Ísgöng í Langjökli opnuð á næsta ári Hrund Þórsdóttir skrifar 3. júní 2014 20:00 Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Ísgöngin verða í vestanverðum Langjökli í um 1260 metra hæð yfir sjávarmáli. Fullgerð verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi og ganga gestir um 500 metra leið í þeim og fara um 30 metra undir yfirborð jökulsins. Munu þeir meðal annars sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tuga metra dýpi. Í göngunum verða ýmsir afkimar með sýningum og veitingasölu og hægt verður að leigja þau, til dæmis undir brúðkaup. „Við áætlum að opna í maí 2015 og gerum ráð fyrir 25 til 30 þúsund ferðamönnum á næsta ári,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Ísganganna.Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindalegur ráðunautur verkefnisins og hann segir merkilegt hvað göngin verði stór og að þau verði í hveljökli sem séu fáir í heiminum. Þá verði þau hátt uppi í jöklinum svo allar umhverfisbreytingar séu tiltölulega hægar. Ari segir aðspurður að göngin samræmist umhverfissjónarmiðum enda sé jökullinn afar stór. „Hann er 190 milljarðar rúmmetra og þetta eru sjöþúsund rúmmetrar sem verða grafnir. Ég hef líkt þessu við að taka tvo dropa með dropateljara úr fullu baðkari.“ Göngin verða opin átta mánuði ársins og styrkja því heilsársferðaþjónustu. Hönnunin er þannig að hrun er mjög ólíklegt og miklar kröfur verða gerðar um öryggi bæði á jöklinum og í göngunum sjálfum. „Það verða daglegar mælingar til að fylgjast með öllum óvæntum hreyfingum í jöklinum og fólk ferðast þarna upp eftir með átta hjóla trukkum sem eru mjög stórir og öflugir. Það þarf mikið að ganga á svo að eitthvað klikki þar, segir Sigurður. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Ísgöngin verða í vestanverðum Langjökli í um 1260 metra hæð yfir sjávarmáli. Fullgerð verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi og ganga gestir um 500 metra leið í þeim og fara um 30 metra undir yfirborð jökulsins. Munu þeir meðal annars sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tuga metra dýpi. Í göngunum verða ýmsir afkimar með sýningum og veitingasölu og hægt verður að leigja þau, til dæmis undir brúðkaup. „Við áætlum að opna í maí 2015 og gerum ráð fyrir 25 til 30 þúsund ferðamönnum á næsta ári,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Ísganganna.Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindalegur ráðunautur verkefnisins og hann segir merkilegt hvað göngin verði stór og að þau verði í hveljökli sem séu fáir í heiminum. Þá verði þau hátt uppi í jöklinum svo allar umhverfisbreytingar séu tiltölulega hægar. Ari segir aðspurður að göngin samræmist umhverfissjónarmiðum enda sé jökullinn afar stór. „Hann er 190 milljarðar rúmmetra og þetta eru sjöþúsund rúmmetrar sem verða grafnir. Ég hef líkt þessu við að taka tvo dropa með dropateljara úr fullu baðkari.“ Göngin verða opin átta mánuði ársins og styrkja því heilsársferðaþjónustu. Hönnunin er þannig að hrun er mjög ólíklegt og miklar kröfur verða gerðar um öryggi bæði á jöklinum og í göngunum sjálfum. „Það verða daglegar mælingar til að fylgjast með öllum óvæntum hreyfingum í jöklinum og fólk ferðast þarna upp eftir með átta hjóla trukkum sem eru mjög stórir og öflugir. Það þarf mikið að ganga á svo að eitthvað klikki þar, segir Sigurður.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira