Viðskipti innlent

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti á inn- og útlánum frá og með deginum í dag, 1. september 2010.

Breytilegir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum og kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfalána lækka um 1 prósentustig og eru nú 6,75%.

Vextir á verðtryggðum útlánum lækka á sama tíma um 0,5% og eru nú 5,0%.

Innlánsvextir helstu sparnaðarreikninga lækka um 0,5% og innlánsvextir tékkareikninga lækka á bilinu 0,05-0,75%. Algengustu yfirdráttarvextir lækka að auki um 0,25%.

Mikil lækkun á vöxtum húsnæðislána síðastliðið 1 ár.

Margir viðskiptavina Íslandsbanka eru með óverðtryggð húsnæðislán í íslenskum krónum.

Síðan í nóvember síðastliðnum hafa verið gerðar fimm breytingar á vöxtum slíkra lána og hafa breytilegir vextir þessara lána lækkað úr 9,5% í 6,75% á tímabilinu. Vextir á lánum þeirra viðskiptavina sem hafa nýtt sér höfuðstólslækkun á húsnæðislánum og um leið breytt þeim í óverðtryggð lán eru því 4,75% með afslætti fyrsta árið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×