Ísland í dag í kvöld: „Við erum að gera það sem þarf að gera“ Edda Sif Pálsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson. Þau Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hafa það að markmiði að skilja eitthvað eftir sig í lífinu sem hefur gildi. Þau bjuggu bæði erlendis en fluttu heim um aldamótin og kom þá á óvart hver staðan var á náttúruverndar- og umhverfismálum hérlendis. Þau hófu að sanka að sér upplýsingum um allt sem tengist umhverfi og náttúru og matreiða það fyrir okkur hin sem minna vitum. Afraksturinn má m.a. finna á vefsíðunni Náttúran.is. „Þetta er þekkt úr fræðunum, svona gat sem myndast þegar upplýsingatækni og geta almennings er orðin meiri en stjórnvalda. Ef íslenskum stofnunum er ekki beinlínis skipað að gera hluti og veitt fjármagn í það þá gera þau það augljóslega ekki. Við erum að reyna að fylla upp í þetta gat,“ segir Einar Bergmundur. Sjokk að koma heim Guðrúnu var brugðið þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2000, eftir að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Það var ekki einu sinni byrjað að bjóða upp á að fólk gæti flokkað heimilissorpið sitt. Það var árið 2000, ég búin að vera úti í átján ár og flokka allan þennan tíma. Það var eiginlega sjokk að koma heim og sjá hversu lítið væri búið að gera.“ Guðrún vissi lítið sem ekkert um umhverfismál þegar hún réðst í verkefnið en áhuginn fleytti henni áfram og tilfinningin sem fylgir því að gera eitthvað sem skiptir máli.Sumar merkingar mikilvægar en aðrar ekki „Við erum með gagnagrunn um merkingar og hvað þær þýða. Sumar merkingar eru mjög mikilvægar og aðrar ekki, sumar eru beinlínis villandi,“ segir Einar.Í appinu Húsinu sem er fáanlegt bæði fyrir Android stýrikerfi og iOS er hægt að ná í upplýsingar um hluti í daglegu lífi, á heimilinu og úti í garði t.d., og leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga við kaup, notkun og jafnvel förgun á viðkomandi hlut. „Ef þú ert t.d. að kaupa þér sæng geturðu séð hvaða efni eru ofnæmisvaldandi, hver ekki og hvernig framleiðsluferlið er. Er þetta unnið af þrælum í Asíu eins og oft er? Maður þarf að hugsa um svo margt en við erum búin að taka saman hvað þarf að hugsa um í hverju tilfelli. Þú þarft t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnaþrælkun þegar þú kaupir þýskan ísskáp en þá þarftu kannski að hafa áhyggjur af orkunotkun.“Rætt verður við þau Guðrúnu og Einar í Íslandi í dag kl. 18:55. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þau Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hafa það að markmiði að skilja eitthvað eftir sig í lífinu sem hefur gildi. Þau bjuggu bæði erlendis en fluttu heim um aldamótin og kom þá á óvart hver staðan var á náttúruverndar- og umhverfismálum hérlendis. Þau hófu að sanka að sér upplýsingum um allt sem tengist umhverfi og náttúru og matreiða það fyrir okkur hin sem minna vitum. Afraksturinn má m.a. finna á vefsíðunni Náttúran.is. „Þetta er þekkt úr fræðunum, svona gat sem myndast þegar upplýsingatækni og geta almennings er orðin meiri en stjórnvalda. Ef íslenskum stofnunum er ekki beinlínis skipað að gera hluti og veitt fjármagn í það þá gera þau það augljóslega ekki. Við erum að reyna að fylla upp í þetta gat,“ segir Einar Bergmundur. Sjokk að koma heim Guðrúnu var brugðið þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2000, eftir að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Það var ekki einu sinni byrjað að bjóða upp á að fólk gæti flokkað heimilissorpið sitt. Það var árið 2000, ég búin að vera úti í átján ár og flokka allan þennan tíma. Það var eiginlega sjokk að koma heim og sjá hversu lítið væri búið að gera.“ Guðrún vissi lítið sem ekkert um umhverfismál þegar hún réðst í verkefnið en áhuginn fleytti henni áfram og tilfinningin sem fylgir því að gera eitthvað sem skiptir máli.Sumar merkingar mikilvægar en aðrar ekki „Við erum með gagnagrunn um merkingar og hvað þær þýða. Sumar merkingar eru mjög mikilvægar og aðrar ekki, sumar eru beinlínis villandi,“ segir Einar.Í appinu Húsinu sem er fáanlegt bæði fyrir Android stýrikerfi og iOS er hægt að ná í upplýsingar um hluti í daglegu lífi, á heimilinu og úti í garði t.d., og leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga við kaup, notkun og jafnvel förgun á viðkomandi hlut. „Ef þú ert t.d. að kaupa þér sæng geturðu séð hvaða efni eru ofnæmisvaldandi, hver ekki og hvernig framleiðsluferlið er. Er þetta unnið af þrælum í Asíu eins og oft er? Maður þarf að hugsa um svo margt en við erum búin að taka saman hvað þarf að hugsa um í hverju tilfelli. Þú þarft t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnaþrælkun þegar þú kaupir þýskan ísskáp en þá þarftu kannski að hafa áhyggjur af orkunotkun.“Rætt verður við þau Guðrúnu og Einar í Íslandi í dag kl. 18:55.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira