Innanríkisráðherra kynnir fækkun lögreglu- og sýslumannsembætta Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2014 19:49 Fækka á umdæmum sýslumanna úr 25 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í átta. Að sama skapi munu umdæmin stækka. MYND/INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur mælt fyrir tveimur lagafumvörpum sem gera ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi 1. janúar á næsta ári. Fækka á umdæmum sýslumanna úr 25 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í átta. Að sama skapi munu umdæmin stækka. „Við erum að fækka embættunum, en um leið erum við að gera þau burðugri og í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum,“ segir Hanna Birna. En markmiðið er að klára þetta fyrir þinglok í vor. Ráðherrann mun næstu tvær vikurnar heimsækja alla landshluta til að kynna fyrirhugaðar breytingar. Fyrsti fundurinn var á Hvolsvelli í dag. „Það verður eitt umdæmi lögreglustjóra á Suðurlandi,“ sagði Kjartan Þorkelsson, sýslumaður og lögreglustjóri á Hvolsvelli. Hingað til hafa verið þrír lögreglustjórar á Suðurlandi, einn á Selfossi, einn á Hvolsvelli og einn í Vestmannaeyjum. Umdæmi sýslumanna á Suðurlandi verða tvö en áfram er gert ráð fyrir sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum. Sýslumannsembættin á Selfossi og Hvolsvelli verða aftur á móti sameinuð. „Það hefur ekkert verið rætt hvar embættin verða staðsett,“ segir Kjartan en það verður ákveðið í reglugerð eins og segir í lagafrumvörpunum. Kjartani líst vel á breytingarnar og segir að tillögunni verði að taka með jákvæðu hugarfari. „Þetta gefur okkur fullt af tækifærum,“ segir Kjartan. Lögreglustjórar stýra almannavörnum í neyðaraðgerðum. Aðspurður svarar Kjartan því að hann telji ekki að það ætti að hafa nein áhrif til hins verra á stjórnun þeirra þó lögreglustjórum fækki. Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur mælt fyrir tveimur lagafumvörpum sem gera ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi 1. janúar á næsta ári. Fækka á umdæmum sýslumanna úr 25 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í átta. Að sama skapi munu umdæmin stækka. „Við erum að fækka embættunum, en um leið erum við að gera þau burðugri og í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum,“ segir Hanna Birna. En markmiðið er að klára þetta fyrir þinglok í vor. Ráðherrann mun næstu tvær vikurnar heimsækja alla landshluta til að kynna fyrirhugaðar breytingar. Fyrsti fundurinn var á Hvolsvelli í dag. „Það verður eitt umdæmi lögreglustjóra á Suðurlandi,“ sagði Kjartan Þorkelsson, sýslumaður og lögreglustjóri á Hvolsvelli. Hingað til hafa verið þrír lögreglustjórar á Suðurlandi, einn á Selfossi, einn á Hvolsvelli og einn í Vestmannaeyjum. Umdæmi sýslumanna á Suðurlandi verða tvö en áfram er gert ráð fyrir sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum. Sýslumannsembættin á Selfossi og Hvolsvelli verða aftur á móti sameinuð. „Það hefur ekkert verið rætt hvar embættin verða staðsett,“ segir Kjartan en það verður ákveðið í reglugerð eins og segir í lagafrumvörpunum. Kjartani líst vel á breytingarnar og segir að tillögunni verði að taka með jákvæðu hugarfari. „Þetta gefur okkur fullt af tækifærum,“ segir Kjartan. Lögreglustjórar stýra almannavörnum í neyðaraðgerðum. Aðspurður svarar Kjartan því að hann telji ekki að það ætti að hafa nein áhrif til hins verra á stjórnun þeirra þó lögreglustjórum fækki.
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira