Innlent

Ísland fyrsta Evrópuríkið sem fær geislamengun frá Fukushima

Reykjavík.
Reykjavík.
Örsmáar agnir af geislavirkni úr kjarnorkuverinu í Fukushima, hafa mælst í andrúmsloftinu á Íslandi. Agnirnar eru örsmáar og ekki skaðlegar heilsu manna samkvæmt fréttastofu Reuters sem greinir frá málinu.

Samkvæmt fréttinni er Ísland jafnframt fyrsta Evrópulandið sem fær geislamengunina til sín, en hún barst með andrúmsloftinu frá Japan, yfir Norður-Ameríku og til Atlantshafsins.

63 stöðvar eru víðsvegar um veröldina sem mæla geislavirkni. Þessar stöðvar geta mælt afar lítið magn. Smávegis af joðsamsætum mældist í loftinu samkvæmt vísindamönnum í Vín sem rætt er við í fréttinni. Ekki er talið að nokkur hætta stafi af þessari mengun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×