Innlent

Innanríkisráðuneytið semur við Íslenska ættleiðingu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hörður Svavarsson formaður.
Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hörður Svavarsson formaður. Mynd/Innanríkisráðuneytið
Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing hafa gert með sér þjónustusamning sem gilda á út árið 2014.

Samningurinn kveður á um að Íslensk ættleiðing, sem hefur löggildingu innanríksiráðherra til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum, veiti skilgreinda þjónustu sem því tengist.

Fjárveitingar til verkefna samningsins eru ákveðnar á fjárlögum hverju sinni.

Í samningnum er vísað í heimildir er varða ættleiðingar í lögum og reglugerðum og að starfsemi Íslenskrar ættleiðingar skuli vera í samræmi við þau.

Kveðið er á um ábyrgð hvors aðila um sig í samningnum, að ráðuneytið leggi til fjármagn og að Íslensk ættleiðing skuli tryggja að farið sé að markmiðum samningsins og veita þá þjónustu sem kveðið er á um.

Meðal verkefna Íslenskrar ættleiðingar er að annast meðferð umsókna kjörforeldra um ættleiðingu, samskipti við upprunaríki, sýslumann og kjörforeldra, skipuleggja námskeið til undirbúnings ættleiðingar, veita ráðgjöf eftir ættleiðingu og senda eftirfylgniskýrslur til upprunalands um stöðu barns eftir komu þess til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×