Ingólfur gaf FME rangar upplýsingar um sjálfan sig Erla Hlynsdóttir skrifar 27. maí 2011 10:19 Fjármálaeftirlitið lítur svo á að Ingólfur Guðmundsson hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni sem stjórnarformaður Íslenska lífeyrissjóðsins þegar hann lét hjá að líða að fylgjast með ráðstöfun eigna sjóðsins á árinu 2008 og bregðast við með viðeigandi hætti þegar fjárfestingar sjóðsins voru langt umfram lagaheimildir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gagnsæistilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu þar sem birtur er rökstuðningur fyrir því að Ingólfur var ekki metinn hæfur til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Fjármálaeftirlitið ákvað á sínum tíma að birta ekki gagnsæistilkynningu um ákvörðunina vegna rannsóknarhagsmuna hjá sérstökum saksóknara. Það er hins vegar gert nú vegna ítrekaðrar fjölmiðlaumfjöllunar um mál hans, og þeirrar staðreyndar að hann hefur höfðað dómsmál til ógildingar ákvörðuninni. Lögmaður Ingólfs í málaferlunum er Jónas Fr. Jónasson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Samkvæmt gagnsæistilkynningunni gaf Ingólfur Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar í gögnum sem hann sendi eftirlitinu og áttu að liggja til grundvallar mati á hæfi hans til að gegna stöðu framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins, og er það ámælisvert að mati Fjármálaeftirlitsins. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins, þar með talinn Ingólfur sem þá var stjórnarformaður, hafi látið undir höfuð leggjast að afla samþykkis sjóðsfélaga við breytta fjárfestingarstefnu séreignarsparnaðarleiðarinnar Líf IV. Breytt fjárfestingarstefna var samþykkt á stjórnarfundi í apríl 2007 en breytingarnar ekki tilkynntar fjármálaráðherra eins og gert er ráð fyrir, en um verulegar breytingar var að ræða þar sem fjármunir voru færðir af innlánsreikningum yfir í umtalsvert áhættumeiri fjárfestingaleið. Ingólfur var ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga í febrúar 2010 með fyrirvara um að hann uppfyllti skilyrði um hæfi. Hæfismat Fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós að Ingólfur hefði gerst sekur um ámælisverð brot og því ekki forsvaranlegt að hann héldi stöðunni. Hann lét því af störfum í september á síðasta ári. Við mat á hæfi Ingólfs skoðaði Fjármálaeftirlitið feril Ingólfs, en hann sat í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá árinu 1995 til 2009, eða í 14 ár. Þá var hann stjórnarformaður síðustu 9 árin. Frá 1998 starfaði hann samhliða hjá Landsbanka Íslands sem framkvæmdastjóri einkabankasviðs, á árinu 2004 og fram að falli bankans 2008. Landsbanki Íslands er rekstraraðili Íslenska lífeyrissjóðsins. Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fjármálaeftirlitið lítur svo á að Ingólfur Guðmundsson hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni sem stjórnarformaður Íslenska lífeyrissjóðsins þegar hann lét hjá að líða að fylgjast með ráðstöfun eigna sjóðsins á árinu 2008 og bregðast við með viðeigandi hætti þegar fjárfestingar sjóðsins voru langt umfram lagaheimildir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gagnsæistilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu þar sem birtur er rökstuðningur fyrir því að Ingólfur var ekki metinn hæfur til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Fjármálaeftirlitið ákvað á sínum tíma að birta ekki gagnsæistilkynningu um ákvörðunina vegna rannsóknarhagsmuna hjá sérstökum saksóknara. Það er hins vegar gert nú vegna ítrekaðrar fjölmiðlaumfjöllunar um mál hans, og þeirrar staðreyndar að hann hefur höfðað dómsmál til ógildingar ákvörðuninni. Lögmaður Ingólfs í málaferlunum er Jónas Fr. Jónasson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Samkvæmt gagnsæistilkynningunni gaf Ingólfur Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar í gögnum sem hann sendi eftirlitinu og áttu að liggja til grundvallar mati á hæfi hans til að gegna stöðu framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins, og er það ámælisvert að mati Fjármálaeftirlitsins. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins, þar með talinn Ingólfur sem þá var stjórnarformaður, hafi látið undir höfuð leggjast að afla samþykkis sjóðsfélaga við breytta fjárfestingarstefnu séreignarsparnaðarleiðarinnar Líf IV. Breytt fjárfestingarstefna var samþykkt á stjórnarfundi í apríl 2007 en breytingarnar ekki tilkynntar fjármálaráðherra eins og gert er ráð fyrir, en um verulegar breytingar var að ræða þar sem fjármunir voru færðir af innlánsreikningum yfir í umtalsvert áhættumeiri fjárfestingaleið. Ingólfur var ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga í febrúar 2010 með fyrirvara um að hann uppfyllti skilyrði um hæfi. Hæfismat Fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós að Ingólfur hefði gerst sekur um ámælisverð brot og því ekki forsvaranlegt að hann héldi stöðunni. Hann lét því af störfum í september á síðasta ári. Við mat á hæfi Ingólfs skoðaði Fjármálaeftirlitið feril Ingólfs, en hann sat í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins frá árinu 1995 til 2009, eða í 14 ár. Þá var hann stjórnarformaður síðustu 9 árin. Frá 1998 starfaði hann samhliða hjá Landsbanka Íslands sem framkvæmdastjóri einkabankasviðs, á árinu 2004 og fram að falli bankans 2008. Landsbanki Íslands er rekstraraðili Íslenska lífeyrissjóðsins.
Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira