Ingólfstorg – Kvosin Páll Hjaltason skrifar 2. júlí 2012 10:15 Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. Það deiliskipulag sem er í gildi frá 1986 gerir m.a. ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Ingólfstorg auk þess sem fjarlægja mátti gömlu timburhúsin þrjú sem standa við Vallarstræti. Hugmyndir manna um þróun miðborgarinnar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðarverndun ásamt mikilvægi þess að almannahagsmunir og umhverfisgæði séu höfð að leiðarljósi. Í því ljósi ákvað skipulagsráð Reykjavíkur, í samráði við lóðarhafa, að halda opna alþjóðlega hönnunarsamkeppni um svæðið. Það er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur þátt í að halda slíka samkeppni um svæði í einkaeigu. Mikil tækifæri felast í miðborg Reykjavíkur en hún er flókið samspil margra þátta og mikilvægt að leiða fram fjölbreyttar úrlausnir í skipulagi. Samkeppnissvæðið er í hjarta borgarinnar og allar ákvarðanir um framtíð þessa viðkvæma borgarhluta þurfa að vera vel hugsaðar. Á svæðinu er t.d. talinn vera upphafspunktur byggðar í landinu. Í forsögn samkeppninnar var m.a. lagt upp með að halda ætti í gömlu timburhúsin og ef þau yrðu færð bæri að koma þeim fyrir á samkeppnissvæðinu. Samkeppnin var í tveimur þrepum og var fyrra þrep opin hugmyndasamkeppni þar sem öllum gafst kostur á að koma með tillögu að framtíðarþróun svæðisins. Alls bárust 68 tillögur sem búa yfir athyglisverðum hugmyndum sem varpa ljósi á möguleika svæðisins. Sumar tillögurnar fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu en aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðarmynstri og svæðinu eins og það er í dag. Fimm tillögur voru síðan valdar til frekari útfærslu og af þeim voru valdar þrjár í verðlaunasæti. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Ask arkitektum. Vinningstillagan tekur mikið tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst m.a. í skýrri sýn á þetta viðkvæma svæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án nokkurs niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum. Tillagan skiptir uppbyggingunni í þrjá áfanga þar sem hver áfangi hefur skýrt hlutverk. Í Vallarstræti verður fjölbreytt verslunar- og þjónustuhúsnæði sem mun auðga mannlíf og styrkja þjónustu í Kvosinni. Samkomusalurinn við Thorvaldsenstræti 2 (núv. Nasa) er endurbyggður sem skemmti- og ráðstefnusalur. Landsímahúsið er allt skipulagt sem hótelbygging með nýbyggingu við Kirkjustræti. Aðalinngangur í hótel er frá Kirkjustræti og innra skipulag hótels skapar góð tengsl við nærliggjandi almenningsrými, Víkurgarð og Austurvöll. Það sem er einna róttækast í vinningstillögunni er að lagt er til að byggt verði á syðri hluta Ingólfstorgs, þar sem Hótel Ísland stóð einu sinni. Þar er um að ræða sjálfstæða einingu á borgarlandi sem tengist ekki hóteluppbyggingunni og gerir tillagan ráð fyrir að þar verði menningarhús. Nýbygging á þessum reit þarfnast frekari útfærslu og almennrar umræðu en býður upp á spennandi möguleika sem endurvekur og styrkir gamlar götumyndir í elsta borgarhluta Reykjavíkur. Reykjavík stendur á vissum tímamótum í skipulagsmálum. Kyrrstaða síðustu ára hefur gefið tóm til að endurmeta margar fyrri ákvarðanir í ljósi breyttra sjónarmiða og setja fram markvissari sýn til framtíðar. Aukin áhersla á umhverfisgæði, vistvænar samgöngur og almannahagsmuni leiðir fram nýjar lausnir. Þétting byggðar á auk þess ávallt að vera á forsendum þess byggðamynsturs sem fyrir er á hverjum stað og styrkja mannlífið í borginni. Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborginni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku voru kynntar tillögur úr samkeppni um framtíðarþróun Ingólfstorgs og næsta nágrennis en samkeppnissvæðið náði frá Ingólfstorgi yfir að Vallargarði og Kirkjustræti. Miklar umræður hafa verið um þetta svæði undanfarin ár en það var komin nokkuð flókin staða í skipulagi. Það deiliskipulag sem er í gildi frá 1986 gerir m.a. ráð fyrir töluverðri uppbyggingu við Ingólfstorg auk þess sem fjarlægja mátti gömlu timburhúsin þrjú sem standa við Vallarstræti. Hugmyndir manna um þróun miðborgarinnar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðarverndun ásamt mikilvægi þess að almannahagsmunir og umhverfisgæði séu höfð að leiðarljósi. Í því ljósi ákvað skipulagsráð Reykjavíkur, í samráði við lóðarhafa, að halda opna alþjóðlega hönnunarsamkeppni um svæðið. Það er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur þátt í að halda slíka samkeppni um svæði í einkaeigu. Mikil tækifæri felast í miðborg Reykjavíkur en hún er flókið samspil margra þátta og mikilvægt að leiða fram fjölbreyttar úrlausnir í skipulagi. Samkeppnissvæðið er í hjarta borgarinnar og allar ákvarðanir um framtíð þessa viðkvæma borgarhluta þurfa að vera vel hugsaðar. Á svæðinu er t.d. talinn vera upphafspunktur byggðar í landinu. Í forsögn samkeppninnar var m.a. lagt upp með að halda ætti í gömlu timburhúsin og ef þau yrðu færð bæri að koma þeim fyrir á samkeppnissvæðinu. Samkeppnin var í tveimur þrepum og var fyrra þrep opin hugmyndasamkeppni þar sem öllum gafst kostur á að koma með tillögu að framtíðarþróun svæðisins. Alls bárust 68 tillögur sem búa yfir athyglisverðum hugmyndum sem varpa ljósi á möguleika svæðisins. Sumar tillögurnar fela í sér róttæka umbreytingu á samkeppnissvæðinu en aðrar þróa hugmyndir að uppbyggingu út frá sögulegu byggðarmynstri og svæðinu eins og það er í dag. Fimm tillögur voru síðan valdar til frekari útfærslu og af þeim voru valdar þrjár í verðlaunasæti. Í fyrsta sæti varð tillaga frá Ask arkitektum. Vinningstillagan tekur mikið tillit til sögu Kvosarinnar en sýnir um leið áhugaverða þróunarmöguleika. Styrkur hennar felst m.a. í skýrri sýn á þetta viðkvæma svæði. Hún sýnir markvissa uppbyggingu án nokkurs niðurrifs eða tilfærslu á gömlum húsum. Tillagan skiptir uppbyggingunni í þrjá áfanga þar sem hver áfangi hefur skýrt hlutverk. Í Vallarstræti verður fjölbreytt verslunar- og þjónustuhúsnæði sem mun auðga mannlíf og styrkja þjónustu í Kvosinni. Samkomusalurinn við Thorvaldsenstræti 2 (núv. Nasa) er endurbyggður sem skemmti- og ráðstefnusalur. Landsímahúsið er allt skipulagt sem hótelbygging með nýbyggingu við Kirkjustræti. Aðalinngangur í hótel er frá Kirkjustræti og innra skipulag hótels skapar góð tengsl við nærliggjandi almenningsrými, Víkurgarð og Austurvöll. Það sem er einna róttækast í vinningstillögunni er að lagt er til að byggt verði á syðri hluta Ingólfstorgs, þar sem Hótel Ísland stóð einu sinni. Þar er um að ræða sjálfstæða einingu á borgarlandi sem tengist ekki hóteluppbyggingunni og gerir tillagan ráð fyrir að þar verði menningarhús. Nýbygging á þessum reit þarfnast frekari útfærslu og almennrar umræðu en býður upp á spennandi möguleika sem endurvekur og styrkir gamlar götumyndir í elsta borgarhluta Reykjavíkur. Reykjavík stendur á vissum tímamótum í skipulagsmálum. Kyrrstaða síðustu ára hefur gefið tóm til að endurmeta margar fyrri ákvarðanir í ljósi breyttra sjónarmiða og setja fram markvissari sýn til framtíðar. Aukin áhersla á umhverfisgæði, vistvænar samgöngur og almannahagsmuni leiðir fram nýjar lausnir. Þétting byggðar á auk þess ávallt að vera á forsendum þess byggðamynsturs sem fyrir er á hverjum stað og styrkja mannlífið í borginni. Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborginni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrirrúmi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar