Írska smjörfjallið fer allt í kálfafóður Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2014 07:00 Írska smjörfjallið er geymt í frystigeymslu á Akureyri sem er ekki í eigu MS mynd/auðunn níelsson Enn eru eftir um 32 tonn af írska smjörinu sem Mjólkursamsalan flutti inn til landsins fyrir jólin í fyrra vegna mögulegs skorts á smjöri. Smjörfjallið er geymt í frystigeymslu á Akureyri og mun fljótlega fara í gerð kálfafóðurs. 90 tonn af smjöri voru flutt inn til landsins fyrir jólin í fyrra í þremur gámum. „Þetta er það sem eftir er af þessu erlenda smjöri, við eigum ekki erlent smjör á lager annars staðar á landinu,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar. Ein pakkning af Smjörva frá MS er 400 grömm að þyngd. Þrír fjórðu hlutar smjörvans er hreint smjör en fjórðungur er óhert vítamínbætt rapsolía. Því hefðu þessar írsku umframbirgðir af smjöri geta nýst í rúmar 106 þúsund pakkningar af Smjörva. Til samanburðar eru um 80 þúsund fjölskyldur í landinu og írska smjörfjallið hefði því geta nýst á hvert heimili í landinu. Um 60 tonn voru notuð af írska smjörinu í ostagerð fyrir jólin í fyrra. Sögðu forsvarsmenn MS á þeim tíma að vegna aukinnar sölu á rjóma og smjöri hefði þurft að grípa til þessa ráðs að flytja inn erlent smjör til íblöndunar svo ekki yrði skortur á smjöri fyrir jólin. Var írska smjörið notað í rifinn Mozzarella ost og einnig nokkrar tegundir af bræðsluostum. Þetta smjör verður ekki notað til manneldis, heldur mun það fara í gerð kálfafóðurs. Samt sem áður uppfyllti erlenda smjörið allar þær kröfur sem gerðar eru og engan bragðmun mátti finna á íslensku smjöri og því írska. „Þetta smjör er orðið of gamalt til að við getum notað það í innlenda matarframleiðslu. Þannig að við verðum að bregða á það ráð á næstu mánuðum að nota þetta smjör sem íblöndunarefni í kálfafóður, þá er þessari sögu írska smjörsins lokið.“ segir Egill. Mjólkursamsalan hefur verið harðlega gagnrýnd upp á síðkastið. Fyrirtækið er í einokunarstöðu á markaði og stýrir um 99 prósent af öllum markaði með mjólkurafurðir. Lagði Samkeppniseftirlitið 370 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir að fara á svig við 11. grein samkeppnislaga. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
Enn eru eftir um 32 tonn af írska smjörinu sem Mjólkursamsalan flutti inn til landsins fyrir jólin í fyrra vegna mögulegs skorts á smjöri. Smjörfjallið er geymt í frystigeymslu á Akureyri og mun fljótlega fara í gerð kálfafóðurs. 90 tonn af smjöri voru flutt inn til landsins fyrir jólin í fyrra í þremur gámum. „Þetta er það sem eftir er af þessu erlenda smjöri, við eigum ekki erlent smjör á lager annars staðar á landinu,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar. Ein pakkning af Smjörva frá MS er 400 grömm að þyngd. Þrír fjórðu hlutar smjörvans er hreint smjör en fjórðungur er óhert vítamínbætt rapsolía. Því hefðu þessar írsku umframbirgðir af smjöri geta nýst í rúmar 106 þúsund pakkningar af Smjörva. Til samanburðar eru um 80 þúsund fjölskyldur í landinu og írska smjörfjallið hefði því geta nýst á hvert heimili í landinu. Um 60 tonn voru notuð af írska smjörinu í ostagerð fyrir jólin í fyrra. Sögðu forsvarsmenn MS á þeim tíma að vegna aukinnar sölu á rjóma og smjöri hefði þurft að grípa til þessa ráðs að flytja inn erlent smjör til íblöndunar svo ekki yrði skortur á smjöri fyrir jólin. Var írska smjörið notað í rifinn Mozzarella ost og einnig nokkrar tegundir af bræðsluostum. Þetta smjör verður ekki notað til manneldis, heldur mun það fara í gerð kálfafóðurs. Samt sem áður uppfyllti erlenda smjörið allar þær kröfur sem gerðar eru og engan bragðmun mátti finna á íslensku smjöri og því írska. „Þetta smjör er orðið of gamalt til að við getum notað það í innlenda matarframleiðslu. Þannig að við verðum að bregða á það ráð á næstu mánuðum að nota þetta smjör sem íblöndunarefni í kálfafóður, þá er þessari sögu írska smjörsins lokið.“ segir Egill. Mjólkursamsalan hefur verið harðlega gagnrýnd upp á síðkastið. Fyrirtækið er í einokunarstöðu á markaði og stýrir um 99 prósent af öllum markaði með mjólkurafurðir. Lagði Samkeppniseftirlitið 370 milljóna króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir að fara á svig við 11. grein samkeppnislaga.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira