Ingibjörg Sólrún vill bann við því að hylja andlitið á almannafæri Erla Hlynsdóttir skrifar 1. febrúar 2011 08:51 Ingibjörg Sólrún segir að fólk eigi rétt á að sjá framan í fólk sem það á samskipti við Mynd: Anton Brink „Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hann væri andvígur því að bannað verði að klæðast búrkum hér á landi. Ögmundur svaraði þar fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Þorgerður telur notkun búrka ekki samræmast íslensku samfélagsmynstri. Hún vísaði til kvenfrelsis í málflutningi sínum og benti jafnframt á að ekki er hægt að erfitt er að bera kennsl á þá sem undir búrkunni er. Ingibjörg tekur undir þetta síðastnefnda sjónarmið. „Við eigum rétt á að sjá framan í það fólk sem við eigum samskipti við. Þess vegna eigum við einfaldlega að banna að fólk hylji andlit sitt á almannafæri og málið er leyst," skrifar hún. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þessari sömu skoðun á Alþingi í gær þar sem hún sagði að alvarlega þyrfti að íhuga bann við því að fólk hylji andlit sitt á almannafæri. Ögmundur Jónasson svaraði í gær fyrirspurn sem Þorgerður Katrín lagði fram um bann við búrkum Heitar umræður spunnust um málið á síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var meðal annars spurt hvort þá ætti líka að banna lambhúshettur, stóra trefla, sólgleraugu og mótorhjólahjálma, og hvort fólk ætti í raun heimtingu á að sjá framan í fólk úti á götu. Þá var því velt upp að ef búrkan er birtingarmynd kúgunar kvenna hvort þá þyrfti ekki til samræmis við búrkubann að banna hælaskól og þröng pils. Við þessu segir Ingibjörg Sólrún: „Það er skammt öfganna á milli. Það er engin ástæða til að banna höfuðklúta, hælaskó né nokkuð annað sem fólk vill klæðast en andlit fólks verðum við að geta séð ef við eigum samskipti við það. Sá réttur er ekki bundinn í neinar mannréttindayfirlýsingar en hann á sér mjög djúpar rætur í menningu okkar og við eigum ekki að kasta honum á glæ. Í andlitinu lesum við hvað fólk hefur í hyggju. Við þurfum að sjá framan í konur ekki síður en karla. Við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó." Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hann væri andvígur því að bannað verði að klæðast búrkum hér á landi. Ögmundur svaraði þar fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Þorgerður telur notkun búrka ekki samræmast íslensku samfélagsmynstri. Hún vísaði til kvenfrelsis í málflutningi sínum og benti jafnframt á að ekki er hægt að erfitt er að bera kennsl á þá sem undir búrkunni er. Ingibjörg tekur undir þetta síðastnefnda sjónarmið. „Við eigum rétt á að sjá framan í það fólk sem við eigum samskipti við. Þess vegna eigum við einfaldlega að banna að fólk hylji andlit sitt á almannafæri og málið er leyst," skrifar hún. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þessari sömu skoðun á Alþingi í gær þar sem hún sagði að alvarlega þyrfti að íhuga bann við því að fólk hylji andlit sitt á almannafæri. Ögmundur Jónasson svaraði í gær fyrirspurn sem Þorgerður Katrín lagði fram um bann við búrkum Heitar umræður spunnust um málið á síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var meðal annars spurt hvort þá ætti líka að banna lambhúshettur, stóra trefla, sólgleraugu og mótorhjólahjálma, og hvort fólk ætti í raun heimtingu á að sjá framan í fólk úti á götu. Þá var því velt upp að ef búrkan er birtingarmynd kúgunar kvenna hvort þá þyrfti ekki til samræmis við búrkubann að banna hælaskól og þröng pils. Við þessu segir Ingibjörg Sólrún: „Það er skammt öfganna á milli. Það er engin ástæða til að banna höfuðklúta, hælaskó né nokkuð annað sem fólk vill klæðast en andlit fólks verðum við að geta séð ef við eigum samskipti við það. Sá réttur er ekki bundinn í neinar mannréttindayfirlýsingar en hann á sér mjög djúpar rætur í menningu okkar og við eigum ekki að kasta honum á glæ. Í andlitinu lesum við hvað fólk hefur í hyggju. Við þurfum að sjá framan í konur ekki síður en karla. Við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó."
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira