Ísland gæti verið í vitorði um stríðsglæpi Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2014 19:58 Formaður menningar- og friðarsamtaka kvenna segir mikilvægt að rannsaka til hlítar hvort Íslendingar hafi með einhverjum hætti stutt við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um Ísland. Ef það sé raunin hafi Íslendingar verið vitorðsmenn í stríðsglæpum. Eftir að skýrsla á vegum Bandaríkjaþings um pyntingar á saklausum borgurum og föngum kom út tilkynnti forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember að hafin væri rannsókn á málinu í utanríkisráðuneytinu hvað Ísland varðar. Enda um alvarlegt mál að ræða. „Og mikilvægt að kanna á allan þann hátt sem kostur er hvort að aðstaða á Íslandi hafi á einhvern hátt verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, er menntuð í alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Málið var rannsakað í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og segir Sunna á sú rannsókn hafi verið hálfgerður kattarþvottur. „Já mér finnst allar líkur á því. Það er náttúrlega erfitt að segja til um nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis þarna en það sem vantar verulega uppá er að það var hvergi skoðað hvort einhver hafði aðkomu að því að þessar vélar fengu að lenda hér á Íslandi. Hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í þessum flugvélum,“ segir Þórhildur Sunna. Það hafi ekki verið skoðað hvort einhverjir á Íslandi hafi komið nálægt þessu flugi eða samþykkt að þessar flugvélar komu hingað til lands. „Og ef svo er, hver stóð að bakvið það og ég veit ekki til þess að bandarísk stjórnvöld hafi verið spurð um það frá árinu 2005 hvort það hafi verið hér fangaflug farið í gegnum íslenska lögsögu,“ segir Þórhildur Sunna. Nú þegar skýrsla Bandaríkjaþings liggi fyrir sé sjálfsagt að utanríkisráðuneytið óski eftir nánari gögnum og skýringum hvað Ísland varðar en ekki endilega sjálfsagt að ráðuneytið rannsaki síðan málið. Því ef það reynist þannig að íslensk stjórnvöld hafi á einhvern hátt tekið þátt í þessu flugi, hafi þau tekið þátt í refsiverðri háttsemi samkvæmt alþjóðalögum. „Þessir glæpir fyrnast ekki og að vera í vitorði með pyntingum er stríðsglæpur,“ segir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Formaður menningar- og friðarsamtaka kvenna segir mikilvægt að rannsaka til hlítar hvort Íslendingar hafi með einhverjum hætti stutt við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um Ísland. Ef það sé raunin hafi Íslendingar verið vitorðsmenn í stríðsglæpum. Eftir að skýrsla á vegum Bandaríkjaþings um pyntingar á saklausum borgurum og föngum kom út tilkynnti forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember að hafin væri rannsókn á málinu í utanríkisráðuneytinu hvað Ísland varðar. Enda um alvarlegt mál að ræða. „Og mikilvægt að kanna á allan þann hátt sem kostur er hvort að aðstaða á Íslandi hafi á einhvern hátt verið misnotuð í þessum aðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi hinn 12. desember. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, formaður Menningar og friðarsamtaka kvenna, er menntuð í alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Málið var rannsakað í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og segir Sunna á sú rannsókn hafi verið hálfgerður kattarþvottur. „Já mér finnst allar líkur á því. Það er náttúrlega erfitt að segja til um nákvæmlega hvað hefur farið úrskeiðis þarna en það sem vantar verulega uppá er að það var hvergi skoðað hvort einhver hafði aðkomu að því að þessar vélar fengu að lenda hér á Íslandi. Hvort eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í þessum flugvélum,“ segir Þórhildur Sunna. Það hafi ekki verið skoðað hvort einhverjir á Íslandi hafi komið nálægt þessu flugi eða samþykkt að þessar flugvélar komu hingað til lands. „Og ef svo er, hver stóð að bakvið það og ég veit ekki til þess að bandarísk stjórnvöld hafi verið spurð um það frá árinu 2005 hvort það hafi verið hér fangaflug farið í gegnum íslenska lögsögu,“ segir Þórhildur Sunna. Nú þegar skýrsla Bandaríkjaþings liggi fyrir sé sjálfsagt að utanríkisráðuneytið óski eftir nánari gögnum og skýringum hvað Ísland varðar en ekki endilega sjálfsagt að ráðuneytið rannsaki síðan málið. Því ef það reynist þannig að íslensk stjórnvöld hafi á einhvern hátt tekið þátt í þessu flugi, hafi þau tekið þátt í refsiverðri háttsemi samkvæmt alþjóðalögum. „Þessir glæpir fyrnast ekki og að vera í vitorði með pyntingum er stríðsglæpur,“ segir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent