Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi um Reykjavíkurflugvöll Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:30 Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnaði því í fyrra að loka flugbrautinni. Meirihluti borgarstjórnar var ósáttur við það og taldi að með því væri ekki staðið við samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, forveri ráðherrans í starfi, hafði gert við borgarstjóra haustið 2013. Borgin taldi nauðsynlegt að brautin færi þar sem aðflug við hana myndi skarast á við byggingu nokkur hundruð íbúða Valsmanna á Hlíðarenda. Málið endaði endaði fyrir dómstólum. Þann 22. mars síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur svo að þeirri niðurstöðu að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni sem oft hefur verið kölluð „neyðarbraut" og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokunina innan sextán vikna. Ef ríkið lokar ekki flugbrautinni fyrir þann tíma eða fyrir 12 júlí þarf það að greiða Reykjavíkurborg eina milljón króna í sekt á hverjum degi. Innanríkisráðherra hefur nú ákveðið að dómnum verði ekki unað og áfrýjað honum til Hæstaréttar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki koma sér á óvart. „Þetta er auðvitað stórt mál en við vonumst til þess, af því það er flýtimeðferð á málinu, að málflutningur verði fyrir réttarhlé í sumar þannig að niðurstaða fáist sem fyrst,“ segir Dagur. Framkvæmdir hófust á Hlíðarenda fyrir rúmu ári og er þegar búið að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á svæðinu. „Það eru miklir hagsmunir undir í þessu og við höfum auðvitað gengi í mörg ár út frá því að samningar sem sveitarfélög geri við ríkið haldi og það er prinsippið sem er undir í þessu máli að samningar standi,“ segir Dagur. Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjóri segir mikla hagsmuni undir í málinu og vonast til að niðurstaða Hæstaréttar liggi fyrir sem fyrst. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnaði því í fyrra að loka flugbrautinni. Meirihluti borgarstjórnar var ósáttur við það og taldi að með því væri ekki staðið við samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, forveri ráðherrans í starfi, hafði gert við borgarstjóra haustið 2013. Borgin taldi nauðsynlegt að brautin færi þar sem aðflug við hana myndi skarast á við byggingu nokkur hundruð íbúða Valsmanna á Hlíðarenda. Málið endaði endaði fyrir dómstólum. Þann 22. mars síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur svo að þeirri niðurstöðu að ríkinu sé skylt að loka Norðaustur-suðvestur flugbrautinni sem oft hefur verið kölluð „neyðarbraut" og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokunina innan sextán vikna. Ef ríkið lokar ekki flugbrautinni fyrir þann tíma eða fyrir 12 júlí þarf það að greiða Reykjavíkurborg eina milljón króna í sekt á hverjum degi. Innanríkisráðherra hefur nú ákveðið að dómnum verði ekki unað og áfrýjað honum til Hæstaréttar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ekki koma sér á óvart. „Þetta er auðvitað stórt mál en við vonumst til þess, af því það er flýtimeðferð á málinu, að málflutningur verði fyrir réttarhlé í sumar þannig að niðurstaða fáist sem fyrst,“ segir Dagur. Framkvæmdir hófust á Hlíðarenda fyrir rúmu ári og er þegar búið að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á svæðinu. „Það eru miklir hagsmunir undir í þessu og við höfum auðvitað gengi í mörg ár út frá því að samningar sem sveitarfélög geri við ríkið haldi og það er prinsippið sem er undir í þessu máli að samningar standi,“ segir Dagur.
Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira