Innlent

Ísland þykir ekki nógu gott nafn

BBI skrifar
Myndin er tekin nálægt Svínafellsjökli.
Myndin er tekin nálægt Svínafellsjökli. Mynd/Vilhelm
Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að „Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið.

Nafnið verður notað í markaðsherferðinni Ísland - allt árið. Tekið verður við hugmyndum í vetur og í vorbyrjun verður besta uppástungan verðlaunuð. Samkeppninni er aðallega beint að ferðamönnum sem fá þar með tækifæri til að lýsa upplifun sinni af landinu eftir stutta heimsókn, veðráttu þess og náttúru.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar Íslandsstofu, segir að ferðamenn hafi óþrjótandi hugmyndir að nöfnum fyrir Ísland. „Við munum svo nota bestu hugmyndirnar í kynningarstarfi í markaðsátakinu Ísland - allt árið," segir Inga. Þannig styttist kannski í að Ísland verði markaðsett undir nýju nafni.

Hér má sjá umfjöllun Ferðamálastofu um samkeppnina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×