Íslandstökur Interstellar hefjast á morgun Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. september 2013 17:50 Nolan kann vel við sig við Vatnajökul. samsett mynd Tökur hefjast á Svínafellsjökli á morgun á kvikmynd leikstjórans Christophers Nolan, Interstellar. Rúmlega 300 manna tökulið vinnur við myndina hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Saga Film, þar af yfir 100 Íslendingar, og verður gönguleiðum við jökulinn lokað á tímabilinu 11. til 19. september.Í tilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði segir að lokunin nái til gönguleiðar meðfram jöklinum undir Hafrafelli frá bílastæði við Hafrafell og gönguleiðar að Svínafellsjökli frá vegslóða vestan við Freysnes. Með aðalhlutverk Interstellar fara Matt Damon, Matthew McConaughey og Anne Hathaway og eru þau öll væntanleg til landsins, en í öðrum hlutverkum eru Jessica Chastain, Casey Affleck, John Lithgow, Ellen Burstyn og sjálfur Michael Caine. Þetta er í annað sinn sem Nolan tekur kvikmynd að hluta til hér á landi, en hann heimsótti Vatnajökulsþjóðgarð fyrir átta árum ásamt Leðurblökumanninum þar sem teknar voru upp senur fyrir myndina Batman Begins. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tökur hefjast á Svínafellsjökli á morgun á kvikmynd leikstjórans Christophers Nolan, Interstellar. Rúmlega 300 manna tökulið vinnur við myndina hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Saga Film, þar af yfir 100 Íslendingar, og verður gönguleiðum við jökulinn lokað á tímabilinu 11. til 19. september.Í tilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði segir að lokunin nái til gönguleiðar meðfram jöklinum undir Hafrafelli frá bílastæði við Hafrafell og gönguleiðar að Svínafellsjökli frá vegslóða vestan við Freysnes. Með aðalhlutverk Interstellar fara Matt Damon, Matthew McConaughey og Anne Hathaway og eru þau öll væntanleg til landsins, en í öðrum hlutverkum eru Jessica Chastain, Casey Affleck, John Lithgow, Ellen Burstyn og sjálfur Michael Caine. Þetta er í annað sinn sem Nolan tekur kvikmynd að hluta til hér á landi, en hann heimsótti Vatnajökulsþjóðgarð fyrir átta árum ásamt Leðurblökumanninum þar sem teknar voru upp senur fyrir myndina Batman Begins.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira