Ísland á Evrópumet í klamydíu Jóhannes Stefánsson skrifar 24. júlí 2013 06:45 Klamydía er algengur kynsjúkdómur á Íslandi og er meðal annars meðhöndlaður á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Fréttablaðið/Anton „Staða kynsjúkdóma á Íslandi í dag er skelfileg,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Árið 2012 voru 1.893 klamydíusmit greind á Íslandi en fleiri smit hafa greinst nú en á sama tíma í fyrra. Baldur hefur áhyggjur af því að margar stúlkur séu sýktar án þess að vita af því. „Það er hópur af ungum stúlkum, allt að 5 prósent á aldrinum 18 til 25 ára, sem er með króníska klamydíu án þess að vita af því. Við erum með flestar klamydíugreiningar miðað við fólksfjölda í Evrópu,“ segir Baldur. „Það er alveg hægt að gera grín að þessu en þetta leiðir til gríðarlegrar óhamingju þegar stúlkurnar eiga síðan í miklum erfiðleikum með að eignast börn,“ bætir hann við. Baldur segir ungt fólk oft ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það getur verið að fá kynsjúkdóm og kennir stjórnvöldum um að hafa dregið lappirnar við forvarnir í málaflokknum. Kynhegðun ungs fólks er óábyrg að því leyti að ungt fólk veigrar sér við að nota smokk. Baldur segir stöðuna ekki eins alvarlega þegar kemur að öðrum kynsjúkdómum, enda séu einkenni þeirra yfirleitt meira áberandi og því hægt að meðhöndla þá fyrr. Baldur segir þó að taka beri mælingum með fyrirvara og þótt á Íslandi sé hæsta hlutfall klamydíusmita miðað við höfðatölu megi það líka þakka því að eftirlit með smitum sé gott hér í samanburði við önnur lönd. Undir þetta tekur Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni. „Ég efast stórlega um að við séum Evrópumeistarar í klamydíusmitum í raun, þó að við séum með svona margar greiningar,“ segir hún. Guðrún segir rannsóknir í málaflokknum erfiðar, bæði vegna kostnaðar og siðferðislegra álitamála.Íslendingar taka áhættu í kynlífinu Í rannsókn sem Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur gerði á árunum 2004 til 2005 kemur fram að fimmta hver kona sem fædd er eftir 1973 hefur greinst með kynfæravörtur. Þróunin sé sú að íslensk ungmenni eigi æ fleiri rekkjunauta. „Áhættukynhegðun íslenskra ungmenna í kynlífi er alltaf að færast í aukana. Það segir sig sjálft að eftir því sem þú sefur hjá fleirum aukast líkurnar á að þú lendir á einhverjum með kynsjúkdóm,“ segir Laufey. Í rannsókn Laufeyjar kemur fram breyting á kynhegðun ungra kvenna. Ungar íslenskar konur sofa nú hjá fleirum en stöllur þeirra á hinum Norðurlöndunum og fyrir vikið er tíðni klamydíusmita og kynfæravörtusmita hærri hér en þar. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
„Staða kynsjúkdóma á Íslandi í dag er skelfileg,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Árið 2012 voru 1.893 klamydíusmit greind á Íslandi en fleiri smit hafa greinst nú en á sama tíma í fyrra. Baldur hefur áhyggjur af því að margar stúlkur séu sýktar án þess að vita af því. „Það er hópur af ungum stúlkum, allt að 5 prósent á aldrinum 18 til 25 ára, sem er með króníska klamydíu án þess að vita af því. Við erum með flestar klamydíugreiningar miðað við fólksfjölda í Evrópu,“ segir Baldur. „Það er alveg hægt að gera grín að þessu en þetta leiðir til gríðarlegrar óhamingju þegar stúlkurnar eiga síðan í miklum erfiðleikum með að eignast börn,“ bætir hann við. Baldur segir ungt fólk oft ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt það getur verið að fá kynsjúkdóm og kennir stjórnvöldum um að hafa dregið lappirnar við forvarnir í málaflokknum. Kynhegðun ungs fólks er óábyrg að því leyti að ungt fólk veigrar sér við að nota smokk. Baldur segir stöðuna ekki eins alvarlega þegar kemur að öðrum kynsjúkdómum, enda séu einkenni þeirra yfirleitt meira áberandi og því hægt að meðhöndla þá fyrr. Baldur segir þó að taka beri mælingum með fyrirvara og þótt á Íslandi sé hæsta hlutfall klamydíusmita miðað við höfðatölu megi það líka þakka því að eftirlit með smitum sé gott hér í samanburði við önnur lönd. Undir þetta tekur Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni. „Ég efast stórlega um að við séum Evrópumeistarar í klamydíusmitum í raun, þó að við séum með svona margar greiningar,“ segir hún. Guðrún segir rannsóknir í málaflokknum erfiðar, bæði vegna kostnaðar og siðferðislegra álitamála.Íslendingar taka áhættu í kynlífinu Í rannsókn sem Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur gerði á árunum 2004 til 2005 kemur fram að fimmta hver kona sem fædd er eftir 1973 hefur greinst með kynfæravörtur. Þróunin sé sú að íslensk ungmenni eigi æ fleiri rekkjunauta. „Áhættukynhegðun íslenskra ungmenna í kynlífi er alltaf að færast í aukana. Það segir sig sjálft að eftir því sem þú sefur hjá fleirum aukast líkurnar á að þú lendir á einhverjum með kynsjúkdóm,“ segir Laufey. Í rannsókn Laufeyjar kemur fram breyting á kynhegðun ungra kvenna. Ungar íslenskar konur sofa nú hjá fleirum en stöllur þeirra á hinum Norðurlöndunum og fyrir vikið er tíðni klamydíusmita og kynfæravörtusmita hærri hér en þar.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira