Ísland er eins og ættarmót sem hefur farið úrskeiðis Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 21. maí 2016 08:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson segir skýrasta dæmið um aðstöðumun í tónlistarnámi á Íslandi. Vísir/Anton Brink Ísland er stundum eins og ættarmót sem hefur farið úrskeiðis,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson um fordóma gagnvart fólki af erlendum uppruna á Íslandi og hömluleysi á netinu. Unnsteinn Manuel var stigakynnir Íslands í Eurovision. Eftir keppnina tjáðu fáeinir einstaklingar andúð sína í kommentakerfum netmiðlanna á því að hörundsdökkur maður kæmi fram fyrir hönd Íslands. Einn þeirra ritaði meðal annars: „What. Á negri að vera andlit Íslands út á við?“Þögnin er verst „Áreitið er vissulega alvarlegt. Það eru þó frekar fáir einstaklingar sem stunda kynþáttaníð,“ segir Unnsteinn Manuel og minnir á að það sé ekki hægt að gera kröfu á að fólk af erlendum uppruna þurfi stöðugt að verja tilveru sína. Stjórnmálamenn verði að axla ábyrgð. „Mér finnst verst þegar það er þögn. Það er klassísk íslensk lending. Þegar einhver fer út af sporinu á ættarmótinu verða allir meðvirkir og það er ekki hægt að ræða hlutina. Þá er líka hætta á að stjórnmálamenn notfæri sér ástandið og þegi gagngert til að halda möguleikanum opnum á að ala á útlendingahatri í leit að atkvæðum. Rétt eins og gerðist í Bretlandi í borgarstjórakosningum. Nema það sprakk í andlitið á þeim, sem er gott,“ segir Unnsteinn.Unnsteinn hefur sjaldan orðið fyrir beinu aðkasti vegna hörundslitar síns. Hann finnur hins vegar til með öðrum þjóðfélagshópum, sér í lagi múslimum.Vísir/Anton BrinkÝktir netheimar Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, vakti athygli á rasisma í garð Unnsteins. Hún hefur verið ötul í baráttu sinn gegn fordómum og kynþáttaníði. Unnsteinn segist þakklátur því að stjórnmálamenn á borð við hana sýni samfélagslega ábyrgð með þessum hætti. „Það var samt áhugavert að eftir að ég brást við áreitinu með þeim hætti að ég vildi ekki gefa fáeinum einstaklingum færi á að dreifa boðskap sínum í gegnum Facebook-pósta annarra, þá fékk ég viðbrögð á borð við: Já, Unnsteinn er flottur, annað en hún Sema Erla sem er alltaf að nöldra, en það skyldi enginn efast um það að ég styð Semu Erlu í baráttu hennar. Ég nenni bara ekki að hvað sem ég tek mér fyrir hendur sé rætt á forsendum húðlitar. Við sem verðum fyrir áreitinu eigum ekki alltaf að þurfa að vera í vörn. Það verða alltaf þessir fáu einstaklingar sem vilja hatast. Netheimar gefa ýkta mynd. Ég vil frekar að fólk hendi í einhvern snarruglaðan Facebook-status eftir Eurovision í stað þess að það vinni einhverjum mein úti á götu.“Uppgangur múslimahatara Unnsteinn segist ekki vilja láta ræna sig orku og innri ró. Hann hefur sjaldan orðið fyrir beinu aðkasti vegna hörundslitar síns. Hann finnur hins vegar til með öðrum þjóðfélagshópum, sér í lagi múslimum. „Ef þú ætlar að halda orku, þá getur þú ekki leyft einhverju veiku liði úti í bæ að slá þig út af laginu. Ég get ekki tekið þátt í ranghugmyndum annarra. Ég læt þetta fólk ekki aftra mér. Það eru mikilvæg skilaboð. Það þarf aðgerðir til að tækla fordóma í samfélaginu. Það sem mér finnst verst núna er uppgangur múslimahatara sem eru að fara af stað með einhvers konar aktívisma. