Ísgöng í Langjökli opnuð á næsta ári Hrund Þórsdóttir skrifar 3. júní 2014 20:00 Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Ísgöngin verða í vestanverðum Langjökli í um 1260 metra hæð yfir sjávarmáli. Fullgerð verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi og ganga gestir um 500 metra leið í þeim og fara um 30 metra undir yfirborð jökulsins. Munu þeir meðal annars sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tuga metra dýpi. Í göngunum verða ýmsir afkimar með sýningum og veitingasölu og hægt verður að leigja þau, til dæmis undir brúðkaup. „Við áætlum að opna í maí 2015 og gerum ráð fyrir 25 til 30 þúsund ferðamönnum á næsta ári,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Ísganganna.Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindalegur ráðunautur verkefnisins og hann segir merkilegt hvað göngin verði stór og að þau verði í hveljökli sem séu fáir í heiminum. Þá verði þau hátt uppi í jöklinum svo allar umhverfisbreytingar séu tiltölulega hægar. Ari segir aðspurður að göngin samræmist umhverfissjónarmiðum enda sé jökullinn afar stór. „Hann er 190 milljarðar rúmmetra og þetta eru sjöþúsund rúmmetrar sem verða grafnir. Ég hef líkt þessu við að taka tvo dropa með dropateljara úr fullu baðkari.“ Göngin verða opin átta mánuði ársins og styrkja því heilsársferðaþjónustu. Hönnunin er þannig að hrun er mjög ólíklegt og miklar kröfur verða gerðar um öryggi bæði á jöklinum og í göngunum sjálfum. „Það verða daglegar mælingar til að fylgjast með öllum óvæntum hreyfingum í jöklinum og fólk ferðast þarna upp eftir með átta hjóla trukkum sem eru mjög stórir og öflugir. Það þarf mikið að ganga á svo að eitthvað klikki þar, segir Sigurður. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Ísgöngin verða í vestanverðum Langjökli í um 1260 metra hæð yfir sjávarmáli. Fullgerð verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi og ganga gestir um 500 metra leið í þeim og fara um 30 metra undir yfirborð jökulsins. Munu þeir meðal annars sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tuga metra dýpi. Í göngunum verða ýmsir afkimar með sýningum og veitingasölu og hægt verður að leigja þau, til dæmis undir brúðkaup. „Við áætlum að opna í maí 2015 og gerum ráð fyrir 25 til 30 þúsund ferðamönnum á næsta ári,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Ísganganna.Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindalegur ráðunautur verkefnisins og hann segir merkilegt hvað göngin verði stór og að þau verði í hveljökli sem séu fáir í heiminum. Þá verði þau hátt uppi í jöklinum svo allar umhverfisbreytingar séu tiltölulega hægar. Ari segir aðspurður að göngin samræmist umhverfissjónarmiðum enda sé jökullinn afar stór. „Hann er 190 milljarðar rúmmetra og þetta eru sjöþúsund rúmmetrar sem verða grafnir. Ég hef líkt þessu við að taka tvo dropa með dropateljara úr fullu baðkari.“ Göngin verða opin átta mánuði ársins og styrkja því heilsársferðaþjónustu. Hönnunin er þannig að hrun er mjög ólíklegt og miklar kröfur verða gerðar um öryggi bæði á jöklinum og í göngunum sjálfum. „Það verða daglegar mælingar til að fylgjast með öllum óvæntum hreyfingum í jöklinum og fólk ferðast þarna upp eftir með átta hjóla trukkum sem eru mjög stórir og öflugir. Það þarf mikið að ganga á svo að eitthvað klikki þar, segir Sigurður.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“