Erlent

Innrásarfloti Mongóla fundinn

Um 4.000 gripir fundust við skipið.
Um 4.000 gripir fundust við skipið.
Fornleifafræðingar í Japan telja sig hafa fundið leifar innrásaflota Mongóla frá árinu 1281. Vísindamennirnir fundu skipið grafið í sjávarbotninum fyrir utan Nagasaki. Þeir telja að skipið sé eitt af 4.400 skipum sem eyðilöggðust í fellibyli sem gekk yfir svæðið.

Talið er að 40.000 hermenn hafi verið í skipunum og að stór hluti þeirra hafi drukknað í fellibylnum.

Vísindamennirnir munu nota kjöl skipsins til að endurskapa upprunlegt útlit þess.

Vísindamennirnir notuðust við ómsjá þegar þeir uppgötvuðu flakið og telja þeir að skipið sé í góðu ástandi. Þeir segjast jafnvel geta greint lit skipsins.

Mongólar stjórnuðu Kína á árunum 1271 til 1368. Einn frægast leiðtogi þeirra, Kublai Khan, senti tvo innrásarheri til Japans en í bæði skiptin grandaði fellibylur þeim. Í Japönskum þjóðsögum eru fellibylirnir kallaði Kamikaze eða Guðlegir vindar.

Samkvæmt þjóðsögum Japana komust nokkrir hermenn Mongóla að landi en þeir voru myrtir af samúræjum sem biðu á ströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×