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera eitthvað. Það gengur ekki að múslimar fái morðhótanir og enginn segi neitt,“ segir hann ákveðinn.Búinn að vera of lengi í sólinni Hann segir hugsunarhátt fólks stundum bjagaðan þótt það vilji vel. Í þeim tilvikum þurfi bara að minna á sjónarmið fólks af erlendum uppruna. Það eigi að fá að vera stolt af uppruna sínum og fá tækifæri til þess að halda í móðurmálið sitt. „Það sem fólk lætur út úr sér getur verið svo klikkað: Þú ert meiri Íslendingur en margir aðrir, þú ert bara búinn að vera aðeins of lengi í sólinni. Fólk talar bara blátt áfram eins og það besta í heimi sé að vera Íslendingur. Fólk fattar ekki að ég er jafn hvítur og ég er svartur. Ég lít ekki á mig sem eitt eða neitt. Ég vil bara fá að vera friði með það hvernig ég lít út. Það er þessi hugsunarháttur sem þarf að laga. Fólk á að fá að vera stolt af því hvaðan það kemur, hver saga þess er. Við erum ekki í keppni um hver sé mesti Íslendingurinn,“ segir Unnsteinn.Fjölskyldur grípi inn í líf rasista Unnsteini finnst að fjölskyldur þeirra sem beita kynþáttahatri eigi að grípa inn í aðstæður. „Eitt það versta sem þú getur verið kallaður er kynþáttahatari, fólk hugsar um þetta eins og óafmáanlegan stimpil, eins og „barnaníðingur“ en það er ekki rétt. Fólk getur aukið skilning sinn. Mér finnst að fjölskyldur þessa fólks ættu að grípa inn í aðstæður. Mér fyndist það eðlilegast. Það er sterkasta öryggisnetið, fjölskyldan. Þú þarft til dæmis að vera mjög óheppinn til að verða róni á Íslandi ef þú átt góða að. Þú þarft virkilega að hafa brennt allar brýr að baki þér ef þú átt ekki þetta öryggisnet. Fordómar koma einhvers staðar frá, fólk þarf meiri fræðslu og það þarf að hjálpa því að setja sig í spor annarra.“Fluttu til Íslands vegna veikinda Unnsteinn fæddist í bænum Aveiro í Portúgal og bjó þar fyrstu fimm árin. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er fædd í Angóla. „Mamma flutti ellefu ára gömul til Portúgals og þar búa enn margir afrískir ættingjar mínir. Pabbi starfaði við skipasmíðar og innflutning á íslenskum saltfiski til Portúgals. Við fórum alltaf til Íslands í frí á sumrin, þangað til veikindi mömmu settu strik í reikninginn,“ segir Unnsteinn frá. Móðir hans glímdi við nýrnabilun og þurfti læknisaðstoð. „Mamma varð svo veik í einu fluginu. Þegar við lentum þá kom Sveinn Rúnar Hauksson, læknirinn okkar og guðfaðir Loga bróður míns, að vitja hennar. Hann greindi henni frá því að staðan væri alvarleg, hún væri að missa nýrun. Við þrjú, ég mamma og Logi, urðum eftir á Íslandi og fluttum í miðbæinn til að vera nálægt Landspítalanum. Pabbi þurfti að fara aftur til Portúgals að sinna rekstrinum. Mamma þurfti að fara í blóðskilun nokkrum sinnum í viku. Hún fékk ígrætt nýra árið 2004 og það virkaði til 2010. Svo fékk hún annað nýra árið 2013 og það er enn í lagi. Við bræðurnir fórum með henni í flugi til Svíþjóðar um miðja nótt frá Reykjavíkurflugvelli.“Heilbrigðiskerfið að grotna niður Unnsteinn segir veikindi móður sinnar hafa gefið fjölskyldunni innsýn í íslenskt heilbrigðiskerfi. „Mér varð það ljóst þegar mamma var flutt í ígræðslu til Svíþjóðar hversu lélegt íslenska heilbrigðiskerfið er orðið. Samanburðurinn var sláandi. Heilbrigðiskerfið okkar er að grotna niður. Við erum með fólk í heilbrigðisgeiranum sem er í heimsklassa. Af hverju er þá kerfið ekki líka í heimsklassa?“ Hann segir enn og aftur stjórnvöld bera ríka ábyrgð. Stjórnmálamenn hafi beitt blekkingum til þess að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. „Það kostar ekki það mikið fyrir Ísland að veita ókeypis heilbrigðisþjónustu. Eina ástæðan sem ég sé fyrir þessum áróðri að það kosti mikið er til að gefa einkaaðilum svigrúm til rekstrar. Mér finnst næstum því eins og það sé verið að gera einhvers konar markaðshyggjutilraunir á grunnstoðum íslensks samfélags. Þetta hafa verið dýrar tilraunir, því lélegt heilbrigðiskerfi hefur nú þegar kostað mannslíf,“ segir Unnsteinn og rifjar upp fréttir liðinnar viku um nýja læknastofu bandarískra hjartalækna í einkarekstri á Íslandi. „Ég las viðtal um þessa nýju þjónustu og í því kom fram að hún er fyrir fólk sem sér sér ekki fært að standa í röð.“ Hann fórnar höndum. „Það er hræðilegt. Ástæðan fyrir því að við fluttum til Íslands er sú að í Portúgal hefðum við alltaf verið aftast í röðinni. Nú stefnir í að það verði svo hér. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að Ísland er ríkt land. Sumum finnst mannréttindi vera fólgin í því að fá að græða eins mikið og mögulegt er. Mér finnst að mannréttindi ættu að vera fólgin í því að fá að vera fátækur. Við getum ekki boðið komandi kynslóðum upp á samfélag manna sem keppast við að græða hver á öðrum.“Þótt dagskrárgerðin heilli Unnstein er tónlistin enn í fyrsta sæti.Vísir/Anton BrinkAðstöðumunur í tónlistarnámi Móðir bræðranna sendi þá í tónlistarskóla fljótlega eftir komuna til Íslands. Hún vildi með því tryggja þeim menntun sem kæmi þeim að haldi. Unnsteinn segir innflytjendur helst finna fyrir aðstöðumun þegar kemur að menntun. Á Íslandi hafi þeir efnameiri mun fleiri og betri tækifæri þegar kemur að tónlistarmenntun. „Skýrasta dæmið fyrir mér um aðstöðumun er tónlistarnám á Íslandi. Það hafa fáir innflytjendakrakkar efni á því að fara í tónlistarskóla. Tónlistarnám er hins vegar besta mögulega nám fyrir krakka að fara í. Það stuðlar að öguðum vinnubrögðum. Þetta er líka ákveðin forvörn. Tónlistinni fylgir líka svo mikil stærðfræði og rökhugsun. Það þarf þjálfun til að gera eitthvað í tónlist,“ segir hann og veit hvað hann talar um enda semur hann langflest lög hljómsveitarinnar Retro Stefson.Allt til alls í Garðabæ „Mér finnst að það ættu allir að komast í tónlistarnám frítt,“ segir hann og minnist þess þegar hann og fleiri úr Austurbæjarskóla fengu að fara í rokksmiðju í Garðaskóla í Garðabæ. Foreldrar krakkanna voru búnir að innrétta stúdíó fyrir krakkana í skólanum. Allt til alls, gítarar, magnarar og góðir tónlistarkennarar. Maður hálf öfundaði þá að hafa svona mikið að vinna með. Við ræddum við Pétur tónlistarkennara eftir þessa heimsókn og hann opnaði fyrir okkur tónmenntastofuna í skólanum. Við spiluðum líka með skólahljómsveitinni og nýttum allt það sem við gátum. Við áttum hins vegar aldrei neinar græjur fyrr en við fengum plötusamning árið 2010. Þá fengum við styrk og fórum mjög glaðir í Hljóðfærahúsið og keyptum fullt af græjum. Við höfum þurft að berjast fyrir okkar,“ segir Unnsteinn.Sveitarfélagið 101 Unnsteinn, bróðir hans Logi og stór hópur sem hann starfar enn með að tónlist fylgdist að í gegnum öll skólastigin. Frá leikskóla til framhaldsskóla. „Við vorum öll börn innflytjenda, öryrkja og leikara. Ég veit ekki hvort það er þannig enn,“ segir Unnsteinn og hlær. „Það var mjög fínt í Austurbæjarskóla, svo fórum við í MH eftir það. Við vorum á Grænuborg líka, erum í raun risastór vinahópur sem gekk í gegnum öll þessi skólastig saman,“ segir Unnsteinn og segist hafa sterkar taugar til 101 í Reykjavík. „Mér finnst að hverfið ætti að vera sér bæjarfélag. Þar ríkir sérstakur andi og það er mikið álag á hverfinu. Hverfið er talað niður. Þú mátt eiginlega ekkert vera stoltur af því að vera úr 101 Reykjavík. Logi bróðir minn og nokkrir vinir okkar fóru um daginn og fengu sér nýtt húðflúr, „101“ á bringuna. Ég hreinlega þorði það ekki og sá fyrir mér brösugar sundferðir þegar ég er orðinn miðaldra heimilisfaðir í Mosfellsbæ,“ segir Unnsteinn og hlær. Hann hefur áhyggjur af þróun miðborgarinnar. „Mér finnst erfitt að hugsa um það hvernig það á að vera fyrir mína kynslóð að búa hér. Það er allt að breytast. Hippaforeldrar okkar eru búnir að henda okkur út til að útbúa Airbnb-íbúðir. Það er ekki hægt að álasa þeim. Þetta gerir það að verkum að það er enginn staður fyrir okkur unga fólkið að búa á. Hið opinbera verður að bregðast við því,“ segir Unnsteinn og segir þörf á því að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir að miðbærinn verði snauður af mannlífi og menningu. „Við erum að elta peningana, verktakar og hóteleigendur hafa svo mikið vægi. Það þarf að styðja við samfélag þar sem býr fólk. Þrátt fyrir það eru líka ótrúlega margir kostir við aukinn fjölda ferðamanna, t.d. fleiri veitingastaðir en það er líka gott fyrir Íslendinga að sjá fleira fólk af fleiri þjóðernum og blanda geði við það,“ segir Unnsteinn.Heppni að fæðast á Íslandi Unnsteinn hefur getið sér gott orð sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi. Hann er einn umsjónarmanna Hæpsins, þáttar um samfélagsleg málefni fyrir ungt fólk á RÚV. Starf Unnsteins í fjölmiðlum hófst á sjónvarpsstöðinni Bravó. Þar sá hann skamma hríð um tónlistar- og spjallþátt með Loga bróður sínum. „Við fengum vini okkar í heimsókn og spiluðum tónlist. Sjónvarpsstöðin lagði upp laupana tveimur mánuðum seinna og þá leitaði ég til RÚV. Ég fór til Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra á RÚV, og spurði hann hvort það væri möguleiki á því að halda áfram í dagskrárgerð. Hann bað mig um að skrifa lýsingu á nokkrum þáttum fyrir ungt fólk og þannig varð Hæpið til á blaði. Honum leist vel á það.“ Hann og starfslið Hæpsins hafa lagt mikla vinnu í gerð tvöfalds þáttar um veruleika hælisleitenda og flóttamanna á Íslandi. Þátturinn kallast Landamæri og er í tveimur hlutum, fyrri hlutinn var sýndur síðastliðið miðvikudagskvöld og framhaldið verður í næstu viku. „Ég grillaðist í hausnum af því að gera þennan þátt. Við fórum langt fram úr okkur í að safna efni og þurftum að skipta þættinum í tvo hluta. Við fórum inn í Arnarholt þar sem hælisleitendur eru og var vísað þaðan út. Við fylgjum eftir fólki í vonlausri stöðu og ræðum við sérfræðinga í málefnum þessa fólks. Niðurstaðan er að það er greinilega einstök heppni að fæðast á Íslandi. Það er illa staðið að því hvernig fólk er handvalið inn í landið. Fólk fær misvísandi skilaboð,“ segir Unnsteinn.Starfið á RÚV eins og háskólanám Hann líkir starfi sínu við fjölmiðla við háskólanám. „Þetta er eins og að ganga í háskóla. Ég læri svo mikið. Eftir að Magnús Geir hóf störf sem útvarpsstjóri þá hefur vinnusvæðið á RÚV opnast, það er hægt að ganga á milli samstarfsmanna. Ég get spurt reynslumeira fólk ráða, eins og Helga Seljan eða Egil Helgason eða hvern annan sem er. Ég hef lært mest af Ragnhildi Steinunni, hún hefur mikla reynslu í framleiðslu sjónvarpsefnis, hún skilur vel hvað áhorfendur hugsa og hvernig er hægt að ná sem mestu út úr viðmælendum.“ Unnsteinn hefur mikinn áhuga á fjölmiðlum og sótti á dögunum námskeið á vegum Blaðamannafélagsins um gagnablaðamennsku. „Mér finnst fagið spennandi og hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlum og því hvernig manneskjan á að ráða við allt þetta upplýsingaflæði sem er í dag. Þróunin er svo hröð og hefur svo mikil áhrif á samfélagið. Það eru samt helst þeir yngri sem kunna skil á tækninni. Það skýrir kannski það hvernig kommentakerfið hefur þróast. Fólk sér einhvern Facebook-póst og það er fyrir því alveg jafn mikill sannleikur og grein í Morgunblaðinu var fyrir fimmtíu árum. Í stað þess að ræða við næsta mann þá setur það athugasemd í kommentakerfið.“Ný plata væntanleg Þótt dagskrárgerðin heilli Unnstein er tónlistin enn í fyrsta sæti. Í næstu viku gefur Retro Stefson út nýtt lag sem verður frumsýnt á Vísi. „Þetta er fyrsta lagið sem kemur frá okkur í langan tíma. Við gerðum myndband við lagið með Magnúsi Leifssyni sem við erum mjög ánægð með. Mér finnst það vera dálítið eins og að horfa á stiklu að einhverri „feel good“-kvikmynd sem mann langar að horfa á,“ segir Unnsteinn og vill lítið gefa upp. „Þetta er fyrsta lagið á nýrri plötu sem kemur út í september. Það er búið að vera svolítið maus að koma þessari plötu saman því við erum að gera svo margt annað. Ég hef haft lítinn tíma til að semja tónlist síðan ég byrjaði á RÚV. Það krefst mikillar einbeitingar að semja tónlist. Mér hefur oft fundist það mjög erfitt en það er að lagast núna, ég er að finna jafnvægi í þessu,“ segir Unnsteinn. Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Ísland er stundum eins og ættarmót sem hefur farið úrskeiðis,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson um fordóma gagnvart fólki af erlendum uppruna á Íslandi og hömluleysi á netinu. Unnsteinn Manuel var stigakynnir Íslands í Eurovision. Eftir keppnina tjáðu fáeinir einstaklingar andúð sína í kommentakerfum netmiðlanna á því að hörundsdökkur maður kæmi fram fyrir hönd Íslands. Einn þeirra ritaði meðal annars: „What. Á negri að vera andlit Íslands út á við?“Þögnin er verst „Áreitið er vissulega alvarlegt. Það eru þó frekar fáir einstaklingar sem stunda kynþáttaníð,“ segir Unnsteinn Manuel og minnir á að það sé ekki hægt að gera kröfu á að fólk af erlendum uppruna þurfi stöðugt að verja tilveru sína. Stjórnmálamenn verði að axla ábyrgð. „Mér finnst verst þegar það er þögn. Það er klassísk íslensk lending. Þegar einhver fer út af sporinu á ættarmótinu verða allir meðvirkir og það er ekki hægt að ræða hlutina. Þá er líka hætta á að stjórnmálamenn notfæri sér ástandið og þegi gagngert til að halda möguleikanum opnum á að ala á útlendingahatri í leit að atkvæðum. Rétt eins og gerðist í Bretlandi í borgarstjórakosningum. Nema það sprakk í andlitið á þeim, sem er gott,“ segir Unnsteinn.Unnsteinn hefur sjaldan orðið fyrir beinu aðkasti vegna hörundslitar síns. Hann finnur hins vegar til með öðrum þjóðfélagshópum, sér í lagi múslimum.Vísir/Anton BrinkÝktir netheimar Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, vakti athygli á rasisma í garð Unnsteins. Hún hefur verið ötul í baráttu sinn gegn fordómum og kynþáttaníði. Unnsteinn segist þakklátur því að stjórnmálamenn á borð við hana sýni samfélagslega ábyrgð með þessum hætti. „Það var samt áhugavert að eftir að ég brást við áreitinu með þeim hætti að ég vildi ekki gefa fáeinum einstaklingum færi á að dreifa boðskap sínum í gegnum Facebook-pósta annarra, þá fékk ég viðbrögð á borð við: Já, Unnsteinn er flottur, annað en hún Sema Erla sem er alltaf að nöldra, en það skyldi enginn efast um það að ég styð Semu Erlu í baráttu hennar. Ég nenni bara ekki að hvað sem ég tek mér fyrir hendur sé rætt á forsendum húðlitar. Við sem verðum fyrir áreitinu eigum ekki alltaf að þurfa að vera í vörn. Það verða alltaf þessir fáu einstaklingar sem vilja hatast. Netheimar gefa ýkta mynd. Ég vil frekar að fólk hendi í einhvern snarruglaðan Facebook-status eftir Eurovision í stað þess að það vinni einhverjum mein úti á götu.“Uppgangur múslimahatara Unnsteinn segist ekki vilja láta ræna sig orku og innri ró. Hann hefur sjaldan orðið fyrir beinu aðkasti vegna hörundslitar síns. Hann finnur hins vegar til með öðrum þjóðfélagshópum, sér í lagi múslimum. „Ef þú ætlar að halda orku, þá getur þú ekki leyft einhverju veiku liði úti í bæ að slá þig út af laginu. Ég get ekki tekið þátt í ranghugmyndum annarra. Ég læt þetta fólk ekki aftra mér. Það eru mikilvæg skilaboð. Það þarf aðgerðir til að tækla fordóma í samfélaginu. Það sem mér finnst verst núna er uppgangur múslimahatara sem eru að fara af stað með einhvers konar aktívisma. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera eitthvað. Það gengur ekki að múslimar fái morðhótanir og enginn segi neitt,“ segir hann ákveðinn.Búinn að vera of lengi í sólinni Hann segir hugsunarhátt fólks stundum bjagaðan þótt það vilji vel. Í þeim tilvikum þurfi bara að minna á sjónarmið fólks af erlendum uppruna. Það eigi að fá að vera stolt af uppruna sínum og fá tækifæri til þess að halda í móðurmálið sitt. „Það sem fólk lætur út úr sér getur verið svo klikkað: Þú ert meiri Íslendingur en margir aðrir, þú ert bara búinn að vera aðeins of lengi í sólinni. Fólk talar bara blátt áfram eins og það besta í heimi