Viðskipti innlent

Íslandsbanki og Datamarket kynna fasteignamælaborð

Íslandsbanki hefur í samvinnu við Datamarket þróað sérstakt fasteignamælaborð þar sem hægt er að skoða þróun íbúðamarkaðarins og lykiltalna honum tengdum. Til að mynda er hægt að fletta upp verðþróun íbúða/einbýla í einstökum hverfum höfuðborgarsvæðisins og eftir landshlutum. Hægt er að skoða þróunina allt frá árinu 1990.

Markmiðið að upplýsa kaupendur og seljendur fasteigna og aðra aðila um fasteignamarkaðinn og helstu lykiltölur honum tengdum og auka þannig gagnsæi og upplýsingagjöf á markaðnum, að því er segir í tilkynningu.

Meðal kaupverð á fermetra á árinu 2012 var hæst á höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 250 þúsund krónur og hefur aldrei verið hærra að nafnverði. Kaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hefur náð sömu hæðum og árið 2007 í krónum talið en það hefur jafnframt tvöfaldast frá árinu 2002. Sé tekið mið af verðlagsþróun þá er raunverð íbúðarhúsnæðis enn nokkuð lægra en þegar það fór hæst í árslok 2007.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist jafnt og þétt. Í febrúar sl. voru 431 samningi þinglýst sem er um fjórföld aukning frá janúar 2009 þegar 116 samningum var þinglýst.

Fjöldi fullbyggðra íbúðarhúsa á árinu 2011 var 565. Um sex sinnum fleiri íbúðarhúsnæði voru fullgerð árið 2007 eða 3.348. Séu tölur skoðaðar aftur til ársins 1970 hafa aldrei jafn fáar íbúðir verið byggðar á einu ári. Hinsvegar ber að líta á að frá árinu 2000 hafa rúmlega 25.000 íbúðir verið fullkláraðar sem er meira en nokkru sinni fyrr






Fleiri fréttir

Sjá meira


×