Viðskipti innlent

Innistæðulausar hækkanir á matvöru kynda verðbólgubálið

Óbreytt verðbólga í júní kom sérfræðingum í opna skjöldu enda spáðu þeir allir að hún myndi lækka töluvert. Skýringin á þessu eru m.a. lítt skiljanlegar hækkanir á matvöru og þá einkum þeirri innlendu.

Hækkanir á matvöru sem engin sjáanleg innistæða er fyrir skýra að hluta til muninn á spánum og raunveruleikanum að mati bæði greiningar Íslandsbanka og Arion banka.

Í Markaðspunktum greiningar Arion banka segir að „þrátt fyrir lækkandi hrávöruverð úti í heimi og styrkingu krónunnar þá halda matvörur áfram að hækka. Hækkunina má þó einkum rekja til verðhækkana á innlendum matvörum. Styrking krónunnar og lækkandi hrávöruverð hefur ekki skilað sér út í verðlagið..."

Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka er tekið dæmi af ávöxtum sem hækkuðu um tæp 6% þrátt fyrir talsverða hækkun á gengi krónunnar undanfarið, eins og það er orðað. Grænmeti hefur yfirleitt lækkað um 7% í júní undanfarin ár.

Þá var hækkun á flugfargjöldum um 11% einnig umhugsunarefni sérfræðinganna enda hefur samkeppni í utanlandsflugi aukist verulega samhliða því að verð á eldsneyti hefur snarlækkað.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×