Illugi opinn fyrir meiri einkavæðingu í skólakerfinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. mars 2014 08:56 Illugi sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. Vísir/GVA Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er opinn fyrir frekari einkavæðingu í íslensku skólakerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann var spurður að, í ljósi þess að kennarar í Verzlunarskóla Íslands væru með tíu prósent hærri laun en aðrir kennararar, hvort það ætti að stuðla að frekari einkavæðingu í skólakerfinu. „Við eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku,“ svaraði Illugi. Hann ræddi mismunandi rekstararform á menntastofnunum og sagði: „Það er rými fyrir meiri fjölbreytni í okkar skólakerfi.“ Hann ræddi um ánægjuna með Hjallastefnuna í grunnskólakerfinu og sagðist vilja skoða hvort ekki væri hægt að auka tækifærin fyrir slíkan rekstur á framhaldsskólastiginu. Hann sagði að í samanburði við hin Norðurlöndin kæmi í ljós að mun lægra hlutfall af nemendum væru í einkareknum skólum hér á landi en annars staðar.Laun kennara hækki umfram aðra Illugi var spurður út í kennaraverkfallið og hugsanlegar launahækkanir framhaldsskólakennara. Hann vildi ekki gefa upp neitt um hversu mikið ríkið væri tilbúinn að hækka laun kennara. Hann gaf þó sterklega í skyn að launahækkunin yrði meiri en í kjarasamningum sem voru undirritaðir í desember. Hann sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. „Ég tel að það sé mikið tilvinnandi að við getum hækkað laun kennara,“ sagði Illugi.Kerfisbreyting skapar svigrúm til hækkana Ráðherrann sagði kerfisbreytingu á framhaldsskólakerfinu vera mikilvæga forsendu launahækkana. Hann sagði kerfi þar sem yfir helmingur nemenda klárar ekki nám á tilsettum tíma ekki vera í lagi. „Lausnin er að við sameinumst um það að við getum breytt kerfinu,“ sagði Illugi. „Með því að fjölga þeim nemendum sem klára á tilsettum tíma, erum við að nýta fjármagnið betur og þar með skapast svigrúm til hækkana,“ sagði Illugi. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er opinn fyrir frekari einkavæðingu í íslensku skólakerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann var spurður að, í ljósi þess að kennarar í Verzlunarskóla Íslands væru með tíu prósent hærri laun en aðrir kennararar, hvort það ætti að stuðla að frekari einkavæðingu í skólakerfinu. „Við eigum að vera opin fyrir öllum möguleikum á slíku,“ svaraði Illugi. Hann ræddi mismunandi rekstararform á menntastofnunum og sagði: „Það er rými fyrir meiri fjölbreytni í okkar skólakerfi.“ Hann ræddi um ánægjuna með Hjallastefnuna í grunnskólakerfinu og sagðist vilja skoða hvort ekki væri hægt að auka tækifærin fyrir slíkan rekstur á framhaldsskólastiginu. Hann sagði að í samanburði við hin Norðurlöndin kæmi í ljós að mun lægra hlutfall af nemendum væru í einkareknum skólum hér á landi en annars staðar.Laun kennara hækki umfram aðra Illugi var spurður út í kennaraverkfallið og hugsanlegar launahækkanir framhaldsskólakennara. Hann vildi ekki gefa upp neitt um hversu mikið ríkið væri tilbúinn að hækka laun kennara. Hann gaf þó sterklega í skyn að launahækkunin yrði meiri en í kjarasamningum sem voru undirritaðir í desember. Hann sagði að ef launahækkun kennara yrði sambærileg og hækkunin í kjarasamningunum væri útlit fyrir langar samningaviðræður. „Ég tel að það sé mikið tilvinnandi að við getum hækkað laun kennara,“ sagði Illugi.Kerfisbreyting skapar svigrúm til hækkana Ráðherrann sagði kerfisbreytingu á framhaldsskólakerfinu vera mikilvæga forsendu launahækkana. Hann sagði kerfi þar sem yfir helmingur nemenda klárar ekki nám á tilsettum tíma ekki vera í lagi. „Lausnin er að við sameinumst um það að við getum breytt kerfinu,“ sagði Illugi. „Með því að fjölga þeim nemendum sem klára á tilsettum tíma, erum við að nýta fjármagnið betur og þar með skapast svigrúm til hækkana,“ sagði Illugi.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“