Íslandi mörg undanfarin ár og misseri hefur það nánast verið óvinnandi vegur fyrir ungu kynslóðina og fleiri. IKEA hefur dottið niður á lausn, einingahús, ekki ósvipað því og sem fólk kannast við þegar það setur saman húsgögn frá fyrirtækinu sjálft. „Svona í grunninn er þetta ekki mjög ósvipað. Reyndar setur fólk ekki saman sjálft en þetta eru semsagt fjöldaframleiddar einingar. Og með svipuðum hætti og hjá IKEA ná menn fram hagstæðara verði með því að fjöldaframleiða vöruna,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Í Svíþjóð hafa þessi hús reynst vera helmingi ódýrari en hefðbundin hús og þar getur fólk fengið nýja 55 fermetra tveggja herbergja blokkaríbúð sem þessa á 13,4 milljónir og fjögurra herbergja 85 fermetra íbúð á 23 milljónir króna.Hugmyndin heitir Bo Klok, eða Byggja klókt og er samvinnuverkefni IKEA og Skanska sem er stærsta verktakafyrirtæki í Svíþjóð. Þúsundir íbúða sem þessar hafa verið byggðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.Sama húsið byggt aftur og aftur „Þannig að sama húsið er byggt aftur og aftur. Heilu hverfin. Þannig næst gríðarlegur sparnaður. Ekki bara í arkitektakostnaði, heldur líka í framleiðslukostnaði. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássinu þannig að menn eru að ná feikilega miklu út úr fáum fermetrum. Þannig að þú ert að ná öllu sem þú þarft út úr miklu færri fermetrum en menn eiga oft að venjast,“ segir Þórarinn.Sjá einnig: Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Sænska sendiráðið og IKEA boða til ráðstefnu um máið hinn 4. nóvember þar sem fulltrúum ríkisvaldsins, sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar, vertaka, arkitekta og allra sem eiga hagsmuna að gæta er boðið að koma og hitta sænska sérfræðinga á ýmsum sviðum sem tengjast þessum byggingarmöguleika. Sendiráðið sér um að taka á móti skráningum. Einingahúsin eru timburhús á steyptum grunni en ekki hefur verið byggt mikið af slíkum húsum í þéttbýli á Íslandi síðustu áratugi. Þórarinn minnir hins vegar á að töluvert sé byggt af timburhúsum í sumarhúsabyggðum og þau kölluð heilsárshús.Þetta eru ekkert verri hús en önnur hús? „Nei. Það er mikið kaldara í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en nokkru sinni á Íslandi. Og ef maður horfir á Grænland þá eru meira og minna öll hús þar úr tré. Þannig að ég held að þetta standist allt,“ segir Þórarinn.Og þið eruð kannski að hugsa sérstaklega til unga fólksins sem í dag á mjög erfitt með að koma sér upp húsnæði? „Það passar. Við erum að hugsa um unga fólkið. Því þetta er lang stærsta málið sem hvílir á þjóðinni í dag; hvernig getur ungt fólk komið sér þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í margra áratuga skuldklafa,“ segir Þórarinn Ævarsson. Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
IKEA og sænska sendiráðið ætla að kynna íslenskum hagsmunaaðilum leið til að lækka húsbyggingarkostnað um allt að helming. En undanfarin tuttugu ár hafa IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska byggt ódýr hús og íbúðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Stærsta fjárfesting hverrar kynslóðar er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. En eins og ástandið hefur verið á Íslandi mörg undanfarin ár og misseri hefur það nánast verið óvinnandi vegur fyrir ungu kynslóðina og fleiri. IKEA hefur dottið niður á lausn, einingahús, ekki ósvipað því og sem fólk kannast við þegar það setur saman húsgögn frá fyrirtækinu sjálft. „Svona í grunninn er þetta ekki mjög ósvipað. Reyndar setur fólk ekki saman sjálft en þetta eru semsagt fjöldaframleiddar einingar. Og með svipuðum hætti og hjá IKEA ná menn fram hagstæðara verði með því að fjöldaframleiða vöruna,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Í Svíþjóð hafa þessi hús reynst vera helmingi ódýrari en hefðbundin hús og þar getur fólk fengið nýja 55 fermetra tveggja herbergja blokkaríbúð sem þessa á 13,4 milljónir og fjögurra herbergja 85 fermetra íbúð á 23 milljónir króna.Hugmyndin heitir Bo Klok, eða Byggja klókt og er samvinnuverkefni IKEA og Skanska sem er stærsta verktakafyrirtæki í Svíþjóð. Þúsundir íbúða sem þessar hafa verið byggðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.Sama húsið byggt aftur og aftur „Þannig að sama húsið er byggt aftur og aftur. Heilu hverfin. Þannig næst gríðarlegur sparnaður. Ekki bara í arkitektakostnaði, heldur líka í framleiðslukostnaði. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássinu þannig að menn eru að ná feikilega miklu út úr fáum fermetrum. Þannig að þú ert að ná öllu sem þú þarft út úr miklu færri fermetrum en menn eiga oft að venjast,“ segir Þórarinn.Sjá einnig: Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Sænska sendiráðið og IKEA boða til ráðstefnu um máið hinn 4. nóvember þar sem fulltrúum ríkisvaldsins, sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar, vertaka, arkitekta og allra sem eiga hagsmuna að gæta er boðið að koma og hitta sænska sérfræðinga á ýmsum sviðum sem tengjast þessum byggingarmöguleika. Sendiráðið sér um að taka á móti skráningum. Einingahúsin eru timburhús á steyptum grunni en ekki hefur verið byggt mikið af slíkum húsum í þéttbýli á Íslandi síðustu áratugi. Þórarinn minnir hins vegar á að töluvert sé byggt af timburhúsum í sumarhúsabyggðum og þau kölluð heilsárshús.Þetta eru ekkert verri hús en önnur hús? „Nei. Það er mikið kaldara í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en nokkru sinni á Íslandi. Og ef maður horfir á Grænland þá eru meira og minna öll hús þar úr tré. Þannig að ég held að þetta standist allt,“ segir Þórarinn.Og þið eruð kannski að hugsa sérstaklega til unga fólksins sem í dag á mjög erfitt með að koma sér upp húsnæði? „Það passar. Við erum að hugsa um unga fólkið. Því þetta er lang stærsta málið sem hvílir á þjóðinni í dag; hvernig getur ungt fólk komið sér þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í margra áratuga skuldklafa,“ segir Þórarinn Ævarsson.
Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira