Viðskipti innlent

Ísland aftur á topp tíu listanum yfir hættu á þjóðargjaldþroti

Ísland er aftur komið á topp tíu listann yfir þær þjóðir sem taldar eru í hvað mestri hættu á þjóðargjaldþroti.

Það er CMA gagnaveitan sem birtir listann reglulega og í dag er Ísland í níunda sæti listans með skuldatryggingaálag upp á 328 punkta.

Ísland féll af þessum lista í byrjun maí í vor en þá fór álagið lægst í 307 punkta.

Ísland hefur verið á top tíu listanum hjá CMA frá því skömmu fyrir bankahrunið haustið 2008 eða í næstum tvö ár. Lengst af vermdi landið fimmta sæti listans á þessum tímabili.

Venesúela er á toppi listans nú með skuldatryggingaálag upp á 1.230 punkta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×