sé að vera Íslendingur. Fólk fattar ekki að ég er jafn hvítur og ég er svartur. Ég lít ekki á mig sem eitt eða neitt. Ég vil bara fá að vera friði með það hvernig ég lít út. Það er þessi hugsunarháttur sem þarf að laga. Fólk á að fá að vera stolt af því hvaðan það kemur, hver saga þess er. Við erum ekki í keppni um hver sé mesti Íslendingurinn,“ segir Unnsteinn.Fjölskyldur grípi inn í líf rasista Unnsteini finnst að fjölskyldur þeirra sem beita kynþáttahatri eigi að grípa inn í aðstæður. „Eitt það versta sem þú getur verið kallaður er kynþáttahatari, fólk hugsar um þetta eins og óafmáanlegan stimpil, eins og „barnaníðingur“ en það er ekki rétt. Fólk getur aukið skilning sinn. Mér finnst að fjölskyldur þessa fólks ættu að grípa inn í aðstæður. Mér fyndist það eðlilegast. Það er sterkasta öryggisnetið, fjölskyldan. Þú þarft til dæmis að vera mjög óheppinn til að verða róni á Íslandi ef þú átt góða að. Þú þarft virkilega að hafa brennt allar brýr að baki þér ef þú átt ekki þetta öryggisnet. Fordómar koma einhvers staðar frá, fólk þarf meiri fræðslu og það þarf að hjálpa því að setja sig í spor annarra.“Fluttu til Íslands vegna veikinda Unnsteinn fæddist í bænum Aveiro í Portúgal og bjó þar fyrstu fimm árin. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er fædd í Angóla. „Mamma flutti ellefu ára gömul til Portúgals og þar búa enn margir afrískir ættingjar mínir. Pabbi starfaði við skipasmíðar og innflutning á íslenskum saltfiski til Portúgals. Við fórum alltaf til Íslands í frí á sumrin, þangað til veikindi mömmu settu strik í reikninginn,“ segir Unnsteinn frá. Móðir hans glímdi við nýrnabilun og þurfti læknisaðstoð. „Mamma varð svo veik í einu fluginu. Þegar við lentum þá kom Sveinn Rúnar Hauksson, læknirinn okkar og guðfaðir Loga bróður míns, að vitja hennar. Hann greindi henni frá því að staðan væri alvarleg, hún væri að missa nýrun. Við þrjú, ég mamma og Logi, urðum eftir á Íslandi og fluttum í miðbæinn til að vera nálægt Landspítalanum. Pabbi þurfti að fara aftur til Portúgals að sinna rekstrinum. Mamma þurfti að fara í blóðskilun nokkrum sinnum í viku. Hún fékk ígrætt nýra árið 2004 og það virkaði til 2010. Svo fékk hún annað nýra árið 2013 og það er enn í lagi. Við bræðurnir fórum með henni í flugi til Svíþjóðar um miðja nótt frá Reykjavíkurflugvelli.“Heilbrigðiskerfið að grotna niður Unnsteinn segir veikindi móður sinnar hafa gefið fjölskyldunni innsýn í íslenskt heilbrigðiskerfi. „Mér varð það ljóst þegar mamma var flutt í ígræðslu til Svíþjóðar hversu lélegt íslenska heilbrigðiskerfið er orðið. Samanburðurinn var sláandi. Heilbrigðiskerfið okkar er að grotna niður. Við erum með fólk í heilbrigðisgeiranum sem er í heimsklassa. Af hverju er þá kerfið ekki líka í heimsklassa?“ Hann segir enn og aftur stjórnvöld bera ríka ábyrgð. Stjórnmálamenn hafi beitt blekkingum til þess að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. „Það kostar ekki það mikið fyrir Ísland að veita ókeypis heilbrigðisþjónustu. Eina ástæðan sem ég sé fyrir þessum áróðri að það kosti mikið er til að gefa einkaaðilum svigrúm til rekstrar. Mér finnst næstum því eins og það sé verið að gera einhvers konar markaðshyggjutilraunir á grunnstoðum íslensks samfélags. Þetta hafa verið dýrar tilraunir, því lélegt heilbrigðiskerfi hefur nú þegar kostað mannslíf,“ segir Unnsteinn og rifjar upp fréttir liðinnar viku um nýja læknastofu bandarískra hjartalækna í einkarekstri á Íslandi. „Ég las viðtal um þessa nýju þjónustu og í því kom fram að hún er fyrir fólk sem sér sér ekki fært að standa í röð.“ Hann fórnar höndum. „Það er hræðilegt. Ástæðan fyrir því að við fluttum til Íslands er sú að í Portúgal hefðum við alltaf verið aftast í röðinni. Nú stefnir í að það verði svo hér. