Ísland og ESB – leiðin fram undan Árni Þór Sigurðsson skrifar 2. júlí 2011 06:00 Formlegar viðræður Íslands við Evrópusambandið um hugsanlega aðild hófust nú nýverið á ríkjaráðstefnu. Þar voru teknir fyrir fjórir samningskaflar af 35 alls og þar af var umræðum lokið um tvo kafla. Áður hafði samningsafstaða íslenskra stjórnvalda verið mótuð í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Fram undan er þó strembin vegferð þar sem tekist verður á um margvísleg grundvallaratriði og ríka hagsmuni. Umdeilt mál en sterkur grunnurESB-aðild er umdeild hér á landi. Skoðanakannanir undanfarin ár hafa m.a. endurspeglað hversu umdeilt málið er en jafnframt leitt í ljós að afstaða þjóðarinnar breytist frá einum tíma til annars. Engu að síður hefur núverandi stefna, að ljúka aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðina, átt miklu fylgi að fagna skv. könnunum. Ætti það að vera kappsmál bæði þeirra sem fyrirfram eru andsnúnir aðild að sambandinu og eins hinna sem eru aðild hliðhollir. Fyrir hinn stóra hóp þjóðarinnar sem hefur ekki gert upp hug sinn er brýnt að viðræðum verði lokið og niðurstaðan um kosti og galla liggi fyrir með óyggjandi hætti og á grunni hennar verði unnt að taka málefnalega afstöðu til málsins. Ísland mætir til þessara viðræðna vel undirbúið og byggir þar á vandaðri vinnu fjölmargra, bæði fulltrúa ráðuneyta og stofnana en einnig og ekki síður ýmissa hagsmunaaðila sem leggja mikilvægan skerf til góðrar undirstöðu. Einnig skiptir hér máli að Ísland hefur verið þátttakandi í evrópsku samstarfi innan EES um langt árabil, notið þess ávinnings sem það býður upp á en um leið kostað því til sem samstarfinu fylgir. Aðalsamninganefnd Íslands og einstakir samningahópar eru vel skipaðir færu og samviskusömu starfsfólki sem hefur það eitt að leiðarljósi að skila góðu verki og ná sem bestri samningsniðurstöðu út frá íslenskum hagsmunum. Viðræður Íslands við ESB byggja þannig á sterkum grunni. Umræða í ójafnvægiÞví miður hefur ESB-umræðan hins vegar verið á brauðfótum. Þar tíðkast hin breiðu spjótin, pólitískur rétttrúnaður í hávegum hafður, upphrópanir og aðdróttanir gagnvart þeim sem hafa aðra skoðun eða vilja nálgast málið frá ólíku sjónarhorni. Samherjar tortryggðir. Eiginleg rökræða, þekkingaröflun og greining er gjarnan víðs fjarri. Úr ranni þeirra sem eru eindregnir stuðningsmenn aðildar heyrist gjarnan bábyljan um að aðild muni leysa hvern vanda þjóðarinnar en úr öndverðri átt berast formælingar um að aðild þýði endalok sjálfstæðis þjóðarinnar. Að mínu mati á hvorugt við rök að styðjast. Þjóðmálaumræðan þarf að dýpka og breikka í tengslum við ESB-álitamálið. Við þurfum að skoða til hlítar hvaða breytingar hafa orðið á Evrópusambandinu undanfarin 10-15 ár, frá því að vera „klúbbur“ nokkurra ríkra þjóða yfir í að vera umfangsmikill samstarfsvettvangur meirihluta Evrópuríkja, bæði þeirra sem vel standa og eins annarra sem verr eru sett. Ennfremur þær breytingar sem felast í því að áhrif Evrópuþingsins hafa aukist á kostnað framkvæmdarvaldsins og sömuleiðis þær hremmingar sem ganga yfir nokkur ESB-ríki og evrusvæðið. Um leið þarf að kryfja til mergjar hvaða leiðir eru færar fyrir íslenskt samfélag eftir efnahagshrunið því aðstæður hér á landi hafa vissulega líka tekið miklum breytingum að undanförnu. Farsæl framtíðMín afstaða er eindregið sú að við eigum að ljúka aðildarviðræðum við ESB, helst sem allra fyrst, og leggja okkur fram um að ná sem bestri samningsniðurstöðu. Á þann hátt getum við gengið úr skugga um hvað raunverulega felst í aðild, hvaða kostir fylgja henni og sóknarfæri, en einnig hvaða gallar og fórnir eru aðild samfara, hvað ávinnst og hvað tapast. Þannig getur hver og einn lagt heildstætt mat á það hvort hann telur hagsmunum þjóðarinnar til lengri tíma litið betur borgið utan eða innan Evrópusambandsins. Það skiptir okkur öll miklu máli að hvor leiðin sem þjóðin velur þegar hún tekur afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu verði Íslandi til farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Formlegar viðræður Íslands við Evrópusambandið um hugsanlega aðild hófust nú nýverið á ríkjaráðstefnu. Þar voru teknir fyrir fjórir samningskaflar af 35 alls og þar af var umræðum lokið um tvo kafla. Áður hafði samningsafstaða íslenskra stjórnvalda verið mótuð í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Fram undan er þó strembin vegferð þar sem tekist verður á um margvísleg grundvallaratriði og ríka hagsmuni. Umdeilt mál en sterkur grunnurESB-aðild er umdeild hér á landi. Skoðanakannanir undanfarin ár hafa m.a. endurspeglað hversu umdeilt málið er en jafnframt leitt í ljós að afstaða þjóðarinnar breytist frá einum tíma til annars. Engu að síður hefur núverandi stefna, að ljúka aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðina, átt miklu fylgi að fagna skv. könnunum. Ætti það að vera kappsmál bæði þeirra sem fyrirfram eru andsnúnir aðild að sambandinu og eins hinna sem eru aðild hliðhollir. Fyrir hinn stóra hóp þjóðarinnar sem hefur ekki gert upp hug sinn er brýnt að viðræðum verði lokið og niðurstaðan um kosti og galla liggi fyrir með óyggjandi hætti og á grunni hennar verði unnt að taka málefnalega afstöðu til málsins. Ísland mætir til þessara viðræðna vel undirbúið og byggir þar á vandaðri vinnu fjölmargra, bæði fulltrúa ráðuneyta og stofnana en einnig og ekki síður ýmissa hagsmunaaðila sem leggja mikilvægan skerf til góðrar undirstöðu. Einnig skiptir hér máli að Ísland hefur verið þátttakandi í evrópsku samstarfi innan EES um langt árabil, notið þess ávinnings sem það býður upp á en um leið kostað því til sem samstarfinu fylgir. Aðalsamninganefnd Íslands og einstakir samningahópar eru vel skipaðir færu og samviskusömu starfsfólki sem hefur það eitt að leiðarljósi að skila góðu verki og ná sem bestri samningsniðurstöðu út frá íslenskum hagsmunum. Viðræður Íslands við ESB byggja þannig á sterkum grunni. Umræða í ójafnvægiÞví miður hefur ESB-umræðan hins vegar verið á brauðfótum. Þar tíðkast hin breiðu spjótin, pólitískur rétttrúnaður í hávegum hafður, upphrópanir og aðdróttanir gagnvart þeim sem hafa aðra skoðun eða vilja nálgast málið frá ólíku sjónarhorni. Samherjar tortryggðir. Eiginleg rökræða, þekkingaröflun og greining er gjarnan víðs fjarri. Úr ranni þeirra sem eru eindregnir stuðningsmenn aðildar heyrist gjarnan bábyljan um að aðild muni leysa hvern vanda þjóðarinnar en úr öndverðri átt berast formælingar um að aðild þýði endalok sjálfstæðis þjóðarinnar. Að mínu mati á hvorugt við rök að styðjast. Þjóðmálaumræðan þarf að dýpka og breikka í tengslum við ESB-álitamálið. Við þurfum að skoða til hlítar hvaða breytingar hafa orðið á Evrópusambandinu undanfarin 10-15 ár, frá því að vera „klúbbur“ nokkurra ríkra þjóða yfir í að vera umfangsmikill samstarfsvettvangur meirihluta Evrópuríkja, bæði þeirra sem vel standa og eins annarra sem verr eru sett. Ennfremur þær breytingar sem felast í því að áhrif Evrópuþingsins hafa aukist á kostnað framkvæmdarvaldsins og sömuleiðis þær hremmingar sem ganga yfir nokkur ESB-ríki og evrusvæðið. Um leið þarf að kryfja til mergjar hvaða leiðir eru færar fyrir íslenskt samfélag eftir efnahagshrunið því aðstæður hér á landi hafa vissulega líka tekið miklum breytingum að undanförnu. Farsæl framtíðMín afstaða er eindregið sú að við eigum að ljúka aðildarviðræðum við ESB, helst sem allra fyrst, og leggja okkur fram um að ná sem bestri samningsniðurstöðu. Á þann hátt getum við gengið úr skugga um hvað raunverulega felst í aðild, hvaða kostir fylgja henni og sóknarfæri, en einnig hvaða gallar og fórnir eru aðild samfara, hvað ávinnst og hvað tapast. Þannig getur hver og einn lagt heildstætt mat á það hvort hann telur hagsmunum þjóðarinnar til lengri tíma litið betur borgið utan eða innan Evrópusambandsins. Það skiptir okkur öll miklu máli að hvor leiðin sem þjóðin velur þegar hún tekur afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu verði Íslandi til farsældar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun