Ísland í 5. sæti í Mr. Gay World: Sagðist ætla að afnema blóðgjafarbann og fólk reis úr sætum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. maí 2015 20:45 Troy var ákaflega spenntur og stressaður þegar hann beið eftir úrslitunum. Hann stendur í miðjunni ásamt þeim þátttakendum sem komust í topp 5. Mynd/Troy „Þetta er mikilvæg keppni og mér finnst Íslendingar þurfa að veita henni frekari athygli því það sem hún gerir er að finna fólk í hverju landi sem getur sameinað samfélagið í að berjast fyrir þeim málstað sem það telur mikilvægan,“ segir Troy Michael Jónsson en hann varð í 5. sæti í Mr. Gay World eða Herra Heimur samkynhneigðra. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í sjö ára sögu keppninnar.Málaði eldspúandi fjall „Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn, auðvitað hefði ég viljað vinna en þegar ég kom fyrst þarna út og sá hvað allir voru hæfir þá hélt ég að ég yrði ekki einu sinni í Topp 10.“ Troy stóð sig vel í flestum keppnisgreinunum. Hann varð í öðru sæti í listaverkahluta keppninnar en þar áttu þátttakendur að skapa listaverk sem áttu að sýna sögu réttinda samkynhneigðra í því landi þaðan sem þátttakandinn kom. „Ég teiknaði eldfjall og inni í eldfjallinu skrifaði ég mikilvægar dagsetningar í sögu réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi.“ Nefnir hann þar lögleiðingu hjónabands einstaklinga af sama kyni, árið sem Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra og þegar Jón Gnarr tók þátt í Gleðigöngunni. „Ég var ótrúlega hissa að hafa orðið í öðru sæti í þessari keppni, eiginlega alveg í sjokki, af því að það voru svo margir listrænir.“Troy hitti afrísk born og sagði það hafa verið mikla upplifun.Mynd/Troy„Ég veit að það er málstaðurinn sem skiptir máli“ Lið Troy sigraði í íþróttakeppninni, hann varð í efstu þremur sætunum í prófi þar sem svara átti spurningum um réttindi samkynhneigðra í sögunni og varð einnig einn af efstu þremur í keppninni í viðhafnarklæðnaði. Hann sigraði með svari sínu við spurningum sem spurðar eru keppendur annars vegar í topp 10 og hinsvegar í topp 5. „Spurningin fyrir topp 5 þátttakendurna var um hvað ég myndi vilja gera ef ég myndi sigra keppnina. Ég talaði um málstaðinn minn og baráttu fyrir því að samkynhneigðir menn megi gefa blóð á Íslandi. Það er gaman að segja frá því að allur salurinn stóð upp og klappaði og kynnirinn þurfti að gera hlé á keppninni. Hún sagði með tárin í augunum að svarið mitt hefði snortið hana af því að hún þekkti manneskju sem lést vegna þess að hún fékk ekki blóðgjöf þegar hana þurfti.“Top 5 in the World.. HELL YES!!!!!! I got 4th runner up at Mr. Gay World! Tears of joy. I love you all so much and thank...Posted by Troy Michael on Saturday, May 2, 2015Hans stærsta afrek var þó að sigra viðtalshluta keppninnar. „Þá geturðu deilt með dómurunum fyrir hvað þú stendur og hvað þig langar að gera.“ Troy varð himinlifandi þegar tilkynnt var um sigurvegara í þeim hluta keppninnar. „Þá leið mér eins og ég hefði áorkað einhverju því ég veit að það er málstaðurinn sem skiptir máli.“ Það sem Troy telur að hafi dregið hann niður á stigatöflunni var slakur árangur í sundfatakeppninni. „Ég lít alveg ágætlega út en mennirnir þarna úti voru bara í svo fáránlega góðu formi,“ útskýrir hann.Troy hefur fengið hina ýmsu framámenn og konur í stjórnmálum í lið með sér.Mynd/TroyÆtlar að breyta lögum um blóðgjöf Troy hefur barist fyrir því að banninu sem ríkir gegn því að samkynhneigðir gefi blóð verði aflétt. Hann segist hvergi nærri hættur þrátt fyrir að hann hafi ekki sigrað þessa keppni. „Ég get lofað þér því að ég mun fá þessum lögum breytt,“ segir Troy og leggur mikla vigt í orð sín. Hann hefur þegar hitt forsetann og segist hafa fengið hann í lið með sér. Þjóðverjinn, Klaus Burkart, sigraði keppnina. Samkynhneigðir menn frá tuttugu og einu landi tóku þátt í keppninni sem tók fjóra daga. „Þessi keppni er ekki fegurðarsamkeppni. Það er verið að leita eftir einstaklingum sem geta talað fyrir réttindum samkynhneigðra, kennt ungmennum og fengið alla í sama lið. Það var ástæðan fyrir því að ég tók þátt í þessari keppni.“I'm nowhere near perfect. I enjoy the fact that I have flaws because I'm constantly pushing myself to be better.. I want...Posted by Troy Michael on Saturday, April 25, 2015 Tengdar fréttir „Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir“ Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. 6. nóvember 2014 16:29 Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Hommar geta brátt gefið blóð í Frakklandi Þrátt fyrir að siðferðisráð franska ríkisins leggist gegn tillögunni vill félags- og heilsumálaráðherra landsins nema núgildandi lög úr gildi. 14. apríl 2015 16:30 Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Samkynhneigðum karlmönnum verði ekki lengur óheimilt að gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) vill endurskoða reglur um blóðgjöf. 23. desember 2014 19:43 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Þetta er mikilvæg keppni og mér finnst Íslendingar þurfa að veita henni frekari athygli því það sem hún gerir er að finna fólk í hverju landi sem getur sameinað samfélagið í að berjast fyrir þeim málstað sem það telur mikilvægan,“ segir Troy Michael Jónsson en hann varð í 5. sæti í Mr. Gay World eða Herra Heimur samkynhneigðra. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í sjö ára sögu keppninnar.Málaði eldspúandi fjall „Ég er gríðarlega ánægður með árangurinn, auðvitað hefði ég viljað vinna en þegar ég kom fyrst þarna út og sá hvað allir voru hæfir þá hélt ég að ég yrði ekki einu sinni í Topp 10.“ Troy stóð sig vel í flestum keppnisgreinunum. Hann varð í öðru sæti í listaverkahluta keppninnar en þar áttu þátttakendur að skapa listaverk sem áttu að sýna sögu réttinda samkynhneigðra í því landi þaðan sem þátttakandinn kom. „Ég teiknaði eldfjall og inni í eldfjallinu skrifaði ég mikilvægar dagsetningar í sögu réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi.“ Nefnir hann þar lögleiðingu hjónabands einstaklinga af sama kyni, árið sem Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra og þegar Jón Gnarr tók þátt í Gleðigöngunni. „Ég var ótrúlega hissa að hafa orðið í öðru sæti í þessari keppni, eiginlega alveg í sjokki, af því að það voru svo margir listrænir.“Troy hitti afrísk born og sagði það hafa verið mikla upplifun.Mynd/Troy„Ég veit að það er málstaðurinn sem skiptir máli“ Lið Troy sigraði í íþróttakeppninni, hann varð í efstu þremur sætunum í prófi þar sem svara átti spurningum um réttindi samkynhneigðra í sögunni og varð einnig einn af efstu þremur í keppninni í viðhafnarklæðnaði. Hann sigraði með svari sínu við spurningum sem spurðar eru keppendur annars vegar í topp 10 og hinsvegar í topp 5. „Spurningin fyrir topp 5 þátttakendurna var um hvað ég myndi vilja gera ef ég myndi sigra keppnina. Ég talaði um málstaðinn minn og baráttu fyrir því að samkynhneigðir menn megi gefa blóð á Íslandi. Það er gaman að segja frá því að allur salurinn stóð upp og klappaði og kynnirinn þurfti að gera hlé á keppninni. Hún sagði með tárin í augunum að svarið mitt hefði snortið hana af því að hún þekkti manneskju sem lést vegna þess að hún fékk ekki blóðgjöf þegar hana þurfti.“Top 5 in the World.. HELL YES!!!!!! I got 4th runner up at Mr. Gay World! Tears of joy. I love you all so much and thank...Posted by Troy Michael on Saturday, May 2, 2015Hans stærsta afrek var þó að sigra viðtalshluta keppninnar. „Þá geturðu deilt með dómurunum fyrir hvað þú stendur og hvað þig langar að gera.“ Troy varð himinlifandi þegar tilkynnt var um sigurvegara í þeim hluta keppninnar. „Þá leið mér eins og ég hefði áorkað einhverju því ég veit að það er málstaðurinn sem skiptir máli.“ Það sem Troy telur að hafi dregið hann niður á stigatöflunni var slakur árangur í sundfatakeppninni. „Ég lít alveg ágætlega út en mennirnir þarna úti voru bara í svo fáránlega góðu formi,“ útskýrir hann.Troy hefur fengið hina ýmsu framámenn og konur í stjórnmálum í lið með sér.Mynd/TroyÆtlar að breyta lögum um blóðgjöf Troy hefur barist fyrir því að banninu sem ríkir gegn því að samkynhneigðir gefi blóð verði aflétt. Hann segist hvergi nærri hættur þrátt fyrir að hann hafi ekki sigrað þessa keppni. „Ég get lofað þér því að ég mun fá þessum lögum breytt,“ segir Troy og leggur mikla vigt í orð sín. Hann hefur þegar hitt forsetann og segist hafa fengið hann í lið með sér. Þjóðverjinn, Klaus Burkart, sigraði keppnina. Samkynhneigðir menn frá tuttugu og einu landi tóku þátt í keppninni sem tók fjóra daga. „Þessi keppni er ekki fegurðarsamkeppni. Það er verið að leita eftir einstaklingum sem geta talað fyrir réttindum samkynhneigðra, kennt ungmennum og fengið alla í sama lið. Það var ástæðan fyrir því að ég tók þátt í þessari keppni.“I'm nowhere near perfect. I enjoy the fact that I have flaws because I'm constantly pushing myself to be better.. I want...Posted by Troy Michael on Saturday, April 25, 2015
Tengdar fréttir „Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir“ Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. 6. nóvember 2014 16:29 Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Hommar geta brátt gefið blóð í Frakklandi Þrátt fyrir að siðferðisráð franska ríkisins leggist gegn tillögunni vill félags- og heilsumálaráðherra landsins nema núgildandi lög úr gildi. 14. apríl 2015 16:30 Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Samkynhneigðum karlmönnum verði ekki lengur óheimilt að gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) vill endurskoða reglur um blóðgjöf. 23. desember 2014 19:43 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir“ Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. 6. nóvember 2014 16:29
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
Hommar geta brátt gefið blóð í Frakklandi Þrátt fyrir að siðferðisráð franska ríkisins leggist gegn tillögunni vill félags- og heilsumálaráðherra landsins nema núgildandi lög úr gildi. 14. apríl 2015 16:30
Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Dómur Evrópudómstólsins segir að blátt bann við blóðgjöf kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB. Löggjöfin byggir á tilskipun sem er hluti af EES-samningnum og því gætu sömu sjónarmið átt við hér á landi. 4. maí 2015 07:00
„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00
Samkynhneigðum karlmönnum verði ekki lengur óheimilt að gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) vill endurskoða reglur um blóðgjöf. 23. desember 2014 19:43