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að Ísland er ríkt land. Sumum finnst mannréttindi vera fólgin í því að fá að græða eins mikið og mögulegt er. Mér finnst að mannréttindi ættu að vera fólgin í því að fá að vera fátækur. Við getum ekki boðið komandi kynslóðum upp á samfélag manna sem keppast við að græða hver á öðrum.“Þótt dagskrárgerðin heilli Unnstein er tónlistin enn í fyrsta sæti.Vísir/Anton BrinkAðstöðumunur í tónlistarnámi Móðir bræðranna sendi þá í tónlistarskóla fljótlega eftir komuna til Íslands. Hún vildi með því tryggja þeim menntun sem kæmi þeim að haldi. Unnsteinn segir innflytjendur helst finna fyrir aðstöðumun þegar kemur að menntun. Á Íslandi hafi þeir efnameiri mun fleiri og betri tækifæri þegar kemur að tónlistarmenntun. „Skýrasta dæmið fyrir mér um aðstöðumun er tónlistarnám á Íslandi. Það hafa fáir innflytjendakrakkar efni á því að fara í tónlistarskóla. Tónlistarnám er hins vegar besta mögulega nám fyrir krakka að fara í. Það stuðlar að öguðum vinnubrögðum. Þetta er líka ákveðin forvörn. Tónlistinni fylgir líka svo mikil stærðfræði og rökhugsun. Það þarf þjálfun til að gera eitthvað í tónlist,“ segir hann og veit hvað hann talar um enda semur hann langflest lög hljómsveitarinnar Retro Stefson.Allt til alls í Garðabæ „Mér finnst að það ættu allir að komast í tónlistarnám frítt,“ segir hann og minnist þess þegar hann og fleiri úr Austurbæjarskóla fengu að fara í rokksmiðju í Garðaskóla í Garðabæ. Foreldrar krakkanna voru búnir að innrétta stúdíó fyrir krakkana í skólanum. Allt til alls, gítarar, magnarar og góðir tónlistarkennarar. Maður hálf öfundaði þá að hafa svona mikið að vinna með. Við ræddum við Pétur tónlistarkennara eftir þessa heimsókn og hann opnaði fyrir okkur tónmenntastofuna í skólanum. Við spiluðum líka með skólahljómsveitinni og nýttum allt það sem við gátum. Við áttum hins vegar aldrei neinar græjur fyrr en við fengum plötusamning árið 2010. Þá fengum við styrk og fórum mjög glaðir í Hljóðfærahúsið og keyptum fullt af græjum. Við höfum þurft að berjast fyrir okkar,“ segir Unnsteinn.Sveitarfélagið 101 Unnsteinn, bróðir hans Logi og stór hópur sem hann starfar enn með að tónlist fylgdist að í gegnum öll skólastigin. Frá leikskóla til framhaldsskóla. „Við vorum öll börn innflytjenda, öryrkja og leikara. Ég veit ekki hvort það er þannig enn,“ segir Unnsteinn og hlær. „Það var mjög fínt í Austurbæjarskóla, svo fórum við í MH eftir það. Við vorum á Grænuborg líka, erum í raun risastór vinahópur sem gekk í gegnum öll þessi skólastig saman,“ segir Unnsteinn og segist hafa sterkar taugar til 101 í Reykjavík. „Mér finnst að hverfið ætti að vera sér bæjarfélag. Þar ríkir sérstakur andi og það er mikið álag á hverfinu. Hverfið er talað niður. Þú mátt eiginlega ekkert vera stoltur af því að vera úr 101 Reykjavík. Logi bróðir minn og nokkrir vinir okkar fóru um daginn og fengu sér nýtt húðflúr, „101“ á bringuna. Ég hreinlega þorði það ekki og sá fyrir mér brösugar sundferðir þegar ég er orðinn miðaldra heimilisfaðir í Mosfellsbæ,“ segir Unnsteinn og hlær. Hann hefur áhyggjur af þróun miðborgarinnar. „Mér finnst erfitt að hugsa um það hvernig það á að vera fyrir mína kynslóð að búa hér. Það er allt að breytast. Hippaforeldrar okkar eru búnir að henda okkur út til að útbúa Airbnb-íbúðir. Það er ekki hægt að álasa þeim. Þetta gerir það að verkum að það er enginn staður fyrir okkur unga fólkið að búa á. Hið opinbera verður að bregðast við því,“ segir Unnsteinn og segir þörf á því að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir að miðbærinn verði snauður af mannlífi og menningu. „Við erum að elta peningana, verktakar og hóteleigendur hafa svo mikið vægi. Það þarf að styðja við samfélag þar sem býr fólk. Þrátt fyrir það eru líka ótrúlega margir kostir við aukinn fjölda ferðamanna, t.d. fleiri veitingastaðir en það er líka gott fyrir Íslendinga að sjá fleira fólk af fleiri þjóðernum og blanda geði við það,“ segir Unnsteinn.Heppni að fæðast á Íslandi Unnsteinn hefur getið sér gott orð sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi. Hann er einn umsjónarmanna Hæpsins, þáttar um samfélagsleg málefni fyrir ungt fólk á RÚV. Starf Unnsteins í fjölmiðlum hófst á sjónvarpsstöðinni Bravó. Þar sá hann skamma hríð um tónlistar- og spjallþátt með Loga bróður sínum. „Við fengum vini okkar í heimsókn og spiluðum tónlist. Sjónvarpsstöðin lagði upp laupana tveimur mánuðum seinna og þá leitaði ég til RÚV. Ég fór til Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra á RÚV, og spurði hann hvort það væri möguleiki á því að halda áfram í dagskrárgerð. Hann bað mig um að skrifa lýsingu á nokkrum þáttum fyrir ungt fólk og þannig varð Hæpið til á blaði. Honum leist vel á það.“ Hann og starfslið Hæpsins hafa lagt mikla vinnu í gerð tvöfalds þáttar um veruleika hælisleitenda og flóttamanna á Íslandi. Þátturinn kallast Landamæri og er í tveimur hlutum, fyrri hlutinn var sýndur síðastliðið miðvikudagskvöld og framhaldið verður í næstu viku. „Ég grillaðist í hausnum af því að gera þennan þátt. Við fórum langt fram úr okkur í að safna efni og þurftum að skipta þættinum í tvo hluta. Við fórum inn í Arnarholt þar sem hælisleitendur eru og var vísað þaðan út. Við fylgjum eftir fólki í vonlausri stöðu og ræðum við sérfræðinga í málefnum þessa fólks. Niðurstaðan er að það er greinilega einstök heppni að fæðast á Íslandi. Það er illa staðið að því hvernig fólk er handvalið inn í landið. Fólk fær misvísandi skilaboð,“ segir Unnsteinn.Starfið á RÚV eins og háskólanám Hann líkir starfi sínu við fjölmiðla við háskólanám. „Þetta er eins og að ganga í háskóla. Ég læri svo mikið. Eftir að Magnús Geir hóf störf sem útvarpsstjóri þá hefur vinnusvæðið á RÚV opnast, það er hægt að ganga á milli samstarfsmanna. Ég get spurt reynslumeira fólk ráða, eins og Helga Seljan eða Egil Helgason eða hvern annan sem er. Ég hef lært mest af Ragnhildi Steinunni, hún hefur mikla reynslu í framleiðslu sjónvarpsefnis, hún skilur vel hvað áhorfendur hugsa og hvernig er hægt að ná sem mestu út úr viðmælendum.“ Unnsteinn hefur mikinn áhuga á fjölmiðlum og sótti á dögunum námskeið á vegum Blaðamannafélagsins um gagnablaðamennsku. „Mér finnst fagið spennandi og hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlum og því hvernig manneskjan á að ráða við allt þetta upplýsingaflæði sem er í dag. Þróunin er svo hröð og hefur svo mikil áhrif á samfélagið. Það eru samt helst þeir yngri sem kunna skil á tækninni. Það skýrir kannski það hvernig kommentakerfið hefur þróast. Fólk sér einhvern Facebook-póst og það er fyrir því alveg jafn mikill sannleikur og grein í Morgunblaðinu var fyrir fimmtíu árum. Í stað þess að ræða við næsta mann þá setur það athugasemd í kommentakerfið.“Ný plata væntanleg Þótt dagskrárgerðin heilli Unnstein er tónlistin enn í fyrsta sæti. Í næstu viku gefur Retro Stefson út nýtt lag sem verður frumsýnt á Vísi. „Þetta er fyrsta lagið sem kemur frá okkur í langan tíma. Við gerðum myndband við lagið með Magnúsi Leifssyni sem við erum mjög ánægð með. Mér finnst það vera dálítið eins og að horfa á stiklu að einhverri „feel good“-kvikmynd sem mann langar að horfa á,“ segir Unnsteinn og vill lítið gefa upp. „Þetta er fyrsta lagið á nýrri plötu sem kemur út í september. Það er búið að vera svolítið maus að koma þessari plötu saman því við erum að gera svo margt annað. Ég hef haft lítinn tíma til að semja tónlist síðan ég byrjaði á RÚV. Það krefst mikillar einbeitingar að semja tónlist. Mér hefur oft fundist það mjög erfitt en það er að lagast núna, ég er að finna jafnvægi í þessu,“ segir Unnsteinn.
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira