Ingibjörg Sólrún vill bann við því að hylja andlitið á almannafæri Erla Hlynsdóttir skrifar 1. febrúar 2011 08:51 Ingibjörg Sólrún segir að fólk eigi rétt á að sjá framan í fólk sem það á samskipti við Mynd: Anton Brink „Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hann væri andvígur því að bannað verði að klæðast búrkum hér á landi. Ögmundur svaraði þar fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Þorgerður telur notkun búrka ekki samræmast íslensku samfélagsmynstri. Hún vísaði til kvenfrelsis í málflutningi sínum og benti jafnframt á að ekki er hægt að erfitt er að bera kennsl á þá sem undir búrkunni er. Ingibjörg tekur undir þetta síðastnefnda sjónarmið. „Við eigum rétt á að sjá framan í það fólk sem við eigum samskipti við. Þess vegna eigum við einfaldlega að banna að fólk hylji andlit sitt á almannafæri og málið er leyst," skrifar hún. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þessari sömu skoðun á Alþingi í gær þar sem hún sagði að alvarlega þyrfti að íhuga bann við því að fólk hylji andlit sitt á almannafæri. Ögmundur Jónasson svaraði í gær fyrirspurn sem Þorgerður Katrín lagði fram um bann við búrkum Heitar umræður spunnust um málið á síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var meðal annars spurt hvort þá ætti líka að banna lambhúshettur, stóra trefla, sólgleraugu og mótorhjólahjálma, og hvort fólk ætti í raun heimtingu á að sjá framan í fólk úti á götu. Þá var því velt upp að ef búrkan er birtingarmynd kúgunar kvenna hvort þá þyrfti ekki til samræmis við búrkubann að banna hælaskól og þröng pils. Við þessu segir Ingibjörg Sólrún: „Það er skammt öfganna á milli. Það er engin ástæða til að banna höfuðklúta, hælaskó né nokkuð annað sem fólk vill klæðast en andlit fólks verðum við að geta séð ef við eigum samskipti við það. Sá réttur er ekki bundinn í neinar mannréttindayfirlýsingar en hann á sér mjög djúpar rætur í menningu okkar og við eigum ekki að kasta honum á glæ. Í andlitinu lesum við hvað fólk hefur í hyggju. Við þurfum að sjá framan í konur ekki síður en karla. Við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó." Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hann væri andvígur því að bannað verði að klæðast búrkum hér á landi. Ögmundur svaraði þar fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Þorgerður telur notkun búrka ekki samræmast íslensku samfélagsmynstri. Hún vísaði til kvenfrelsis í málflutningi sínum og benti jafnframt á að ekki er hægt að erfitt er að bera kennsl á þá sem undir búrkunni er. Ingibjörg tekur undir þetta síðastnefnda sjónarmið. „Við eigum rétt á að sjá framan í það fólk sem við eigum samskipti við. Þess vegna eigum við einfaldlega að banna að fólk hylji andlit sitt á almannafæri og málið er leyst," skrifar hún. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þessari sömu skoðun á Alþingi í gær þar sem hún sagði að alvarlega þyrfti að íhuga bann við því að fólk hylji andlit sitt á almannafæri. Ögmundur Jónasson svaraði í gær fyrirspurn sem Þorgerður Katrín lagði fram um bann við búrkum Heitar umræður spunnust um málið á síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var meðal annars spurt hvort þá ætti líka að banna lambhúshettur, stóra trefla, sólgleraugu og mótorhjólahjálma, og hvort fólk ætti í raun heimtingu á að sjá framan í fólk úti á götu. Þá var því velt upp að ef búrkan er birtingarmynd kúgunar kvenna hvort þá þyrfti ekki til samræmis við búrkubann að banna hælaskól og þröng pils. Við þessu segir Ingibjörg Sólrún: „Það er skammt öfganna á milli. Það er engin ástæða til að banna höfuðklúta, hælaskó né nokkuð annað sem fólk vill klæðast en andlit fólks verðum við að geta séð ef við eigum samskipti við það. Sá réttur er ekki bundinn í neinar mannréttindayfirlýsingar en hann á sér mjög djúpar rætur í menningu okkar og við eigum ekki að kasta honum á glæ. Í andlitinu lesum við hvað fólk hefur í hyggju. Við þurfum að sjá framan í konur ekki síður en karla. Við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó."
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira