Ísland græðir einna mest á innflytjendum Stígur Helgason og Sunna Valgerðardóttir skrifar 17. júní 2013 08:00 Félagsmálaráðherra telur íslenskukennslu undirstöðu þess að innflytjendur geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Innflytjendur hafa jákvæðari áhrif á ríkiskassa Íslands en flestra þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) að Ísland er í fimmta sæti af þeim 27 sem könnuð voru með tilliti til þess hversu mikið innflytjendur leggja til samfélagins. Hér auka þeir verga landsframleiðslu um 0,9 prósent, samanborið við 0,35 prósent að meðaltali í OECD-ríkjunum. Útreikningarnir byggja á tölum frá 2007 til 2009, en jafnframt kemur fram að fjármálakreppan hafi hvergi dregið jafnmikið úr flæði innflytjenda og á Írlandi og Íslandi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að þótt niðurstöðurnar byggi á nokkurra ára gömlum tölum megi draga af þeim ýmsar ályktanir. „Sú helsta er mikilvægi virkrar þátttöku innflytjenda í atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Vinna er og verður forsenda vaxtar og velferðar okkar allra, óháð uppruna,“ segir Eygló. „Undirstaða virkar þátttöku til framtíðar er síðan góð íslenskukennsla og stuðningur til að kynnast og læra á íslenskt samfélag. Rannsóknin staðfestir og minnir okkur á að samfélagið í heild hagnast á því.“ Lúxemborg trónir á toppi listans. Þar auka innflytjendur landsframleiðslu um rétt rúm tvö prósent, en hafa ber í huga að þar eru innflytjendur rúmlega 42 prósent íbúa, að því er fram kemur í skýrslunni, samanborið við ellefu prósent á Íslandi. Neikvæðustu efnahagsáhrifin hafa innflytjendur í Þýskalandi, þar sem þeir draga úr landsframleiðslu um sem nemur 1,13 prósentum. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Innflytjendur hafa jákvæðari áhrif á ríkiskassa Íslands en flestra þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) að Ísland er í fimmta sæti af þeim 27 sem könnuð voru með tilliti til þess hversu mikið innflytjendur leggja til samfélagins. Hér auka þeir verga landsframleiðslu um 0,9 prósent, samanborið við 0,35 prósent að meðaltali í OECD-ríkjunum. Útreikningarnir byggja á tölum frá 2007 til 2009, en jafnframt kemur fram að fjármálakreppan hafi hvergi dregið jafnmikið úr flæði innflytjenda og á Írlandi og Íslandi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að þótt niðurstöðurnar byggi á nokkurra ára gömlum tölum megi draga af þeim ýmsar ályktanir. „Sú helsta er mikilvægi virkrar þátttöku innflytjenda í atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Vinna er og verður forsenda vaxtar og velferðar okkar allra, óháð uppruna,“ segir Eygló. „Undirstaða virkar þátttöku til framtíðar er síðan góð íslenskukennsla og stuðningur til að kynnast og læra á íslenskt samfélag. Rannsóknin staðfestir og minnir okkur á að samfélagið í heild hagnast á því.“ Lúxemborg trónir á toppi listans. Þar auka innflytjendur landsframleiðslu um rétt rúm tvö prósent, en hafa ber í huga að þar eru innflytjendur rúmlega 42 prósent íbúa, að því er fram kemur í skýrslunni, samanborið við ellefu prósent á Íslandi. Neikvæðustu efnahagsáhrifin hafa innflytjendur í Þýskalandi, þar sem þeir draga úr landsframleiðslu um sem nemur 1,13 prósentum.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira