Innlent

Inspired by Iceland hlýtur gullverðlaun

Við afhendingu verðlaunanna í Brussel fyrr í kvöld. George Bryant frá Brooklyn Brothers, samstarfsaðila Íslendinganna, Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu, Kristján Schram markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni og Atli Freyr Sveinsson framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar.
Við afhendingu verðlaunanna í Brussel fyrr í kvöld. George Bryant frá Brooklyn Brothers, samstarfsaðila Íslendinganna, Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu, Kristján Schram markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni og Atli Freyr Sveinsson framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar.
Auglýsingarherferðin Inspired by Iceland vann rétt í þessu til gullverðlauna á European Effie awards, en sú auglýsingakeppni er ein sú virtasta í Evrópu.

Verðlaunin eru veitt fyrir þá auglýsingaherferð sem skilar mestum árangri, þ.e. sá sem auglýsir fær mest í sinn hlut. Herferðin hlaut verðlaun í flokki samskiptamiðla og er þar með sú herferð sem skilaði mestum tekjum með notkun samskiptamiðla í Evrópu árið 2011.

Stærstur partur herferðarinnar fólst í því að koma upplýsingum um ágæti og fegurð Íslands á framfæri við útlendinga með hjálp vefmiðla eins og facebook, twitter og bloggi. Það þótti gefast svo öldungis frábærlega að dómnefndin, sem skipuð er 20 mönnum, ákvað að veita henni einnig önnur sérstök verðlaun sem nefnast Grand Prix.

Með herferðinni skaut ferðaþjónustan á Íslandi stórum keppendum eins og Volkswagen og Audi ref fyrir rass. Þegar auglýsingarherferðin Inspired by Iceland var borin saman við þessi stóru fyrirtæki þótti sú auglýsing skila meiru en þeirra auglýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×