Illugi Gunnarsson: Barnalegt upplegg í Láru Hönnu-málum Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2013 11:29 Illugi Gunnarsson. Segir fráleitt að tala um að skrif Láru Hönnu í gegnum tíðina hafi eitthvað að gera með stöðu hennar gagnvart stjórnarsetu í RÚV ohf. „Mér er alveg sama þó það sitji fjórar Lárur Hönnur í stjórn. Ég þarf bara að passa mig á lögunum. Það er mín skylda," segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir hefur fjallað um umdeilt kjör Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda og bloggara í stjórn RÚV ohf. Lára Hanna er fulltrúi Pírata og til stendur að hún setjist sem varamaður í stjórnina en hluthafafundur á þó eftir að samþykkja þá fulltrúa sem Alþingi kaus til stjórnarsetu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður telur að deilur sem spruttu á þingi um hlutfall stjórnarmanna frá meirihluta og svo stjórnarandstöðu á þingi megi meðal annars rekja til óbeitar æðstu manna á Láru Hönnu. Illugi gefur lítið fyrir það og segist ekki hafa vitað af því að Lára Hanna væri tilnefnd fyrr en um kvöldið þegar atkvæðagreiðslan var. Hann segist ekki skilja þetta mál eins og það hefur verið lagt upp.Illugi segir það misskilning að Láru Hönnu hafi verið gert að sanna hæfi sitt. Það þurfi einfaldlega að fá úr því skorið hvort 365 sé vinnuveitandi hennar.Illugi segir það mikinn misskilning, margtugginn, að Láru Hönnu hafi verið gert sanna hæfi sitt eftir að henni barst bréf frá lögmanni ráðuneytisins. „Ég veit, eins og svo margir, að hún hefur verið að vinna fyrir 365. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál. Ég er handhafi hlutabréfsins og sé hvernig lagatextinn er og hvaða ákvæði gilda," segir menntamálaráðherra. Hann segir rétt vera að Láru Hönnu einni hafi borist slíkt bréf, enda ekki vitað til þess að neinn annar tilnefndra þiggi laun hjá öðru fjölmiðlafyrirtæki sem sé í samkeppni við RÚV. Um það snúist málið. Og Illuga sé að finna út úr því hver staðan á þeim málum sé. „Þetta snýst bara um lagatextann um RÚV og hvað hann þýðir. Það eru ekki skrifin hennar sem skipta máli í þessu samhengi. Þau skipta engu máli. Hryllilega barnalegt er að leggja málin þannig upp. Minn vandi er sá að ég þarf að ganga frá þessu; er með tilnefningu Alþingis, sem á náttúrlega að sinna eftirlitsskildu varðandi þá sem kjörnir eru og svo lögin hinum megin. Lára Hanna talar sjálf um 365 sem sinn vinnuveitanda og þetta er það sem ég þarf að finna út úr. Ef hún getur sagt mér að þetta sé einhvern veginn öðru vísi þá er ég ekki í neinum vandræðum," segir Illugi og vísar til þess að á næstunni verður haldinn hluthafafundur RÚV ohf, en þar er gengið frá því hverjir setjast í stjórn - og hverjir ekki eftir atvikum. Katrín Jakobsdóttir sagði í gær, í samtali við Vísi, að hugsanlega væru lögin of þröngt túlkuð, fjölmiðlar væru vítt hugtak í dag. Ekki aðeins það eitt að þiggja laun hjá skilgreindu fjölmiðlafyrirtæki geti kallað fram vanhæfi hjá stjórnarmönnum. Kannski ættu allir að gera grein fyrir hæfi sínu sem til stendur að taki sæti sem stjórnarmenn? Illugi segir að það megi vera en svona eru lögin og eftir þeim verður að fara. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Mér er alveg sama þó það sitji fjórar Lárur Hönnur í stjórn. Ég þarf bara að passa mig á lögunum. Það er mín skylda," segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir hefur fjallað um umdeilt kjör Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda og bloggara í stjórn RÚV ohf. Lára Hanna er fulltrúi Pírata og til stendur að hún setjist sem varamaður í stjórnina en hluthafafundur á þó eftir að samþykkja þá fulltrúa sem Alþingi kaus til stjórnarsetu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður telur að deilur sem spruttu á þingi um hlutfall stjórnarmanna frá meirihluta og svo stjórnarandstöðu á þingi megi meðal annars rekja til óbeitar æðstu manna á Láru Hönnu. Illugi gefur lítið fyrir það og segist ekki hafa vitað af því að Lára Hanna væri tilnefnd fyrr en um kvöldið þegar atkvæðagreiðslan var. Hann segist ekki skilja þetta mál eins og það hefur verið lagt upp.Illugi segir það misskilning að Láru Hönnu hafi verið gert að sanna hæfi sitt. Það þurfi einfaldlega að fá úr því skorið hvort 365 sé vinnuveitandi hennar.Illugi segir það mikinn misskilning, margtugginn, að Láru Hönnu hafi verið gert sanna hæfi sitt eftir að henni barst bréf frá lögmanni ráðuneytisins. „Ég veit, eins og svo margir, að hún hefur verið að vinna fyrir 365. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál. Ég er handhafi hlutabréfsins og sé hvernig lagatextinn er og hvaða ákvæði gilda," segir menntamálaráðherra. Hann segir rétt vera að Láru Hönnu einni hafi borist slíkt bréf, enda ekki vitað til þess að neinn annar tilnefndra þiggi laun hjá öðru fjölmiðlafyrirtæki sem sé í samkeppni við RÚV. Um það snúist málið. Og Illuga sé að finna út úr því hver staðan á þeim málum sé. „Þetta snýst bara um lagatextann um RÚV og hvað hann þýðir. Það eru ekki skrifin hennar sem skipta máli í þessu samhengi. Þau skipta engu máli. Hryllilega barnalegt er að leggja málin þannig upp. Minn vandi er sá að ég þarf að ganga frá þessu; er með tilnefningu Alþingis, sem á náttúrlega að sinna eftirlitsskildu varðandi þá sem kjörnir eru og svo lögin hinum megin. Lára Hanna talar sjálf um 365 sem sinn vinnuveitanda og þetta er það sem ég þarf að finna út úr. Ef hún getur sagt mér að þetta sé einhvern veginn öðru vísi þá er ég ekki í neinum vandræðum," segir Illugi og vísar til þess að á næstunni verður haldinn hluthafafundur RÚV ohf, en þar er gengið frá því hverjir setjast í stjórn - og hverjir ekki eftir atvikum. Katrín Jakobsdóttir sagði í gær, í samtali við Vísi, að hugsanlega væru lögin of þröngt túlkuð, fjölmiðlar væru vítt hugtak í dag. Ekki aðeins það eitt að þiggja laun hjá skilgreindu fjölmiðlafyrirtæki geti kallað fram vanhæfi hjá stjórnarmönnum. Kannski ættu allir að gera grein fyrir hæfi sínu sem til stendur að taki sæti sem stjórnarmenn? Illugi segir að það megi vera en svona eru lögin og eftir þeim verður að fara.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira