Ingibjörg Sólrún vill bann við því að hylja andlitið á almannafæri Erla Hlynsdóttir skrifar 1. febrúar 2011 08:51 Ingibjörg Sólrún segir að fólk eigi rétt á að sjá framan í fólk sem það á samskipti við Mynd: Anton Brink „Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hann væri andvígur því að bannað verði að klæðast búrkum hér á landi. Ögmundur svaraði þar fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Þorgerður telur notkun búrka ekki samræmast íslensku samfélagsmynstri. Hún vísaði til kvenfrelsis í málflutningi sínum og benti jafnframt á að ekki er hægt að erfitt er að bera kennsl á þá sem undir búrkunni er. Ingibjörg tekur undir þetta síðastnefnda sjónarmið. „Við eigum rétt á að sjá framan í það fólk sem við eigum samskipti við. Þess vegna eigum við einfaldlega að banna að fólk hylji andlit sitt á almannafæri og málið er leyst," skrifar hún. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þessari sömu skoðun á Alþingi í gær þar sem hún sagði að alvarlega þyrfti að íhuga bann við því að fólk hylji andlit sitt á almannafæri. Ögmundur Jónasson svaraði í gær fyrirspurn sem Þorgerður Katrín lagði fram um bann við búrkum Heitar umræður spunnust um málið á síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var meðal annars spurt hvort þá ætti líka að banna lambhúshettur, stóra trefla, sólgleraugu og mótorhjólahjálma, og hvort fólk ætti í raun heimtingu á að sjá framan í fólk úti á götu. Þá var því velt upp að ef búrkan er birtingarmynd kúgunar kvenna hvort þá þyrfti ekki til samræmis við búrkubann að banna hælaskól og þröng pils. Við þessu segir Ingibjörg Sólrún: „Það er skammt öfganna á milli. Það er engin ástæða til að banna höfuðklúta, hælaskó né nokkuð annað sem fólk vill klæðast en andlit fólks verðum við að geta séð ef við eigum samskipti við það. Sá réttur er ekki bundinn í neinar mannréttindayfirlýsingar en hann á sér mjög djúpar rætur í menningu okkar og við eigum ekki að kasta honum á glæ. Í andlitinu lesum við hvað fólk hefur í hyggju. Við þurfum að sjá framan í konur ekki síður en karla. Við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó." Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hann væri andvígur því að bannað verði að klæðast búrkum hér á landi. Ögmundur svaraði þar fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Þorgerður telur notkun búrka ekki samræmast íslensku samfélagsmynstri. Hún vísaði til kvenfrelsis í málflutningi sínum og benti jafnframt á að ekki er hægt að erfitt er að bera kennsl á þá sem undir búrkunni er. Ingibjörg tekur undir þetta síðastnefnda sjónarmið. „Við eigum rétt á að sjá framan í það fólk sem við eigum samskipti við. Þess vegna eigum við einfaldlega að banna að fólk hylji andlit sitt á almannafæri og málið er leyst," skrifar hún. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þessari sömu skoðun á Alþingi í gær þar sem hún sagði að alvarlega þyrfti að íhuga bann við því að fólk hylji andlit sitt á almannafæri. Ögmundur Jónasson svaraði í gær fyrirspurn sem Þorgerður Katrín lagði fram um bann við búrkum Heitar umræður spunnust um málið á síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var meðal annars spurt hvort þá ætti líka að banna lambhúshettur, stóra trefla, sólgleraugu og mótorhjólahjálma, og hvort fólk ætti í raun heimtingu á að sjá framan í fólk úti á götu. Þá var því velt upp að ef búrkan er birtingarmynd kúgunar kvenna hvort þá þyrfti ekki til samræmis við búrkubann að banna hælaskól og þröng pils. Við þessu segir Ingibjörg Sólrún: „Það er skammt öfganna á milli. Það er engin ástæða til að banna höfuðklúta, hælaskó né nokkuð annað sem fólk vill klæðast en andlit fólks verðum við að geta séð ef við eigum samskipti við það. Sá réttur er ekki bundinn í neinar mannréttindayfirlýsingar en hann á sér mjög djúpar rætur í menningu okkar og við eigum ekki að kasta honum á glæ. Í andlitinu lesum við hvað fólk hefur í hyggju. Við þurfum að sjá framan í konur ekki síður en karla. Við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó."
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira