Ísland og ESB – leiðin fram undan Árni Þór Sigurðsson skrifar 2. júlí 2011 06:00 Formlegar viðræður Íslands við Evrópusambandið um hugsanlega aðild hófust nú nýverið á ríkjaráðstefnu. Þar voru teknir fyrir fjórir samningskaflar af 35 alls og þar af var umræðum lokið um tvo kafla. Áður hafði samningsafstaða íslenskra stjórnvalda verið mótuð í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Fram undan er þó strembin vegferð þar sem tekist verður á um margvísleg grundvallaratriði og ríka hagsmuni. Umdeilt mál en sterkur grunnurESB-aðild er umdeild hér á landi. Skoðanakannanir undanfarin ár hafa m.a. endurspeglað hversu umdeilt málið er en jafnframt leitt í ljós að afstaða þjóðarinnar breytist frá einum tíma til annars. Engu að síður hefur núverandi stefna, að ljúka aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðina, átt miklu fylgi að fagna skv. könnunum. Ætti það að vera kappsmál bæði þeirra sem fyrirfram eru andsnúnir aðild að sambandinu og eins hinna sem eru aðild hliðhollir. Fyrir hinn stóra hóp þjóðarinnar sem hefur ekki gert upp hug sinn er brýnt að viðræðum verði lokið og niðurstaðan um kosti og galla liggi fyrir með óyggjandi hætti og á grunni hennar verði unnt að taka málefnalega afstöðu til málsins. Ísland mætir til þessara viðræðna vel undirbúið og byggir þar á vandaðri vinnu fjölmargra, bæði fulltrúa ráðuneyta og stofnana en einnig og ekki síður ýmissa hagsmunaaðila sem leggja mikilvægan skerf til góðrar undirstöðu. Einnig skiptir hér máli að Ísland hefur verið þátttakandi í evrópsku samstarfi innan EES um langt árabil, notið þess ávinnings sem það býður upp á en um leið kostað því til sem samstarfinu fylgir. Aðalsamninganefnd Íslands og einstakir samningahópar eru vel skipaðir færu og samviskusömu starfsfólki sem hefur það eitt að leiðarljósi að skila góðu verki og ná sem bestri samningsniðurstöðu út frá íslenskum hagsmunum. Viðræður Íslands við ESB byggja þannig á sterkum grunni. Umræða í ójafnvægiÞví miður hefur ESB-umræðan hins vegar verið á brauðfótum. Þar tíðkast hin breiðu spjótin, pólitískur rétttrúnaður í hávegum hafður, upphrópanir og aðdróttanir gagnvart þeim sem hafa aðra skoðun eða vilja nálgast málið frá ólíku sjónarhorni. Samherjar tortryggðir. Eiginleg rökræða, þekkingaröflun og greining er gjarnan víðs fjarri. Úr ranni þeirra sem eru eindregnir stuðningsmenn aðildar heyrist gjarnan bábyljan um að aðild muni leysa hvern vanda þjóðarinnar en úr öndverðri átt berast formælingar um að aðild þýði endalok sjálfstæðis þjóðarinnar. Að mínu mati á hvorugt við rök að styðjast. Þjóðmálaumræðan þarf að dýpka og breikka í tengslum við ESB-álitamálið. Við þurfum að skoða til hlítar hvaða breytingar hafa orðið á Evrópusambandinu undanfarin 10-15 ár, frá því að vera „klúbbur“ nokkurra ríkra þjóða yfir í að vera umfangsmikill samstarfsvettvangur meirihluta Evrópuríkja, bæði þeirra sem vel standa og eins annarra sem verr eru sett. Ennfremur þær breytingar sem felast í því að áhrif Evrópuþingsins hafa aukist á kostnað framkvæmdarvaldsins og sömuleiðis þær hremmingar sem ganga yfir nokkur ESB-ríki og evrusvæðið. Um leið þarf að kryfja til mergjar hvaða leiðir eru færar fyrir íslenskt samfélag eftir efnahagshrunið því aðstæður hér á landi hafa vissulega líka tekið miklum breytingum að undanförnu. Farsæl framtíðMín afstaða er eindregið sú að við eigum að ljúka aðildarviðræðum við ESB, helst sem allra fyrst, og leggja okkur fram um að ná sem bestri samningsniðurstöðu. Á þann hátt getum við gengið úr skugga um hvað raunverulega felst í aðild, hvaða kostir fylgja henni og sóknarfæri, en einnig hvaða gallar og fórnir eru aðild samfara, hvað ávinnst og hvað tapast. Þannig getur hver og einn lagt heildstætt mat á það hvort hann telur hagsmunum þjóðarinnar til lengri tíma litið betur borgið utan eða innan Evrópusambandsins. Það skiptir okkur öll miklu máli að hvor leiðin sem þjóðin velur þegar hún tekur afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu verði Íslandi til farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Formlegar viðræður Íslands við Evrópusambandið um hugsanlega aðild hófust nú nýverið á ríkjaráðstefnu. Þar voru teknir fyrir fjórir samningskaflar af 35 alls og þar af var umræðum lokið um tvo kafla. Áður hafði samningsafstaða íslenskra stjórnvalda verið mótuð í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Fram undan er þó strembin vegferð þar sem tekist verður á um margvísleg grundvallaratriði og ríka hagsmuni. Umdeilt mál en sterkur grunnurESB-aðild er umdeild hér á landi. Skoðanakannanir undanfarin ár hafa m.a. endurspeglað hversu umdeilt málið er en jafnframt leitt í ljós að afstaða þjóðarinnar breytist frá einum tíma til annars. Engu að síður hefur núverandi stefna, að ljúka aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðina, átt miklu fylgi að fagna skv. könnunum. Ætti það að vera kappsmál bæði þeirra sem fyrirfram eru andsnúnir aðild að sambandinu og eins hinna sem eru aðild hliðhollir. Fyrir hinn stóra hóp þjóðarinnar sem hefur ekki gert upp hug sinn er brýnt að viðræðum verði lokið og niðurstaðan um kosti og galla liggi fyrir með óyggjandi hætti og á grunni hennar verði unnt að taka málefnalega afstöðu til málsins. Ísland mætir til þessara viðræðna vel undirbúið og byggir þar á vandaðri vinnu fjölmargra, bæði fulltrúa ráðuneyta og stofnana en einnig og ekki síður ýmissa hagsmunaaðila sem leggja mikilvægan skerf til góðrar undirstöðu. Einnig skiptir hér máli að Ísland hefur verið þátttakandi í evrópsku samstarfi innan EES um langt árabil, notið þess ávinnings sem það býður upp á en um leið kostað því til sem samstarfinu fylgir. Aðalsamninganefnd Íslands og einstakir samningahópar eru vel skipaðir færu og samviskusömu starfsfólki sem hefur það eitt að leiðarljósi að skila góðu verki og ná sem bestri samningsniðurstöðu út frá íslenskum hagsmunum. Viðræður Íslands við ESB byggja þannig á sterkum grunni. Umræða í ójafnvægiÞví miður hefur ESB-umræðan hins vegar verið á brauðfótum. Þar tíðkast hin breiðu spjótin, pólitískur rétttrúnaður í hávegum hafður, upphrópanir og aðdróttanir gagnvart þeim sem hafa aðra skoðun eða vilja nálgast málið frá ólíku sjónarhorni. Samherjar tortryggðir. Eiginleg rökræða, þekkingaröflun og greining er gjarnan víðs fjarri. Úr ranni þeirra sem eru eindregnir stuðningsmenn aðildar heyrist gjarnan bábyljan um að aðild muni leysa hvern vanda þjóðarinnar en úr öndverðri átt berast formælingar um að aðild þýði endalok sjálfstæðis þjóðarinnar. Að mínu mati á hvorugt við rök að styðjast. Þjóðmálaumræðan þarf að dýpka og breikka í tengslum við ESB-álitamálið. Við þurfum að skoða til hlítar hvaða breytingar hafa orðið á Evrópusambandinu undanfarin 10-15 ár, frá því að vera „klúbbur“ nokkurra ríkra þjóða yfir í að vera umfangsmikill samstarfsvettvangur meirihluta Evrópuríkja, bæði þeirra sem vel standa og eins annarra sem verr eru sett. Ennfremur þær breytingar sem felast í því að áhrif Evrópuþingsins hafa aukist á kostnað framkvæmdarvaldsins og sömuleiðis þær hremmingar sem ganga yfir nokkur ESB-ríki og evrusvæðið. Um leið þarf að kryfja til mergjar hvaða leiðir eru færar fyrir íslenskt samfélag eftir efnahagshrunið því aðstæður hér á landi hafa vissulega líka tekið miklum breytingum að undanförnu. Farsæl framtíðMín afstaða er eindregið sú að við eigum að ljúka aðildarviðræðum við ESB, helst sem allra fyrst, og leggja okkur fram um að ná sem bestri samningsniðurstöðu. Á þann hátt getum við gengið úr skugga um hvað raunverulega felst í aðild, hvaða kostir fylgja henni og sóknarfæri, en einnig hvaða gallar og fórnir eru aðild samfara, hvað ávinnst og hvað tapast. Þannig getur hver og einn lagt heildstætt mat á það hvort hann telur hagsmunum þjóðarinnar til lengri tíma litið betur borgið utan eða innan Evrópusambandsins. Það skiptir okkur öll miklu máli að hvor leiðin sem þjóðin velur þegar hún tekur afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu verði Íslandi til farsældar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun