Innanríkisráðherra beitir sér gegn áformum Huang Nubos 27. júlí 2012 06:30 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að ríkisstjórnin afturkalli leyfi sem veitt hafa verið um ívilnanir vegna fyrirhugaðra áforma kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubos um leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann mun taka málið upp í ríkisstjórn á þriðjudag. Samkvæmt lögum er aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) óheimilt að festa kaup á landi eða leigja til lengri tíma en þriggja ára. Árið 2010 voru sett lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og Ögmundur segir að í þeim sé að finna lagaákvæði sem geri mögulegt að smjúga fram hjá þeirri almennu lagareglu. „Það er frá þessu ákvæði sem verið er að veita undanþágu, þannig að kínversk auðsamsteypa verður ígildi íslensks fyrirtækis.“ Ögmundur gerði fyrirvara við málið þegar það var afgreitt úr ríkisstjórn í júní. Hann segir mikilvægt að taka þessi mál til endurskoðunar, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem virðist stefna í. „Við þurfum að endurskoða þessar ívilnanir og aðkomu Kínverja að kaupum eða leigu á landi og svo er augljóst að við þurfum að taka upp viðræður við sveitarfélögin á Norðausturlandi um framtíðarþróun.“ Ögmundur segir eitt mikilvægasta verkefnið nú um stundir að bregðast skynsamlega við beiðnum erlendra auðmanna og fyrirtækja sem vilja fjárfesta hér á landi. Við inngönguna í EES hafi ekki verið gengið eins langt og hægt var til að halda eignarhaldi á landi innan landsteinanna. Þetta þurfi að taka til endurskoðunar. Hann segir nauðsynlegt að sýna varfærni þegar kemur að fjöreggi Íslands; eignarhaldi á landi og auðlindum. Málið nú minni óþægilega mikið á það sem gerðist í aðdraganda hrunsins þegar nánast allt samfélagið gapti upp í fjármálamenn sem ætluðu að leggja heiminn að fótum sér. „Ég sé að umboðsmaður Nubos hér á landi segir að eðlilegt sé að stórþjóðir á borð við Kínverja hafi, sem stórveldi, áhuga á að hafa hönd í bagga með ákvarðanatöku, til dæmis varðandi stórskipahöfn og olíuhreinsunarstöð á Norðausturlandi. Þá spyr ég á móti, en hvað með íslenska ríkið? Er ekki nauðsynlegt að við sem þjóð og sem ríki gætum hagsmuna okkar inn í framtíðina?“- kóp /sjá síðu 12 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að ríkisstjórnin afturkalli leyfi sem veitt hafa verið um ívilnanir vegna fyrirhugaðra áforma kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubos um leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann mun taka málið upp í ríkisstjórn á þriðjudag. Samkvæmt lögum er aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) óheimilt að festa kaup á landi eða leigja til lengri tíma en þriggja ára. Árið 2010 voru sett lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og Ögmundur segir að í þeim sé að finna lagaákvæði sem geri mögulegt að smjúga fram hjá þeirri almennu lagareglu. „Það er frá þessu ákvæði sem verið er að veita undanþágu, þannig að kínversk auðsamsteypa verður ígildi íslensks fyrirtækis.“ Ögmundur gerði fyrirvara við málið þegar það var afgreitt úr ríkisstjórn í júní. Hann segir mikilvægt að taka þessi mál til endurskoðunar, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem virðist stefna í. „Við þurfum að endurskoða þessar ívilnanir og aðkomu Kínverja að kaupum eða leigu á landi og svo er augljóst að við þurfum að taka upp viðræður við sveitarfélögin á Norðausturlandi um framtíðarþróun.“ Ögmundur segir eitt mikilvægasta verkefnið nú um stundir að bregðast skynsamlega við beiðnum erlendra auðmanna og fyrirtækja sem vilja fjárfesta hér á landi. Við inngönguna í EES hafi ekki verið gengið eins langt og hægt var til að halda eignarhaldi á landi innan landsteinanna. Þetta þurfi að taka til endurskoðunar. Hann segir nauðsynlegt að sýna varfærni þegar kemur að fjöreggi Íslands; eignarhaldi á landi og auðlindum. Málið nú minni óþægilega mikið á það sem gerðist í aðdraganda hrunsins þegar nánast allt samfélagið gapti upp í fjármálamenn sem ætluðu að leggja heiminn að fótum sér. „Ég sé að umboðsmaður Nubos hér á landi segir að eðlilegt sé að stórþjóðir á borð við Kínverja hafi, sem stórveldi, áhuga á að hafa hönd í bagga með ákvarðanatöku, til dæmis varðandi stórskipahöfn og olíuhreinsunarstöð á Norðausturlandi. Þá spyr ég á móti, en hvað með íslenska ríkið? Er ekki nauðsynlegt að við sem þjóð og sem ríki gætum hagsmuna okkar inn í framtíðina?“- kóp /sjá síðu 12
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira